Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 16
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ������������������ ��������� �������������������������������������������� ������������������������������� ����������� �� ��������������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������������������������������� ������������������������������������ ���� ������������������������������������������ ���������������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������ ������������������������� ���������������������������������������������� ���� ������������������ �������������� ���������������������� ������������ ��������������������� ������������������ Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Nú þegar réttir tveir mánuðir eru þar til sveitarstjórnar-kosningar fara fram hér á landi eru flokkar og fulltrúar kosningabandalaga um land allt í óða önn að undirbúa sig fyrir kosningaslaginn sem er framundan. Víðast hvar er orðið ljóst hverjir verða í framboði og listar hafa verið birtir og þá hefst venjulega málefnavinnan. Eins og jafnan áður beinist athygli landsmanna einkum að stöð- unni í Reykjavík, en þar bendir ekkert til annars en að sjálfstæð- ismenn eigi sigurinn vísan, eins og raunar er búið að vera ljóst nú um nokkurra mánaða skeið. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær undirstrikar enn og aftur yfirburði sjálfstæðis- manna í þessum efnum með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í broddi fylkingar. Þeir fengju hvorki meira né minna en níu af fimmtán borgarfulltrúum í Reykjavík, Samfylkingin fimm og Vinstri grænir einn fulltrúa. Frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn fengju engan fulltrúa kjörinn. Framsóknarflokurinn má muna fífil sinn fegri í borgarmálum, og menn þar á bæ hljóta að vera þungt hugsi yfir útkomu flokksins í skoðanakönnunum.Það þýðir ekki sí og æ að minna á að flokkurinn fái minna í könnunum en í kosningum.Sífelld ólga og óánægja innan flokksins í Reykjavík hefur áreiðanlega sitt að segja varðandi útkomu í könnunum og í vor. En þótt augu flestra beinist að úrslitunum í Reykjavík, er ljóst að framundan eru spennandi sveitarstjórnarkosningar víða um land. Frá því í síðustu kosningum hafa orðið þónokkrar breytingar á framboðum og nægir þar að minna á nýtt kosningaafl í Reykja- nesbæ, þar sem Samfylking og Framsóknarflokkur hafa slegið sér saman um einn sameiginlegan lista. Hann var ákveðinn áður en Bandaríkjamenn vörpuðu Varnarliðssprengjunni á íslenskt sam- félag fyrir skömmu. Úrslitin í viðræðunum við Bandaríkjamenn munu eflaust hafa einhver áhrif á gang sveitarstjórnarmála á Suð- urnesjum í maí, og forystumenn aðallistanna þar eru þegar farnir að yfirbjóða hvor annan, vegna nálægðar kosninganna. Í sveitarstjórnarkosningum á ýmsum stöðum á landsbyggðinni verður það oft svo í kosningabaráttunni og reyndar stundum á kjörtímabilinu öllu, að málefnaumræða víkur fyrir persónulegum kryt og heift, þannig að byggðarlögin líða fyrir. Návígið er mun meira í sveitarstjórnarkosningum og sveitarstjórnum en á Alþingi og í alþingiskosningum og þar kemur margt til. Þetta hefur orðið til þess að frambærilegir menn og konur gefa ekki kost á sér til starfa í sveitarstjórnum, eða gefast upp eftir stutta setu þar. Með stærri sveitarfélögum og öflugri ætti þetta vandamál að minnka, þótt seint verði komi í veg fyrir nágrannakryt og öfund. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Yfirburðir sjálfstæðismanna í Reykjavík: Tveir mánuðir í kosningar Í sveitarstjórnarkosningum á ýmsum stöðum á lands- byggðinni verður það oft svo í kosningabaráttunni og reyndar stundum á kjörtímabilinu öllu, að mál- efnaumræða víkur fyrir persónulegum kryt og heift, þannig að byggðarlögin líða fyrir. Ætli það hafi ekki verið vegna þess að hann er sálfræðingur: en grein í mogganum í síðustu viku eftir Áskel Örn Kárason varð til þess að ýfa upp hjá mér sárar minningar sem ég hef bælt of lengi með sjálfum mér. Við lestur greinar sálfræðingsins skildi ég að ég yrði að deila reynslu minni með öðrum til að hún yrði ekki að langvarandi meinsemd í sálarlíf- inu. Bælingar enda í spælingum: ég gæti endað sem langreiður maður að skrifa um fólsku og fylgispekt mér meiri höfunda... Í mogganum sagði Áskell Örn frá ferð sinni frá Ósló til Keflavík- ur og engri þjónustu Flugleiða – eða Icelandair group – eða FL- group – eða Flugfélagið-group – eða hvað sem þeir kalla nú þetta gamla félag eigendurnir nýju í baráttu sinni gegn veruleikanum, en eins og kunnugt er var félagið keypt af mönnum sem hafa meiri reynslu af því að láta hlutabréf fljúga en fólk. Ég lenti sem sé í svipuðum ævintýrum á vegum þessa félags og Áskell Örn þann 2. janúar síðastliðinn. Fjölskyldan var að koma frá Kaupmannahöfn þar sem við dvöldum yfir áramótin. Við vorum fjögur, hjón og tvö börn, tíu og fimm ára. Okkur var ætlað að fara í loftið um klukkan átta um kvöld- in svo að við vorum mætt upp úr sex. Sem var eins gott því að við þurftum að ráfa milli termínala í leit að borði þar sem hægt væri að tékka sig inn á vegum Icelandair. Við fundum eitthvað um síðir úti í horni, enda skildist okkur að félag- ið ætti ekki lengur vinum að mæta hér í ríki SAS eftir kaup sín á Sterling flugfélaginu sem manni skildist að væri til höfuðs hinu gamla félagi. Við vorum komin út í vél á til- settum tíma en ekkert gerðist. Klukkustund leið. Þá loks kom til- kynning í hátalara á dönsku eða ensku um að bilun væri í hreyfli og ekkert yrði af ferð okkar að þessu sinni; við myndum gista á hóteli í nótt en ættum fyrst að fara á transit-svæði. Á meðan við vorum að mjakast út úr vélinni sagði ég við stelpurnar mínar að alltaf væri gaman að lenda í ævin- týrum og gista á hóteli. Þegar inn á Kastrup var komið beið okkar enginn frá FL-group. Við eltum kunnuglega baksvipi og komum um síðir á svæði þar sem samfarþegar okkar biðu í langri röð. Við endann á röðinni var borð. Þar hlupu þrjár flaumósa mann- eskjur í hvítum treyjum fram og til baka og fórnuðu höndum. Um síðir kom í ljós að þetta voru starfsmenn Service-air, sem kann að vera eitt af dulnefnum FL- group. Á svæðinu var enginn frá Flugleiðum. Ekki heldur frá Sterl- ing Air. Klukkustund leið. Ekkert gerðist. Allt einu tók ein mann- eskjan í hvítu treyjunni sig til og steig upp á stól og fór að halda ræðu. Enginn heyrði orð en þó kvisaðist að verið væri að senda vél að heiman og við myndum fara í loftið klukkan þrjú um nóttina og myndum við fá matarmiða í boði Icelandair-group svo að við gætum gert okkur glaðan dag á kostnað félagsins fyrir sjötíu krónur danskar. Eftir að hafa staðið í röðinni í klukkutíma til að fá matarmiðana þurfti að halda í flókið ferðalag inn og út úr byggingunni – og var þá komið í litla skonsu á vegum 7- 11 keðjunnar og hægt að kaupa sér kaldar samlokur með skinku og káli, eftir hálftíma röð. Sumir vildu kaupa sér bjór en afundinn unglingur harðneitaði að selja Íslendingum slíkt, sjálfsagt vegna fyrirmæla. Klukkan var að ganga tólf þegar við vorum loks komin á svokallað fjölskyldusvæði sem okkur hafði verið vísað á. Þar var enginn frá FL-group. Í hópnum voru börn, þar á meðal eitt unga- barn, þarna var roskið fólk og þarna var kona í hjólastól, sumir voru langtaðkomnir. Raddir heyrð- ust um að við myndum ekkert fara í loftið klukkan þrjú; þetta væri sjónarspil til að þurfa ekki að setja okkur á hótel. Það gekk að minnsta kosti eftir að vélin fór ekki klukk- an þrjú heldur klukkan fimm eftir dauflega vist á hvíldarsvæðinu alla nóttina því á korters fresti komu starfsmenn Kastrup og höfðu í frammi skarkala að því er virtist af einskærri danskri andúð á Íslendingum... Við vorum komin heim til okkar undir hádegi. Flugfreyjur og flug- menn reyndu að gera okkur þessa ferð minna óbærilega en orðið var en þegar til Keflavíkur kom fauk trappan frá hurð flugvélarinnar svo að við þurftum að bíða inni í vél upp undir klukkutíma. Þegar inn var komið þurftum við að bíða eftir farangrinum og var nú tekin að þyngjast brún á sumum sér- staklega þegar starfsmenn á þjón- ustuborði önsuðu spurningum um farangurinn með skætingi. Frakki einn tjáði sig af hreinskilni um ömurlegt félag og tókst með naum- indum að afstýra því að þjónustu- fulltrúar Flugleiða sendu á hann öryggisverði. Þannig fór um flugferð þá. Þegar ég reyndi nokkrum dögum síðar að tala við talsmann félags- ins var auðheyrt að þar er enn í fullu gildi hin gamla regla íslensks viðskiptalífs að kúnninn hafi alltaf rangt fyrir sér. Hann lét á sér skilja að ég væri einkum knúinn af öfund yfir launakjörum stjórn- enda sem þá voru mjög til umræðu og hefði auk þess viljað komast heim sem fyrst. Eftir þessa ömurlegu nótt á Kastrup í boði Flugleiða mun mun ég fagna SAS, British Airways, India Air – já þó það yrði Airoflot þar sem flugstjórarnir eru víst alltaf fullir: bara allt annað en Flugleiðir eða FL-group eða Ice- landair group... Strandaglópar-group Í DAG FERÐASAGA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Við áttum eftir að súpa seyðið af því hversu bág þjónustu- staða Flugleiða virðist vera á Kastrup. Kaupið lækkar Fjölskyldurnar í landinu þurfa nú að fara að hafa áhyggur af boðuðu verðbólguskoti. Síður þó bankarnir sem hafa lánað þeim gríðarlegar fjárhæðir til að kaupa húsnæði á undanförnum misserum á lækkandi vöxtum. Þeir hirða nefnilega verðbæturnar; nýju stóru íbúðalán ungu fjölskyldnanna – á lágu vöxtunum – eru sem fyrr verð- tryggð og þær taka skellinn. Kannski hefur Danske Bank og öðrum sést yfir það að íslenskir bankar tapa ekki fé af þessum ástæðum. Þeir skilja ekki að ekki einasta hleypur ríkið undir bagga með bönkunum ef illa fer – með skatt- peningum þegnanna – heldur útvegar löggjafinn þeim sérstakar tryggingar gegn verðbólgu. Verðbólga er líka ein aðferð til þess að lækka kaup allra í landinu sem nemur verðbólgunni. Launin eru ekki verðtryggð. Íslenskir bankar, sem lánað hafa 90 til 100 prósenta lán vilja sjálfsagt síður að verð á íbúðarhúsnæði lækki með hækkun vaxta. En þegar vextir íbúða- lána hækka og verðbólga eykst lækkar verð húsnæðis. Og þá getur reynst dýr- keypt að hafa heimilað 100 prósenta veðsetningu. Við þær aðstæður gætu bankarnir hirt íbúðirnar upp í skuld og boðið unga fólkinu að búa áfram í þeim gegn hæfilegri leigu. Þarf að halda uppi íbúðaverði? Hagspekingum hefur orðið tíðrætt um það að helstu rætur þenslunnar sé að finna í spennu og ofboðslegum hækk- unum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þá hækkun má beint rekja til lækkun vaxta á lánum og gríðarlegu framboði á peningum. Fari svo að lánshæfi bankanna minnki fá þeir sjálfir fjármagn á lakari kjörum en áður og verða að hækka vexti til viðskiptavina sinna. Líka þeirra sem mest hafa tekið að láni, það er til húsnæðiskaupa. Nú er vitað að framboð á húsnæði á eftir að aukast á næstunni því byggingarframkvæmdir eru með mesta móti. Og bætast ekki 1.000 eða 1.500 íbúðir inn á markaðinn frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli? – Hér vaknar von um að stóri þensluliðurinn – verðhækk- un á húsnæðismarkaði á undanförnum misserum – snúist í andhverfu sína og verði til þess að draga mjög úr verðbólguskotinu sem í vændum er. Óvissuþátturinn snýr að bönkunum sjálfum, vegna þess að þeir hafa hag af því að halda húsnæðisverðinu uppi svo mjög sem þeir hafa veðsett hækkunina á húsnæðismarkaði sem þeir framköll- uðu í rauninni sjálfir. johannh@frettabladid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.