Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 34
[ ] Mangó er ættaður frá Asíu og er einn vinsælasti suðræni ávöxturinn. Hann er ríkur af vítamínum, steinefnum og járni. Mangó er ávöxtur mangifera- trésins. Hann er upprunninn í Asíu, á svæði allt frá Indlandi austur til Filippseyja, og hefur verið borðaður í yfir 4.000 ár. Ávöxturinn hét upphaflega mankay sem merkir ávöxtur mangótrésins á tamílsku en orðið breyttist yfir í manga í meðförum Portúgala á nýlendutímanum. Þegar mangó er orðinn þrosk- aður hangir hann niður af löngum stöngli og getur orðið allt að 25 sentimetra langur og 2,5 kíló að þyngd. Þroskaður mangó er ýmist gulur, appelsínugulur eða rauður á lit, rauðastur á þeirri hlið sem snúið hefur til sólar en gulastur á þeirri sem hefur verið í skugga. Ef mangó er grænn er hann ekki orðinn nægilega þroskaður og þá er best að geyma hann á köldum og dimmum stað, þó ekki í ísskáp þar sem það hægir á þroskaferl- inu. Helmingur seldra suðrænna ávaxta í heiminum er mangó. Ýmis afbrigði eru til af ávextinum og er kjöt hans ýmist mjúkt svipað ofþroskuðum plómum eða þéttara og nokkuð líkt lárperum. Mangó- inn er um 15 prósent sykur, 1 pró- sent prótein og síðan hefur hann mikið magn steinefna, andoxunar- efna og vítamína svo sem A-, B- og C-vítamín. Einnig inniheldur hann mikið magn af járni og því er hann ráðlagður þeim sem þjást af blóð- leysi. MANGÓCHUTNEY 500 g mangó, afhýtt og skorið í teninga 200 g sykur 1 ½ dl vatn 1 ½ dl epla- eða hvítvínsedik 1-2 tsk. nigella 2 lárviðarlauf 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt ½ tsk. fínt rifinn engifer ¼ - ½ tsk cayennepipar (eða eftir smekk) Sykur, vatn og edik sett í pott og hitað varlega þar til sykurinn er leystur upp. Þá er allt hitt sett út í, hitað og látið malla við vægan hita í 25-30 mínútur. Sett á krukkur og geymt. TÆLENSKT MANGÓSALAT MEÐ RIST- UÐUM HNETUM 2 límónur 1 msk sojasósa (eða fiskisósa) 1 msk grófur sykur 1 lítill jalapeno, fræhreinsaður og saxaður smátt 2 msk. hnetuolía Salt eftir smekk 2 þroskuð mangó 2 paprikur (1 rauð og 1 gul), skornar í mjóar ræmur 1 meðalstór gulrót, röspuð gróft 2 vorlaukar, fínt skornir 125 ml söxuð fersk minta (eða kóríander) 2 l blandað salat 75 ml ristaðar hnetur, gróflega saxaðar Raspið börkinn af annarri límón- unni fínt og setjið í mæliglas ásamt 50 ml af límónusafa. Bland- ið sojasósu, sykri og jalapeno saman við og hrærið þar til sykur- inn er uppleystur. Hrærið hnetu- olíu að lokum út í og saltið eftir smekk. Afhýðið mangóið og skerið í mjóar ræmur. Setjið það í skál ásamt papriku, gulrót, vorlauki, mintu og blandið saman. Setjið salatið og mangóblönd- una í stóra skál, blandið salatsós- unni saman við og stráið að lokum hnetum yfir. Mangó fyrir blóðlausa Greip er vatnslosandi. Það getur verið gott fyrir þá sem eru með mikinn bjúg að borða greip eða drekka greipsafa. Er veisla í vændum? 1 flaska 750 ml innan við kr 453* 30 flöskur úr Ámunni = 13.590 kr *flaska + tappi + miði + hetta + 750 ml af þrúgu Sambærilegar léttvín frá ÁTVR 1250 kr flaskan 30 flöskur úr ÁTVR = 37.500 þú sparar 23.910 kr Skeifunni 11d - 108 Reykjavík - Sími: 533-1020 Reykjavíkurvegi 64 - 220 Hafnarfirði - Sími: 533-3070 www.aman.is SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Þetta ljúffenga kaffi vex í fjallshlíðum Tanzaníu nærri landamærum Kenya í Afríku. Kaffið hefur góða bragðfyllingu með ljúffengri angan sem minnir örlítið á Kenya kaffi en hefur örlítið lægra sýrustig. Einstakt eðalkaffi með fínlega stígandi töfra. Njótið vel ! Tanzanía AA Nú á kynningarverði í öllum sérverslunum Te og kaffi Kaffi mánaðarins Júlí - 2005 is ak w in th er .c om ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT F í t o n / S Í A 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.