Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 – íslensk sókn um allan heim w w w . a v i o n g r o u p . i s Vi› erum farin – en komum aftur á sunnudag Í dag fl‡gur Avion Group me› 580 manns úr hópi starfsmanna sinna út í óvissuna í anna› sinn. Eimskip og Air Atlanta Icelandic munu halda úti allri fljónustu á me›an en fló gæti fletta haft lítilsháttar áhrif og bi›jum vi› vi›skiptavini velvir›ingar á flví. Me› bestu kve›jum og fyrirfram flökk fyrir skilning og flolinmæ›i vegna óvissufer›arinnar. Starfsfólk Avion Group H im in n o g h a f / S ÍA INNFLYTJENDUR Íbúum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt í Hafnarfirði á undanförnum árum. Bæjaryfirvöld stóðu fyrir kynningu á dögunum á þjónustu sem þessum hópi stendur til boða og áætlun um hvernig megi auka hana enn frekar. Kynningin fór fram í pólsku versluninni Stokrotka þar í bæ. Í lok árs 2004 var komið á fót samráðshópi um málefni inn- flytjenda í Hafnarfirði sem skip- aður var ýmsum fulltrúum félags- og menningarmála. Hóp- urinn hefur síðan komið fram með ýmsar hugmyndir og ein þeirra, íslenskunám í samvinnu við hafnfirsk fyrirtæki, er þegar orðin að veruleika. Gefinn hefur verið út upplýs- ingabæklingur um þjónustu bæj- arins á fimm tungumálum og Hafnarfjarðarbær hefur gert þjónustusamning við Alþjóðahús þar sem vikulega er boðið upp á viðtalstíma ráðgjafa og lögfræð- ings. Nú er unnið að uppsetningu fjölmenningarlegrar leiksýning- ar og heimildarmyndar um stöðu og réttindi nýbúa í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði búa ríflega 1.000 manns af erlendum uppruna. Fjölmennastir eru Pólverjar en einnig búa þar margir frá Eystra- saltslöndunum, löndum fyrrver- andi Júgóslavíu og Filippseyj- um. - shá Hafnarfjarðarbær sinnir málefnum innflytjenda: Bæta þjónustu við nýbúa FRÁ KYNNINGU ÞJÓNUSTUÁÆTLUNAR Nýbúum í Hafnarfirði hefur fjölgað mikið. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri situr hér í öndvegi og ræðir málin. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SVEITASTJÓRNARMÁL Listi framfara- sinnaðra kjósenda í Garðinum, F- listinn, hefur kynnt framboðslista sinn vegna komandi sveitar- stjórnarkosninga. Í efstu fjórum sætunum eru Ingimundur Þ. Guðnason, Einar Jón Pálsson, Ágústa Ágústsdóttir og Gísli Heiðarsson. F-listinn hefur leitt meirihlut- ann í Garði og hefur stefna hans verið að byggja upp betri þjón- ustu í sveitarfélaginu samhliða því að fegra og snyrta umhverfið. Í tilkynningu frá listanum kemur einnig fram að Sigurður Jónsson, núverandi bæjarstjóri, verður- bæjarstjóraefni F-listans. - sdg Sveitarstjórnarmál: Framboðslisti F-lista í Garði MENNTAMÁL Stúdentar við Háskóla Íslands hafna upptöku skólagjalda í meistaranámi, en viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild skól- ans hafa farið fram á slíka gjald- töku af nemendum. Ásgeir Runólfsson hjá Stúd- entaráði HÍ segir að skólagjöld skerði jafnrétti til náms og séu ekki líkleg til þess að efla mennta- sókn í íslensku samfélagi. „Íslenskt samfélag stefnir að því að verða þekkingarsamfélag í fremstu röð og við verðum að tryggja að sem flestir afli sér meistaragráðu. Upptaka skóla- gjalda er hápólitískt mál, en með óbreyttri fjármögnun kemst HÍ ekki í fremstu röð.“ - jh Stúdentar vilja auka veg HÍ: Skólagjöld eru hápólitískt mál HÁSKÓLI ÍSLANDS SAMFÉLAGSMÁL Hver Grundfirð- ingur sem fæðist mun fá væna gjöf frá bæjaryfirvöldum en til- laga þar að lútandi var samþykkt í vikunni á fundi bæjarstjórnar. „Markmiðið er ekki að hvetja til barneigna eins og gert hefur verið í nokkrum minni sveitarfé- lögum heldur aðeins verið að bjóða nýja Grundfirðinga velkomna í samfélagið okkar,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri. Tveir Grundfirðingar hafa fæðst á árinu og eiga þeir von á pakka með barnafötum og fleiru að sögn bæjarstjóra. Hugmyndin er fengin frá Finnlandi en þar fá nýfæddir þegnar gjöf frá ríkinu. - jse Bæjarstjórn Grundarfjarðar: Sængurgjöf frá bænum KÍNA, AP Yfirvöld í Peking hafa hleypt af stokkunum herferð gegn hrákum. Herferðin er liður í undir- búningi Ólympíuleikanna sem fram fara í kínversku höfuðborginni árið 2008. Kínverska ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að spýt- ingar á almannafæri séu „alvarleg- asti ósiðurinn“ sem tíðkist meðal borgarbúa. Næstmesta plágan telst vera að henda rusli á götuna og villuráfandi gæludýr sú þriðja. Til að mæta hráka- og snýtinga- plágunni verður her sjálfboðaliða á vappi úti um alla borg, íklæddur skærappelsínugulum einkennis- búningum með áletruninni „hor“, með hrákapoka til taks fyrir veg- farendur. ■ Ólympíutiltekt í Peking: Herferð gegn hrákum HOWARD Í TÍU ÁR Lögregla fylgist með mótmælum gegn ástralska forsætisráð- herranum John Howard í Sydney í gær, er þess var minnst að hann hefur setið samfellt í tíu ár við stjórnvölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.