Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 4
4 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR Nafn Erlendar Ó. Ólafssonar glermeist- ara misritaðist á síðu 4 í sérblaði um heimili sem fylgdi Fréttablaðinu í gær. Hann heitir Erlendur en ekki Erlingur og gleriðjan hans er á Laugarnesvegi 52 í Reykjavík. Hann og aðrir lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING INDLAND, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti landaði tíma- mótasamningi um kjarnorkumál í Indlandsheimsókn sinni í gær. Bush og indverski forsætisráð- herrann Manmohan Singh kynntu samninginn á blaðamannafundi, en samkvæmt honum er opnað fyrir alþjóðlegt eftirlit með flest- um kjarnorkuverum Indverja. Jafnframt tryggir samningurinn Indverjum aðgang að bandarískri kjarnorkutækni og -eldsneyti. Samningurinn var líka pólitísk- ur sigur fyrir Singh, sem sparaði heldur ekki stóru orðin. „Þetta er sögulegur áfangi,“ lýsti Singh yfir, standandi við hlið Bush í sólbök- uðum garði embættisbústaðar síns í Nýju-Delhí. Samningurinn felur í sér mikla stefnubreytingu af hálfu Banda- ríkjastjórnar, sem ákvað að beita Indverja viðskiptaþvingunum árið 1998, eftir að þeir framkvæmdu kjarnorkuvopnatilraunir upp á sitt eindæmi. Gagnrýnendur samningsins segja að með honum sé Banda- ríkjastjórn að nota Indland sem mótvægi við vaxandi pólitískan og efnahagslegan mátt Kína. Og þeir benda á að samningurinn sendi röng skilaboð til ráðamanna í Norður-Kóreu og Íran, en þeir hafa lengi þverskallast við að heimila alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuáætlunum sínum. Bush gaf lítið fyrir slíka gagn- rýni. „Það sem þessi samningur segir er að hlutirnir breytast, tím- arnir breytast – að forysta getur skipt sköpum,“ sagði hann. „Ég er að reyna að hugsa öðruvísi, og vera ekki fastur í fortíðinni.“ Samningurinn mun þurfa að hljóta samþykki beggja þjóðþinga til að öðlast gildi. Bush viður- kenndi strax að hann ætti þar erf- iðan slag fyrir höndum. Hann sagðist myndu segja þingmönnum á Bandaríkjaþingi að samskipti Bandaríkjanna og Indlands væru að breytast til hins betra og að það væri Bandaríkjunum í hag að eiga samvinnu við Indverja um kjarn- orkumál. Enn fremur sagði hann samninginn munu nýtast banda- rískum neytendum. Indverjar þyrftu á mikilli orku að halda í efnahagsuppbyggingu sinni og með því að auðvelda þeim að nýta kjarnorku drægi úr eftirspurn þeirra eftir jarðefnaeldsneyti. Þannig yrði bensínið ódýrara fyrir bandaríska neytendur en það ella yrði. Leiðtogarnir undirrituðu enn fremur samninga um margvíslegt annað samstarf og viðskipti ríkj- anna. Eftir heimsóknina til Indlands heldur Bush til Pakistans. „Hryðju- verkamenn og morðingjar munu ekki aftra mér frá því að fara til Pakistans,“ sagði Bush eftir að fréttir bárust af sjálfsmorðs- sprengjutilræði við ræðisskrif- stofu Bandaríkjanna í pakistönsku borginni Karachi í gær, sem varð fjórum manns að bana, þar á meðal bandarískum sendierindreka. audunn@frettabladid.is FORSETAR HEILSAST A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, tekur á móti bandarísku forseta- hjónunum í forsetahöllinni í Nýju-Delhí í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gerðu tímamótasamning um kjarnorkusamvinnu Í heimsókn sinni til Indlands gerði Bandaríkjaforseti tímamótasamning um samvinnu á sviði kjarnorku- mála. Gagnrýnendur segja samninginn grafa undan alþjóðasamningi gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. EKKI ALLIR SÁTTIR Margir Indverjar mót- mæltu komu Bandaríkjaforseta. Hér eru brennd líkneski af indverska forsætisráð- herranum Singh og Bush forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 2.3.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 65,48 65,8 Sterlingspund 114,42 114,98 Evra 78,1 78,54 Dönsk króna 10,467 10,529 Norsk króna 9,746 9,804 Sænsk króna 8,249 8,297 Japanskt jen 0,5631 0,5663 SDR 94,26 94,82 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 109,8133 OFBELDI Nefnd sem endurskoðar lög um meðferð opinberra mála hugar jafnframt að sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglunn- ar, þar á meðal um notkun tálbeitu við að upplýsa afbrot. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Hann sagði að engin lög væru um slíkar aðferðir og styðjast yrði við almennar réttar- öryggisreglur. Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, tók málið upp og vís- aði til umfjöllunar Kompáss í sjón- varpi NFS. Þar hefðu 83 karlar svarað auglýsingu frá 13 ára gam- alli stúlku sem notuð var sem tál- beita. Taldi Björgvin að umfjöll- unin hefði sýnt vel eftirspurn full- orðinna karla eftir kynferðissam- bandi við börn. Hann spurði dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að veita lögreglunni heimild til að ná til barnaníðinga með tál- beitum. Dómsmálráðherra svaraði að lögreglan hefði í raun heimild til þess að nota tálbeitu. „Verður lög- regla að fara með ýtrustu gát noti hún virka tálbeitu til að upplýsa mál.“ Taldi ráðherrann að torvelt yrði að setja reglur um notkun tál- beitna og hentugra gæti reynst að fá ríkissaksóknara til að móta þær. - jh KYNLÍFSÞJÓNUSTA AUGLÝST Á NETINU Björgvin G. Sigurðsson þingmaður telur að tilraun NFS með tálbeitu sýni vel eftirspurn karla eftir kynferðissambandi við börn. Torvelt er að setja lög um notkun tálbeitna segir dómsmálaráðherra á þingi: Barnaníðingar tálbeittir HEILBRIGÐISMÁL Formaður Lækna- félags Íslands, Sigurbjörn Sveins- son, leggur áherslu á að vandi sem uppi er meðal lækna vegna þagn- arskyldu ann- ars vegar og aðstoðar við burðardýr fíkniefna hins vegar, verði leystur á grundvelli siðareglna lækna og í samræmi við vilja löggjaf- ans. Staðgengill yfirlæknis á bráðamóttöku Land- spítalans, Elísabet Benedikz, sagði í Fréttablaðinu í gær að nauðsyn- legt væri að setja skýrar leiðbein- ingar um málið. Hún sagði lækna vilja uppfylla þagnarskylduna, en þeir vilji ekki brjóta lög. „Þessi sjónarmið eru í meginat- riðum meðal þeirra sjónarmiða sem ég haf haldið fram,“ segir Sigurbjörn. „Mjög eðlilegt er að læknar reyni að ná samáliti um viðbrögð sín á slysa- og bráðamót- töku. Ef það þarf einhvern utanað- komandi til þess, þá er allt í góðu lagi með það.“ -jss SIGURBJÖRN SVEINS- SON Vandinn verði leystur á grundvelli siðareglna lækna. Burðardýr fíkniefna: Læknarnir nái samáliti Gleymdi að kaupa Kaupás hf. var sýknað fyrir Hæstarétti af kröfum fyrrum starfsmannastjóra vegna kaupréttar á hlutafé í fyrirtækinu. Fór hann fram á skaðabætur þar sem engin urðu kaupin en rétturinn taldi að manninum ætti að hafa verið ljóst hvenær hann hefði getað nýtt sér umræddan kauprétt og sýknaði fyrirtækið. DÓMSMÁL ÍTALÍA, AP Dómsmálaráðherra Ítalíu kvartaði undan því í gær að sak- sóknarar í Mílanó beittu sig nú þrýstingi um að fara fram á að Bandaríkin framseldu menn sem grunaðir eru um að vera njósnarar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Saksóknararnir hafa sakað 22 Bandaríkjamenn um að hafa rænt egypskum klerki á götu í Mílanó árið 2003, flutt hann til Þýskalands og síðan til Egyptalands, þar sem hann hafi verið pyntaður. Aðalsak- sóknari Mílanó segir að beiðni þeirra til ráðherrans sé sam- kvæmt ítölskum lögum og að hún hafi verið send fyrir fjórum mán- uðum. - smk Ítalskir saksóknarar: Vilja CIA-njósn- ara framselda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.