Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 13
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 – íslensk sókn um allan heim w w w . a v i o n g r o u p . i s Vi› erum farin – en komum aftur á sunnudag Í dag fl‡gur Avion Group me› 580 manns úr hópi starfsmanna sinna út í óvissuna í anna› sinn. Eimskip og Air Atlanta Icelandic munu halda úti allri fljónustu á me›an en fló gæti fletta haft lítilsháttar áhrif og bi›jum vi› vi›skiptavini velvir›ingar á flví. Me› bestu kve›jum og fyrirfram flökk fyrir skilning og flolinmæ›i vegna óvissufer›arinnar. Starfsfólk Avion Group H im in n o g h a f / S ÍA INNFLYTJENDUR Íbúum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt í Hafnarfirði á undanförnum árum. Bæjaryfirvöld stóðu fyrir kynningu á dögunum á þjónustu sem þessum hópi stendur til boða og áætlun um hvernig megi auka hana enn frekar. Kynningin fór fram í pólsku versluninni Stokrotka þar í bæ. Í lok árs 2004 var komið á fót samráðshópi um málefni inn- flytjenda í Hafnarfirði sem skip- aður var ýmsum fulltrúum félags- og menningarmála. Hóp- urinn hefur síðan komið fram með ýmsar hugmyndir og ein þeirra, íslenskunám í samvinnu við hafnfirsk fyrirtæki, er þegar orðin að veruleika. Gefinn hefur verið út upplýs- ingabæklingur um þjónustu bæj- arins á fimm tungumálum og Hafnarfjarðarbær hefur gert þjónustusamning við Alþjóðahús þar sem vikulega er boðið upp á viðtalstíma ráðgjafa og lögfræð- ings. Nú er unnið að uppsetningu fjölmenningarlegrar leiksýning- ar og heimildarmyndar um stöðu og réttindi nýbúa í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði búa ríflega 1.000 manns af erlendum uppruna. Fjölmennastir eru Pólverjar en einnig búa þar margir frá Eystra- saltslöndunum, löndum fyrrver- andi Júgóslavíu og Filippseyj- um. - shá Hafnarfjarðarbær sinnir málefnum innflytjenda: Bæta þjónustu við nýbúa FRÁ KYNNINGU ÞJÓNUSTUÁÆTLUNAR Nýbúum í Hafnarfirði hefur fjölgað mikið. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri situr hér í öndvegi og ræðir málin. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SVEITASTJÓRNARMÁL Listi framfara- sinnaðra kjósenda í Garðinum, F- listinn, hefur kynnt framboðslista sinn vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga. Í efstu fjórum sætunum eru Ingimundur Þ. Guðnason, Einar Jón Pálsson, Ágústa Ágústsdóttir og Gísli Heiðarsson. F-listinn hefur leitt meirihlut- ann í Garði og hefur stefna hans verið að byggja upp betri þjón- ustu í sveitarfélaginu samhliða því að fegra og snyrta umhverfið. Í tilkynningu frá listanum kemur einnig fram að Sigurður Jónsson, núverandi bæjarstjóri, verður- bæjarstjóraefni F-listans. - sdg Sveitarstjórnarmál: Framboðslisti F-lista í Garði MENNTAMÁL Stúdentar við Háskóla Íslands hafna upptöku skólagjalda í meistaranámi, en viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild skól- ans hafa farið fram á slíka gjald- töku af nemendum. Ásgeir Runólfsson hjá Stúd- entaráði HÍ segir að skólagjöld skerði jafnrétti til náms og séu ekki líkleg til þess að efla mennta- sókn í íslensku samfélagi. „Íslenskt samfélag stefnir að því að verða þekkingarsamfélag í fremstu röð og við verðum að tryggja að sem flestir afli sér meistaragráðu. Upptaka skóla- gjalda er hápólitískt mál, en með óbreyttri fjármögnun kemst HÍ ekki í fremstu röð.“ - jh Stúdentar vilja auka veg HÍ: Skólagjöld eru hápólitískt mál HÁSKÓLI ÍSLANDS SAMFÉLAGSMÁL Hver Grundfirð- ingur sem fæðist mun fá væna gjöf frá bæjaryfirvöldum en til- laga þar að lútandi var samþykkt í vikunni á fundi bæjarstjórnar. „Markmiðið er ekki að hvetja til barneigna eins og gert hefur verið í nokkrum minni sveitarfé- lögum heldur aðeins verið að bjóða nýja Grundfirðinga velkomna í samfélagið okkar,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. Tveir Grundfirðingar hafa fæðst á árinu og eiga þeir von á pakka með barnafötum og fleiru að sögn bæjarstjóra. Hugmyndin er fengin frá Finnlandi en þar fá nýfæddir þegnar gjöf frá ríkinu. - jse Bæjarstjórn Grundarfjarðar: Sængurgjöf frá bænum KÍNA, AP Yfirvöld í Peking hafa hleypt af stokkunum herferð gegn hrákum. Herferðin er liður í undir- búningi Ólympíuleikanna sem fram fara í kínversku höfuðborginni árið 2008. Kínverska ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að spýt- ingar á almannafæri séu „alvarleg- asti ósiðurinn“ sem tíðkist meðal borgarbúa. Næstmesta plágan telst vera að henda rusli á götuna og villuráfandi gæludýr sú þriðja. Til að mæta hráka- og snýtinga- plágunni verður her sjálfboðaliða á vappi úti um alla borg, íklæddur skærappelsínugulum einkennis- búningum með áletruninni „hor“, með hrákapoka til taks fyrir veg- farendur. ■ Ólympíutiltekt í Peking: Herferð gegn hrákum HOWARD Í TÍU ÁR Lögregla fylgist með mótmælum gegn ástralska forsætisráð- herranum John Howard í Sydney í gær, er þess var minnst að hann hefur setið samfellt í tíu ár við stjórnvölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.