Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 69
Fermingargjafir
fyrir poppara, rappara og rokkara...
Rafmagnsgítarar
frá 15.900 kr.
Trommusett
frá 36.500 kr.
Kassagítarar
frá 10.900 kr.
Gítarmagnarar
frá 9.900 kr.
Mbox með Pro Tools
frá 41.500 kr.
Hljómborð
frá 23.900 kr.
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 25
FRÍSKANDI Sólarp-
úðrið frá Guerlain
er einn af þessum
hlutum sem
þú verður að
eignast fyrir
sumarið.
Ný plata eftir tónlistarmanninn
Barða Jóhannssonar sem ber
nafnið Haxan, kemur út þann 24.
apríl. Verkið, sem er tónlist við
þögla bíómynd frá árinu 1920, er
leikið af sinfóníuhljómsveit Búlg-
aríu og hljóðritað þar í landi.
Útsetning er að mestu í höndum
Þóris Baldurssonar.
Verkið var upprunalega samið
fyrir kvikmyndina Haxan. Mynd
þessi telst til kvikmyndasögu-
legra meistaraverka og var bönn-
uð í fleiri ár vegna djöfladýrkun-
ar og nektar. Frumflutningur á
verkinu fór fram í kvikmynda-
húsinu „Forum des Images of
Paris“ árið 2004. Var verkið flutt
við sýningu myndarinnar og var
notast við tvær fiðlur, ásláttar-
hljóðfærði, gítar og rafhljóð.
Þessi frumflutningur var hluti af
seríu þar sem tónlistarmenn voru
fengnir til að semja nýja tónlist
við þöglar myndir frá fyrri hluta
tuttugustu aldar.
Í framhaldi af þessari uppá-
komu var Barða boðið að taka þátt
í Vetrarhátíð Reykjavíkur og var
verkið flutt þar í sinfónískri
útsetningu Þóris Baldurssonar.
Verkið skiptist í sjö hluta og útsetti
Þórir sex þeirra en Barði sjálfur
einn hluta. Var verkið flutt í þess-
ari útgáfu árið 2005 af Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Háskólabíói.
Sumarið sama ár hélt Barði til
Búlgaríu þar sem hann tók upp
tónverkið ásamt búlgörsku sin-
fóníuhljómsveitinni í húsi ríkis-
útvarpsins í Sofiu. Lokavinnsla og
aukahljóðfæraleikur fór fram á
Íslandi og var platan hljóðblönduð
í janúar 2006. Sum verkanna á
plötunni eru styttar útgáfur af
heildarverkinu.
Haxan í lok apríl
BARÐI JÓHANNSSON Tónlistarmaðurinn
Barði Jóhannsson gefur út plötuna Haxan
í lok apríl.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Mikill áhugi er á spennumyndinni Snakes On a Plane á meðal
kvikmyndaáhugamanna á netinu. Þegar
framleiðendur myndarinnar fréttu af
þessum mikla áhuga
ákváðu þeir að taka
upp fleiri atriði og
gera myndina í leið-
inni bannaða börn-
unum innan 16
ára. Myndin, sem
skartar Samuel L.
Jackson í aðal-
hlutverki, fjallar
um liðsmann
FBI sem reynir að
halda mikilvægu
vitni á lífi í flugvél
sem er full af
snákum.
Talsmaður Brads Pitt segir ekkert hæft í
þeim orðrómi að leikarinn
hafi sést á veitingastað
í París með mar og
skrámur í andlitinu.
Pitt, sem m.a. lék í
slagsmálamyndinni
Fight Club, snæddi
í fjóra klukkutíma á
veitingastaðnum með
vini sínum.
Leikarinn Harrison Ford segist ekkert ætla að setjast í helgan stein á
næstunni. Ford er 63 ára og verður því
löggildur eldri borgari eftir tvö ár. Hann
lék í öllum áhættuatriðunum í nýjustu
mynd sinni Firewall og
segist ennþá vera nógu
hraustur til að bíta
frá sér á hvíta
tjaldinu. „Að setjast
í helgan stein
miðast af því
að maður hafi
gert allt sem
mann langar
til að gera
í starfi, en
ég er ennþá
að vinna.
Ég er ekkert
að fara að
leggjast með
tærnar upp í
loftið,“ sagði
Ford.
Tónlistarmaðurinn Sting og rapparinn
Kanye West verða
aðalnúmerin
á hinni árlegu
djasshátíð í Stokk-
hólmi. Hátíðin,
sem fer fram 18.
til 22. júlí, er einn
stærsti tónlistar-
viðburður ársins í
Svíþjóð.
������������������ �������
�������
��������� ��
�������������������
���������������������������������������
����������������������������������
�������� ���