Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 81
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR52 Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar konungsdætur breytast í for- dæður við það eitt að faðma prins. Ekki er á allt kosið í ævintýrunum og þau enda misvel en á laugardag- inn munu áhorfendur komast að því hvernig fer fyrir Mærþöll. Nemendur Tónlistarskóla Reykjavíkur frumsýna nýja íslenska óperu eftir Þórunni Guð- mundsdóttur í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur nú um helgina en yfir óperunni um Mærþöll er sann- kallaður ævintýrabragur. Hrefna hefur starfað með höfundinum Þór- unni Guðmundsdóttur um árabil í leikfélaginu Hugleik. „Ég vissi að hún var að vinna að óperu, við höfum verið saman í höfunda- smiðju hjá Hugleik og mér fannst þetta óskaplega spennandi verk- efni,“ segir Hrefna. „Ég ákvað að slá til þegar hún bað mig um að taka að mér leikstjórnina. Fyrir það fyrsta finnst mér það alltaf dálítið skemmtilegt þegar það koma frum- samdar íslenskar óperur, þær eru nú ekkert sérstaklega margar.“ Hrefna segir að sagan sé skemmtileg. „Það er gaman hvern- ig hún vinnur úr og sækir í ævin- týraminni,“ segir Hrefna og útskýrir að Þórunn spinni út frá ólíkum ævintýrum og þjóðsögum en úr verður tragíkómísk saga og heilmikil ævintýraópera þar sem álfkonur leika lausum hala og leggja misgóð álög á hertogadótt- urina Mærþöll. Ellefu söngvarar og hátt í tuttugu manna hljómsveit taka þátt í sýningunni. „Tónlistin er með klassískum brag en léttleik- andi og skemmtileg með alvarleg- um undirtóni svona eins og geng- ur og gerist,“ segir Hrefna. Verkið var skrifað með nemendahópinn í huga og því fá allir að spreyta sig. Höfundurinn er sjálfur söngstjóri sýningarinnar en um hljómsveit- arstjórn sér Kjartan Óskarsson. Aðeins tvær sýningar eru fyr- irhugaðar, næstkomandi laugar- dags- og sunnudagskvöld. - khh Ný íslensk ópera á fjölunum VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Föstud. 21. apríl kl. 20.00 Fimmtud. 27. apríl kl. 20.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið GLÆPIR OG GÓÐVERK Byggð á verki Antons Delmer, “Don´t utter a note” Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson leikgerð: Sigrún Valbergsdóttir Sýningar í IÐNÓ 12. sýning fös. 21. april kl. 14.00 13. sýning sun. 23. april kl. 14.00 14. sýning mið. 26. april kl. 14.00 15. sýning sun. 30. apríl kl. 14.00 Ath síðasta sýning Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700 og við innganginn www.midi.is Miðaverð kr. 1.200 ÁLFAMEYJAR HAFA MISKÆRLEIKSRÍKAR HVATIR Nemendur Tónlistarskóla Reykjavíkur sýna nýja óperu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Það var stór dagur í húsi Félags íslenskra leikara í gær þegar skrifað var undir samning um loftbrú fyrir sviðslistamenn. Sjóðurinn Talía - Loftbrú Reykja- vík er stofnaður til þess að styðja við bakið á framsæknum leikur- um, dönsurum, söngvurum og leikmynda- og búningahöfundum sem hefur verið boðið að sýna list sína á erlendri grund. Reykja- víkurborg, Icelandair og Glitnir standa að sjóðnum ásamt FÍL. Sjóðurinn er ætlaður sjálf- stætt starfandi listamönnum og mun hann úthluta verkefna- styrkjum, farmiðum og hafa fyr- irgreiðslu um yfirvigt sem fylgir flutningum. Að sögn Eddu Þórar- insdóttur, leikkonu og fyrrver- andi formanns FÍL, er þetta svip- að fyrirkomulag og hjá tónlistarfólki sem nýtt hefur sér Loftbrú til tónleikahalds erlend- is. Að sögn Eddu hefur undirbún- ingurinn tekið rúmt ár en nú er málið loks í höfn og segist hún vona að margir nýti sér þetta tækifæri og sæki um til sjóðsins enda séu íslenskir sviðlistamenn í stöðugri sókn hvort sem er hér- lendis eða erlendis. „Þetta er til- raunaverkefni til þriggja ára sem fer á fulla ferð í maí en fyrsti úthlutunarfundurinn verð- ur væntanlega haldinn í júní og síðan á þriggja mánaða fresti,“ segir Edda. Fimm fulltrúar munu sitja í stjórn sjóðsins, einn tilnefndur af Reykjavíkurborg, einn af Glitni, einn af Icelandair og tveir frá Félagi íslenskra leikara. Nánari upplýsingar um sjóð- inn og úthlutunarreglur hans verður að finna á heimasíðu FÍL, www.fil.is. - khh Loftbrú fyrir sviðslistafólk AÐSTANDENDUR THALÍU - SJÓÐS TIL STYRKTAR SVIÐSLISTAFÓLKI FÖGNUÐU INNILEGA Í GÆR Íslenskt listafólk fær byr undir vængina. FRÉTTABLAÐIÐ/ HÖRÐUR ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ��� ��������������������� ���������������� ��������� ��������������������� ��������� ��������� ��������������������������������� ������������������������������������ ��� ������� ������ ������������� ������������������������������� ������ ��������������������������������������������� ����������������������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.