Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 16
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vilja velta Þórarni úr sessi „ÉG MÆTI RÓLEGUR Á NÆSTA AÐALFUND,“ SEGIR ÞÓRARINN Framkvæmdastjórar hjá SÁÁ flýja ofríkið 2x15 - leisð 2.3.2006 21:07 Page 1 Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri í Þingeyjar- sveit, lætur af störfum í vor og hefur nám í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann segir vel koma til greina að taka að sér smíði álvers við Húsa- vík að námi loknu. „Þetta hefur lengi blundað í mér og ég hef klambrað svolítið heima við,“ segir Jóhann Guðni spurður hvenær hann hneigðist til smíða- starfa. „Það hefur hins vegar farið í taugarnar á mér að kunna þetta ekki almennilega.“ Það kemur í ljós að Jóhann Guðni er hógvær þegar hann segist hafa klambrað svolítið. Fyrir nokkrum árum tók hann við fok- heldu húsi og gerði íbúðarhæf, en reyndar með aðstoð góðra manna. Þá hefur hann smíðað skjólvegg og í kringum heita pottinn í garðinum heima á Laugum. Stutt er síðan hann fékk þá flugu í höfuðið að setjast á skólabekk og nema húsasmíði. „Hugmyndin kom fyrst upp fyrir ekki löngu síðan og ég tók ákvörðun á nokkrum dögum. Ég spjallaði um þetta við Kristján Snæbjörnsson, byggingaverktaka á Laugum, og eftir tíu daga var þetta afgreitt og ég kominn á samning hjá honum.“ Jóhann Guðni segir að eftir að hann tók ákvörðunina hafi hann rætt málið við kunningja sína og í ljós hafi komið að smiðurinn blund- ar í mörgum. Fæstir láta hins vegar verða af því að söðla um og læra það sem til þarf. Sú staðreynd að fjörlegt er á byggingamarkaði nú um stundir hafði sín áhrif á ákvörðunina. „Það spillir allavega ekki fyrir að svo virðist sem nóg verði að gera í framtíðinni og ég tel mikla mögu- leika felast í að hafa þessa mennt- un.“ Áður nam Jóhann Guðni íslensku og fjölmiðlafræði og síðar uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands. Enn síðar settist hann svo á skólabekk í Endur- menntunarstofnun HÍ og lærði opinbera stjórnsýslu og stjórnun. Almenn hamingja ríkir á heimili Jóhanns Guðna með þessa ákvörð- un hans. „Börnin eru ánægð. Pabbi smiður segja þau og sjá fram á að fá loksins kofa í garðinn. Og konan mín er ánægð með að fá loksins hinn handlagna heimilisföður.“ Fjölskyldan ætlar að búa áfram á Laugum enda líður henni vel þar. Þau fluttust norður þegar Jóhann Guðni var ráðinn sveitarstjóri fyrir fjórum árum. Sama dag og Jóhann Guðni til- kynnti um þessa ákvörðun sína skrifaði álrisinn Alcoa undir sam- komulag við stjórnvöld um að stefna að því að reisa álver við Húsavík, nágrannabæ Lauga. Jóhann Guðni útilokar ekki að álver verði einmitt það fyrsta sem hann smíðar að námi loknu. „Það getur vel verið,“ segir hann og hlær. „En ég held að það verði svo mikið að gera hér á næstu árum, hvort sem það verður álver eða sumarbústað- ir eða allt þar á milli, að menn hafi nóg að gera. En ég er alveg til í að taka að mér að smíða eitt stykki álver fyrir þá.“ bjorn@frettabladid.is JÓHANN GUÐNI REYNISSON VERÐANDI HÚSASMIÐUR „Það spillir allavega ekki fyrir að svo virðist sem nóg verði að gera í framtíðinni og ég tel mikla möguleika felast í að hafa þessa menntun.“ Eiginkonan fær loksins handlaginn heimilisföður Samtals eru 16.594 rúm á hótelum og gistiheimilum á Íslandi. Hefur þeim fjölgað um 4.123 síðan árið 2000 en þá voru rúmin 12.471. Flest eru rúmin á höfuðborg- arsvæðinu eða 5.657 en fæst á Vestfjörðum, 393. Þessar upplýsingar er að finna á vef Hagstofunnar. Hótel- og gistiheimilarúm á höfuðborgarsvæðinu voru 3.800 árið 2000 og hefur því fjölgað að meðaltali um 370 á ári síðustu ár. Enn er fyrirhuguð fjölgun á þessu ári og má nefna að í gamla Fiski- félagshúsinu á horni Skúlagötu og Ingólfsstrætis er verið að inn- rétta 130 herbergja hótel og í Þingholtsstræti er verið að reisa viðbyggingu við Ísafoldarhúsið og samtals verða þar 54 her- bergi. Hótelum og gistiheimilum hefur líka fjölgað talsvert á þessu árabili; árið 2000 voru þau 244 en fimm árum síðar voru 319 hótel og gistiheimili á Íslandi. Og sé litið til fjölgunar hótelherbergja má sjá að þau voru 7.989 árið 2005 en árið 2000 voru þau 6.045. 4.000 hótelrúm á fimm árum HÓTEL PLAZA Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR Eitt hinna nýju hótela á höfuðborgarsvæðinu. UPPÁBÚIÐ RÚM Frá Hótel Heklu á Skeið- um. Þar hafið þið það „Reynsla unglækna er mjög takmörkuð og heims- sýn þeirra mjög þröng.“ JÓHANNES M. GUNNARSSON, LÆKNINGAFORSTJÓRI LSH, UM UNGLÆKNA. FRÉTTABLAÐIÐ. Fábreytt er saga Húsavíkur „Þetta er ein mesta há- tíðarstund hér frá því að Garðar kom 870.“ HREINN HJARTARSON, ORKU- VEITUSTJÓRI Á HÚSAVÍK, Á LÉTT- UM NÓTUM Í MORGUNBLAÐINU VEGNA ÁKVÖRÐUNAR ALCOA. „Ég er ekki viss um að þetta sé málið,“ segir Margrét Sigurðardóttir, Magga massi, líkamsræktarþjálfari í Pumping iron, um áform bandaríska álrisans Alcoa um að reisa álver á Bakka við Húsavík. Magga er smeyk um að hér verði alltof mörg álver og spyr: „Er ekki komið nóg af þessu?“ Hún telur rétt að stjórnvöld hugi að öðrum atvinnugreinum þegar horft er til uppbyggingar á landsbyggðinni. Magga er hrædd um að efnahags- leg áhrif svo margra álvera hafi þær afleiðingar að þenslan í hagkerfinu verði óbærileg, en umhverfisverndar- sjónarmiðin eru henni einnig ofarlega í huga þegar hún mótar skoðun sína á málinu. SJÓNARHÓLL ÁLVER VIÐ HÚSAVÍK Ekki sannfærð LÖGREGLAN Á BLÖNDUÓSI Margur hefur þurft að taka upp veskið eftir að hafa ekið of hratt í Húnavatnssýslum. Á fjórða tug umsókna barst um fjögur skrifstofustörf hjá nýrri ríkisstofnun, Innheimtumiðstöð sekta, sem tekur til starfa á Blönduósi í apríl. Miðstöðinni er ætlað að annast innheimtu allra sekta og sakarkostnaðar á landinu og tekur hún við innheimtunni stig af stigi. Áætlað er að þegar allt verður komið í fullan gang verði starfsmenn í kringum tíu. Erna Jónmundsdóttir lögreglu- maður mun stýra innheimtumið- stöðinni. Þessi mikli fjöldi umsókna gefur nokkra mynd af atvinnu- ástandinu á Blönduósi en þar hefur atvinnutækifærum fækkað á undanförnum árum. Gárungarnir hafa gaman af því að miðstöðinni sé valinn stað- ur á Blönduósi en lögreglan í bænum hefur verið ötulli en jafn- an gerist við að sekta ökumenn fyrir of hraðan akstur. Er haft á orði að sektirnar munu streyma í ríkissjóð enda vanir menn á ferð- inni í innheimtunni. -bþs Marga langar í innheimtuna Það er nú kannski fyrst að frétta að nú fer að volgna í pólitíkinni fyrir vorið,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fulltrúi óflokksbundinna í minni- hluta bæjarstjórnar í Bolungarvík. Soffía hugar að framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar og vonar að þá verði kosningaúrslitin önnur en síðast þegar hlutkesti réð því hvor fylkinganna færi með völdin: „Ég er tilbúin að vinna áfram ef fólk telur að ég geti orðið að liði.“ Þrátt fyrir að Soffía láti mikið að sér kveða er hún hvað þekktust á landsvísu fyrir að koma á fót hinni frægu ástarviku í Bolungarvík. Sú var haldin í annað sinn í september. „Ástarvikan var lítil fíflagangshugmynd sem sló svona í gegn og vakti mikla lukku. Ég er dauðhrædd og hef ekki þorað að taka púlsinn á því hvort von er á börnum í bænum í maí. Ég verð að grafa mig lifandi ef það er ekki,“ segir Soffía og skellir upp úr. „Ég var búin að segja að það hlyti að verða að minnsta kosti 100 prósenta fjölgun frá maí í fyrra, þegar eitt barn fæddist eftir ástarvikuna.“ Soffía segir þó ástarvikuna fjarri huga bæjarbúa um þessar mundir. Þeir bíði eftir nið- urstöðum rannsóknarboranna í Óshlíð vegna jarðganga. Þær berist á næstu vikum: „Lykillinn að okkar björtu framtíð eru góðar samgöng- ur,“ segir Soffía og að þá skipti miklu máli að Vestfirðingar sameinist um eina leið. Þrátt fyrir að dýrara sé að fara úr Syðridal í Tungudal sé hún sú rétta. „Það skiptir engu máli að keyra tíu kílómetra lengri leið ef maður þarf ekki að byrja á því að líta til veðurs,“ segir hún og bendir á að verði aðrar leiðir fyrir valinu náist ekki að komast fyrir alla hættulegu kaflana á leiðinni og þó að kostnaðurinn sé meiri séu áhrifin mun fjölþættari: „Ef samgöngurnar verða lagaðar er til dæmis engin fyrirstaða fyrir sameiningu Ísafjarðar og Bolungarvíkur.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SOFFÍA VAGNSDÓTTIR Gæti þurft að grafa sig lifandi Soffía Vagnsdóttir, bæjarstjórnarmaður í Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.