Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 6
6 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LY F 31 59 4 0 3/ 20 06 Allar vörur í Heil og Sæl færðu hjá okkur KJÖRKASSINN Er þörf fyrir íslenskt sendiráð á Indlandi? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu fylgjandi byggingu álvers við Húsavík? Segðu þína skoðun á visir.is KJARNORKA, AP Fulltrúar stærstu ríkja Evrópusambandsins; Bret- lands, Frakklands og Þýskalands, munu funda með Írönum í Vín í dag varðandi kjarnorkuáætlun þeirra. Viðræðum Írana og Rússa um sameiginlega auðgun úrans í Rússlandi lauk á miðvikudag án þess að dagsetning væri sett fyrir áframhaldandi fundi. Rússar hafa farið fram á að Íranar hætti allri auðgun úrans á heimavelli, en Íranar hafa ekki orðið við þeirri beiðni. ESB-tengslahópurinn mun væntanlega fara fram á hið sama í dag. Íranar óskuðu eftir fundinum með ESB-tengslahópnum, en á mánudag mun Alþjóðakjarnorku- málastofnunin, IAEA, funda um kjarnorkuáætlun Írans. Íranar halda því fram að öll kjarnorku- vinnsla þeirra sé eingöngu í frið- samlegum tilgangi, en stjórn IAEA leggur ekki fullan trúnað á það. Í janúar samþykkti hún að vísa málum Írans til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, en gaf þeim þó frest fram á mánudag til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sagði í gær að enn væri tími til að ná samkomulagi innan IAEA um kjarnorkuáætlun Írana. Þessu samkomulagi væri best náð með samningaviðræðum. - smk Íranar funda með tengslahópi Evrópusambandsins í dag: Kjarnorkumál undir smásjá KJARNORKA Bushehr-kjarn- orkustöðin í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL „Að komast í hóp bestu háskóla tel ég raunhæft markmið og í rauninni nauðsynlegt til að viðhalda þeim uppgangi sem hér ríkir í þjóðfélaginu,“ segir Þor- steinn Loftsson, prófessor og deildarforseti Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Um það er hann sammála Ein- ari Sigurbjörnssyni, deildarfor- seta Guðfræðideildar, að markmið það sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, hefur sett skól- anum næstu árin sé raunhæft; að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum. Þorsteinn segir fjármagn standa þessu markmiði fyrir þrif- um. „Launagreiðslur eru 90 pró- sent kostnaðar í deildunum og framlög hafa ekki fylgt launaþró- un og svigrúmið er ekkert. Það er tillit tekið til margra hluta þegar háskólar eru metnir og Háskóli Íslands er þar ekki mikill eftirbát- ur á mörgum sviðum. Þessu mark- miði er hægt að ná með því að búa til sérstaka hernaðaráætlun þar sem þetta er markmiðið og kvika ekki af þeirri braut. Fáist stjórn- völd til að aðstoða okkur er allt hægt í þessum málum.“ Kollegi Þorsteins, Einar Sigur- björnsson, deildarforseti Guð- fræðideildar, tekur undir orð Þor- steins. „Þetta er ekki jafn fjarlægt og margur mætti ætla. Deildir innan Háskóla Íslands eru mjög framarlega og hróður þeirra bor- ist víða. Samfélagið gerir kröfu um að Háskólinn sé framarlega í sínum flokki og með auknu fjár- magni og stuðningi liggur leiðin aðeins upp á við frá því sem nú er.“ Hvorugir telja að upptaka skólagjalda sé endilega svarið við fjárhagsvanda skólans og gengur Þorsteinn svo langt að segja að umræða um þau sé hreinn leikara- skapur. „Stjórnmálamennirnir vísa þessu til Háskólans. Að við eigum að taka ákvörðunina um upptöku skólagjalda eður ei og þetta gera þeir með því að svelta okkur fjárhagslega. Erlendis eru framlög til ríkisskóla hærri en framlög til einkaskóla þar sem einkaskólarnir geta leyft sér að taka skólagjöld að auki en hér er þetta öfugt. Ég tel einsýnt að ákvörðunin um upptöku skóla- gjalda verður að vera á Alþingi ef af verður.“ albert@frettabladid.is ÞORSTEINN LOFTSSON Ekki sé verið að byggja loftkastala með skýrri stefnu um að komast í hóp bestu háskóla heimsins. EINAR SIGUR- BJÖRNSSON Form- legar umræður um skólagjöld hafa ekki farið fram innan guðfræði- deildar enn sem komið er. Fjárskortur stendur skólanum fyrir þrifum Markmið Háskóla Íslands að komast í fremstu röð er ekki einungis lofsvert heldur beinlínis nauðsynlegt að mati deildarforseta við skólann. KJARAMÁL „Þetta er mitt fyrsta barn og sú hjálp og aðstoð sem ég hef fengið er ómetanleg fyrir utan það öryggi sem það veitir að vita af henni,“ segir Díana Guð- jónsdóttir, sem eignaðist stúlku- barn þann 27. febrúar síðastlið- inn. Hún var komin til síns heima rúmum sólarhring eftir fæðing- una undir umsjón ljósmóður en það stendur nýbökuðum mæðrum ekki lengur til boða vegna kjara- deilu ljósmæðra og Trygginga- stofnunar. Ber mikið í milli og varð eng- inn árangur af fundi aðila á milli í gær þó kröfur ljósmæðranna séu aðeins fimmtán milljónum króna frá hæsta tilboði á ársgrundvelli. Meðan ekki semst verða afleið- ingarnar þær að mæður verða að dvelja lengur á sjúkrastofnun eftir fæðingu og búa læknar á barnadeild sig undir örtröð vegna þessa samkvæmt heimildum blaðsins enda kýs meirihluti mæðra að fara sem fyrst heim að fæðingu lokinni og stærð vöku- deilda spítalanna tekur mið af því. Að sögn Unnar Friðriksdóttur, varaformanns Ljósmæðrafélags Íslands, hafa þær lengi setið eftir í kjörum og segir kröfur félags- manna eðlilegar. „Við erum ekki að fara fram á neitt yfirgengilegt heldur aðeins að halda í við aðra hópa í þjóðfélaginu en það þykir of mikið.“ - aöe ÓMETANLEG HJÁLP Kristín Nielsen ljós- móðir heldur á nýfæddri dóttur Díönu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kjaradeila ljósmæðra og Tryggingastofnunar í hnút: Mæður verða lengur á spítala Ekið á ljósastaur Fólksbifreið var ekið á ljósastaur á Fitjum á Suðurnesj- um. Hlaut ökumaðurinn minni háttar meiðsl en bíllinn er mikið skemmdur. Stuldur á bíl Bifreið af gerðinni Toyota Hilux var stolið í Grindavík. Lýsir lögreglan í Keflavík eftir vitnum eða öðrum sem upplýsingar hafa. LÖGREGLUFRÉTTIR Skandinavar heim Sameinuðu þjóð- irnar hafa beðið alla starfsmenn sína af skandinavskum uppruna um að yfirgefa Vesturbakkann vegna hótana sem borist hafa um líf og heilsu skandinavískra erindreka. Danskir fjölmiðlar telja að hótanirnar séu til komnar vegna skopt- eikningnanna af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum. VESTURBAKKINN DANMÖRK Grundfos, eitt stærsta fyrirtæki Danmerkur, útilokar ekki að flytja starfsemi sína frá landinu. Ástæðan er meðal annars ummæli Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að sum dönsk fyrirtæki hafi tekið fjár- hagslega hagsmuni fram yfir mál- frelsið í kjölfar mótmælanna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í viðtali við stjórnarformann fyrirtækisins í Berlingske tidende í gær. En hann hefur áður sagst vera mótfallinn birtingu teikninganna. Í dag starfa um fimm þúsund manns hjá Grundfos í Danmörku. - ks Ósáttir við forsætisráðherra: Grundfos íhug- ar að flytja sig DÓMSMÁL Íslenska ríkið skal greiða manni er varð fyrir vinnuslysi við störf sín fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli rúmar 1,4 milljónir í bætur samkvæmt dómi Hæstarétt- ar í gær. Slysið varð með þeim hætti að vinnufélagi mannsins ók lyftara á hann og vinnufélaginn sýndi þannig af sér gáleysi sem vinnuveitandinn beri ábyrgð á. Fellur kostnaður á íslenska ríkið samkvæmt varnar- samningi Íslands og Bandaríkjanna þó mennirnir hafi verið við störf fyrir varnarliðið. - aöe Ríkið dæmt skaðabótaskylt: Fær rúmlega milljón í bætur PARÍS, AP Frönsk yfirvöld tilkynntu í gær að ellefu ný tilfelli af H5N1 fuglaflensunni hefðu fundist þar í landi. Um var að ræða hegra, önd og níu svani. Landbúnaðarráðherra Serbíu tilkynnti einnig að bráðabirgða- rannsóknir sýndu að dauðir svanir í norðvesturhluta landsins hefðu drepist úr H5 veirunni. Jafnframt fundust tveir tugir fugla til við- bótar í Svíþjóð, sem talið er að hafi drepist úr fuglaflensu. Enn sem komið er virðist fólk þurfa að handleika sýkta fugla til að smitast af veirunni, en síðan árið 2003 hafa rúmlega 90 manns látist úr henni í Asíu og Tyrk- landi. - smk Fuglaflensan: Finnst á ný í Frakklandi FRANSKIR SVANIR Frönsk yfirvöld fylgjast nú grannt með fuglum þar í landi. MOSKVA, AP Aðalsaksóknari Rúss- lands tilkynnti í gær að hann hefði farið fram á að Bretar framseldu auðkýfinginn Boris Berezovsky sem ákærður hefur verið fyrir til- raun til valdaráns. Berezovsky hefur verið í sjálf- skipaðri útlegð í Bretlandi síðan árið 2003, en hann var mikill stuðn- ingsmaður Borisar Jeltsín. Í við- tali við rússneska útvarpsstöð, sem útvarpað var í janúar, sagðist Berezovsky vera að vinna að því að steypa rússnesku ríkisstjórn- inni af stóli með valdi. Verði hann fundinn sekur, getur hann átt von á allt að 20 ára fangelsi. - smk Auðkýfingur ákærður: Rússar krefjast framsals HÁSKÓLI ÍSLANDS Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, vill að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.