Fréttablaðið - 27.03.2006, Page 10

Fréttablaðið - 27.03.2006, Page 10
10 27. mars 2006 MÁNUDAGUR NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Breyting frá Arctic Trucks ÆVINTÝRI LÍKASTUR Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.070 .000 kr. Verðið á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei verið hagstæðara. Þessi skemmtilegi jeppi er blanda af krafti alvöru fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman er ævintýri líkust og hefur slegið eftirminnilega í gegn. Líttu inn og berðu hetjuna augum! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 2 3 Þorskhnakkar-Laxafiðrildi-Túnfiskur Laxaflök-Þorskflök-Risarækja Ýsa í Raspi 899kr/kg Ýsa í Sósu 899kr/kg Forréttahlaðborð-Kartöfluréttir-Surimi Reyktur silungur-Harðfiskur-Ís Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 s: 587-5070 VORI FAGNAÐ Hann virðist skemmta sér konunglega, vörðurinn sem fylgdist með þessum afar litríku fígúrum á stultum á vorhátíð í Varsjá í Póllandi í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Lögreglan í Finnlandi telur sig hafa handtekið fyrsta raðmorðingjann, sem vitað er um í Finnlandi. Talið er að 30 ára gam- all maður, sem grunaður er um að hafa myrt 54 ára gamlan sambýl- ismann sinn, hafi framið tvö önnur morð. Í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter kemur fram að sá myrti hafi látist af of stórum lyfja- skammti. Sá myrti hafði sótt um skilnað eftir að hann uppgötvaði að hinn grunaði hefði rænt af honum peningum en dregið umsókn sína til baka. Sá grunaði er eini erfing- inn að auðæfum þess myrta en sjálfur er hann eignalaus. Þegar lögreglan fór að rann- saka málið kom í ljós að sá grunaði tengdist öðrum svipuðum manns- látum en tveir menn létu lífið með stuttu millibili í íbúð hans fyrir tíu árum. Báðir létust þeir af of stór- um lyfjaskammti. Grunur beind- ist einhverra hluta vegna aldrei að manninum en í báðum tilfellum hafði hann hringt á sjúkrabíl. Hann er talinn hafa falsað lyf- seðla. Óttast er að sá grunaði hafi enn fleiri morð á hommum á sam- viskunni. Verið er að rannsaka feril hans árin 1997-2005 en hann hefur einkum dvalist í Tampere og Helsinki. - ghs Í HELSINKI Maðurinn er grunaður um að hafa myrt þrjá elskendur sína með of stórum lyfjaskammti. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTINN Finnska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um raðmorð: Talinn hafa myrt þrjá menn SEATTLE, AP Vopnaður maður réðst inn í heimahús í Seattle í fyrra- kvöld og myrti þar sex manns, særði tvo og drap síðan sjálfan sig þegar lögreglumaður var kominn á staðinn. Maðurinn hafði verið í veislu í húsinu, en var nýfarinn árla morguns þegar hann sneri aftur vopnaður byssu. Ungt fólk, flest um tvítugt, hafði slegið upp partíi í húsinu í beinu framhaldi af danshátíð þar sem þemað var „uppvakningar“. Fórnarlömbin voru flest mikið máluð og með litað hár til að líkj- ast uppvakningum. Partíið var að fjara út þegar voðaverkin voru framin. Lögreglan í Seattle segir þetta vera verstu fjöldamorð sem hafa átt sér stað í borginni frá því árið 1983 þegar 13 manns voru myrtir í árás á spilavíti. Aðkoman var skelfileg. Í stof- unni fann lögreglan þrjú lík, eitt við útidyrnar og annað á útitröpp- unum. Einn gestanna lést á sjúkra- húsi, þar sem annar gestur úr veislunni liggur enn lífshættulega særður og sá þriðji er særður, en þó ekki lífshættulega. Morðinginn var tæplega þrí- tugur, flutti í hverfið fyrir fimm árum og hefur ekki verið þekktur fyrir ofbeldi. Kerlikowske lög- reglustjóri sagði hann hafa verið „hljóðlátan og hógværan“ mann. Honum hafði verið boðið í partí- ið, en stuttu eftir að hann fór um sjöleytið að morgni sneri hann við og sprautaði orðið „NOW“, eða „núna“ bæði á stéttina og á tröppur í næsta húsi. Síðan réðst hann inn í húsið og skaut af byssu sinni. Hann reyndi að komast inn á baðherbergi á efri hæðinni, þar sem ungt par hafði falið sig, og skaut þá í gegnum dyrnar. Þau sluppu ómeidd. Cesar Clemente, einn nágrann- anna, sagðist hafa hringt á neyðar- línu um leið og hann heyrði skotin. Hann sá fólk flýja út úr húsinu og tveir voru í felum á milli trjáa. Lögreglumaður var staddur í nágrenninu þegar hann heyrði skothvelli. Þegar hann kom fann hann særðan mann, eitt fórnar- lambanna, staulast út úr húsinu. Lögreglumaðurinn dró upp byssu og kallaði á byssumanninn, en hafði vart opnað munninn þegar byssumaðurinn skaut sjálfan sig. - gb Skaut sex til bana í veislu Sex ungmenni féllu í valinn þegar vopnaður maður réðst inn í heimahús í Seattle á laugardagskvöld. Maðurinn hafði verið í veislu í húsinu fyrr um nótt- ina. Hann svipti sig lífi. NÁGRANNI YFIRHEYRÐUR Lögreglan ræðir þarna við William Lowe, sem varð vitni að voða- verkunum í Seattle. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STYRKÚTHLUTUN Fyrsta styrkút- hlutun Háskólasjóðs Eimskipafé- lagsins til Háskóla Íslands er að upphæð 60 milljónir. Styrkirnir verða afhentir á morgun í Hátíðasal háskólans. Sjóðurinn er sérstaklega ætlaður til styðja rannsóknartengt fram- haldsnám við Háskóla Íslands og verða 27 verkefni styrkt að þessu sinni. Alls bárust dómnefnd um 115 umsóknir. Í flestum tilvikum er um að ræða styrki til þriggja ára þannig að í raun er um nær þre- falda upphæð að ræða og er þetta stærsta fjárhæð sem ætluð er til náms af þessu tagi. ■ Háskólasjóður Eimskips: 60 milljónir til Háskólans SVEITARSTJÓRNARMÁL Í-listinn, sam- eiginlegt framboð Vinstri grænna, Samfylkingar, Frjálslyndra og óháðra í Ísafjarðarbæ hefur til- kynnt hverjir munu skipa fram- boðslista í sveitarstjórnarkosning- unum í vor. Uppstillingarnefnd skipaði í 5. til 18. sæti en prófkjör var haldið um efstu fjögur sætin. Efsta sæti listans skipa Sigurð- ur Pétursson sagnfræðingur, Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra, og Arna Lára Jónsdóttir stjórnmála- fræðingur. - sdg Bæjarmál á Ísafirði: Í-listi kynnir framboðslista Kveikt í gámi Slökkvilið var kallað út í Hafnarfjörð í gærdag þar sem reykur lá upp úr gámi. Í ljós kom að kveikt hafði verið í rúmi í gáminum og tók það slökkviliðið skamman tíma að slökkva eldinn. Ekki er vitað hver kveikti í rúminu. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUR Flugfélagið British Airways hóf reglulegt áætlunar- flug til Íslands í gærmorgun þegar Boeing 737-400 þota félagsins lenti í Keflavík. British Airways mun fljúga milli Gatwick flugvallar, sunnan London, og Keflavíkur fimm sinnum í viku. Viðmiðunarverð flugfélagsins fyrir flug báðar leiðir er 22.990 kr. með sköttum. Af tilefni þessa fyrsta flugs bjóðast þeim sem skrá sig á vefsetur félagsins, www.brit- ishairways.com, fyrir lok þessa mánaðar afsláttur af flugmiðum og gistingu. ■ Þota British Airways lenti í Keflavík í gær: Áætlunarflug hafið FYRSTA FLUG BRITISH AIRWAYS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.