Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006
Food Taxi.is
THE ULTIMATE IN HOME DELIVERY
coming soon
Suður-afrísk vín sækja fram með
hverju árinu en aðeins tíu ár eru síðan
þau urðu almennt fáanleg á Vestur-
löndum eftir að viðskiptabanninu
vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar
lauk. Undanfarin ár hafa nokkur suður-
afrísk vín fengist hér á Íslandi og hafa
þau fengið mjög góðar viðtökur og
verið á góðu verði, sérstaklega hafa
nokkra ára gömul þroskuð vín verið
á hagstæðu verði. Flest suður-afrísk
vín eru það sem kallað er „víngerðar-
mannadraumur“, það er vín sem eru
blönduð af ýmsum ekrum og bera
sterk einkenni víngerðarmannanna.
Fleur du Cap er þar engin undantekn-
ing.
Framleiðandi Fleur du Cap er
Bergkelder, sem þýða má sem
„Fjallakjallarinn“, og er það eitt elsta
og helsta húsið í Suður-Afríku. Helsta
stolt fyrirtækisins er móðurekran þar
sem vínviður er ræktaður og ræturnar
fluttar til vínbænda í strandhéruðum
Höfðastrandar. Besta uppskera þeirra
vínekra er síðan notuð í vín Bergkelder
og fer vínframleiðslan fram í bænum
Stellenbosch í einu tæknivæddasta
vínhúsi sem finnst á suðurhvelinu.
Þroskaferlið fer fram í kjöllurum og
hellum þar sem hiti og raki er stöðug-
ur. Vínið er síðan flutt í flöskukjallara
þar sem það er geymt þar til réttum
aldri er náð.
FLEUR DU CAP:
Höfugt höfðavín á afrískum dögum
FLEUR DU CAP MERLOT
Vínið hefur hlotið verðlaun nýlega
á tveimur stórum vínsýningum í
Kanada, á Intervin og á Ottawa Food
and Wine Show. Þessi verðlaun eru
mikill heiður fyrir víngerðarmanninn,
Coenie Snyman. Þetta verða að telj-
ast mjög góð kaup. Kynningarverð
á afrískum dögum 1.190 kr.
FLEUR DU CAP CHARDONNAY
Vínið er að hluta til látið þroskast í tunnum
og að hluta í tönkum. Það er ávaxtaríkt og
fremur fínlegt og á að drekka það frekar
ungt. Kynningarverð á afrískum dögum
1.090 kr.
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›
Vínþjónasamtök Íslands (VSÍ)
standa hinn 18. mars næst-
komandi fyrir vínþjónakeppni
þar sem þemað er Evrópa. Í
tilefni þess verða undirbún-
ingsnámskeið fyrir keppendur
og áhugasama dagana 6. til 7.
og 13. til 14. mars.
Námskeiðið fer fram í fundarsal
Perlunnar. „Námskeiðið er opið
öllum en til að taka þátt í mótinu
verður viðkomandi að vera með-
limur í VSÍ,“ segir Þorleifur
Sigurbjörnsson, einn af skipu-
leggjendum námskeiðsins.
Farið verður yfir blindsmökk-
un á vínum, umhellingu, fram-
reiðslu kampavíns og samsetn-
ingu á mat og víni, svo eitthvað sé
nefnt.
Námskeiðin hefjast öll klukkan
10.00 og standa yfir í um klukku-
stund. Þátttökugjald er 1.500 kr.
og er keppnisgjaldið innifalið. Til
að fá nánari upplýsingar og skrá
sig er hægt að hringja í Þorleif í
síma 891-7091.
Námskeið
vínþjóna
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6