Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 Food Taxi.is THE ULTIMATE IN HOME DELIVERY coming soon  Suður-afrísk vín sækja fram með hverju árinu en aðeins tíu ár eru síðan þau urðu almennt fáanleg á Vestur- löndum eftir að viðskiptabanninu vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar lauk. Undanfarin ár hafa nokkur suður- afrísk vín fengist hér á Íslandi og hafa þau fengið mjög góðar viðtökur og verið á góðu verði, sérstaklega hafa nokkra ára gömul þroskuð vín verið á hagstæðu verði. Flest suður-afrísk vín eru það sem kallað er „víngerðar- mannadraumur“, það er vín sem eru blönduð af ýmsum ekrum og bera sterk einkenni víngerðarmannanna. Fleur du Cap er þar engin undantekn- ing. Framleiðandi Fleur du Cap er Bergkelder, sem þýða má sem „Fjallakjallarinn“, og er það eitt elsta og helsta húsið í Suður-Afríku. Helsta stolt fyrirtækisins er móðurekran þar sem vínviður er ræktaður og ræturnar fluttar til vínbænda í strandhéruðum Höfðastrandar. Besta uppskera þeirra vínekra er síðan notuð í vín Bergkelder og fer vínframleiðslan fram í bænum Stellenbosch í einu tæknivæddasta vínhúsi sem finnst á suðurhvelinu. Þroskaferlið fer fram í kjöllurum og hellum þar sem hiti og raki er stöðug- ur. Vínið er síðan flutt í flöskukjallara þar sem það er geymt þar til réttum aldri er náð. FLEUR DU CAP: Höfugt höfðavín á afrískum dögum FLEUR DU CAP MERLOT Vínið hefur hlotið verðlaun nýlega á tveimur stórum vínsýningum í Kanada, á Intervin og á Ottawa Food and Wine Show. Þessi verðlaun eru mikill heiður fyrir víngerðarmanninn, Coenie Snyman. Þetta verða að telj- ast mjög góð kaup. Kynningarverð á afrískum dögum 1.190 kr. FLEUR DU CAP CHARDONNAY Vínið er að hluta til látið þroskast í tunnum og að hluta í tönkum. Það er ávaxtaríkt og fremur fínlegt og á að drekka það frekar ungt. Kynningarverð á afrískum dögum 1.090 kr. N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Vínþjónasamtök Íslands (VSÍ) standa hinn 18. mars næst- komandi fyrir vínþjónakeppni þar sem þemað er Evrópa. Í tilefni þess verða undirbún- ingsnámskeið fyrir keppendur og áhugasama dagana 6. til 7. og 13. til 14. mars. Námskeiðið fer fram í fundarsal Perlunnar. „Námskeiðið er opið öllum en til að taka þátt í mótinu verður viðkomandi að vera með- limur í VSÍ,“ segir Þorleifur Sigurbjörnsson, einn af skipu- leggjendum námskeiðsins. Farið verður yfir blindsmökk- un á vínum, umhellingu, fram- reiðslu kampavíns og samsetn- ingu á mat og víni, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðin hefjast öll klukkan 10.00 og standa yfir í um klukku- stund. Þátttökugjald er 1.500 kr. og er keppnisgjaldið innifalið. Til að fá nánari upplýsingar og skrá sig er hægt að hringja í Þorleif í síma 891-7091. Námskeið vínþjóna 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.