Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 14
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR14 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Björgunarmál þjóðarinnar eru í upplausn eftir að Bandaríkjastjórn til- kynnti að þyrlur varnarliðsins myndu hverfa á brott með haustinu. Íslensk stjórnvöld þurfa á skömmum tíma að finna framtíðarlausn sem tryggir sem best öryggi landsmanna. Hvert er hlutverk flugflota gæslunnar? Landhelgisgæslan hefur yfir að að ráða tveimur þyrlum og einni flugvél. Þessi loftför sinna almennu eftirliti á hafinu í kringum landið svo sem fiskveiðieftirliti, mengunareftirliti, ískönnun og rannsóknarvinnu. Leit, björgun, sjúkraflug og flug með björg- unarsveitir er veigamikill þáttur í starfi gæslunnar. Á flugbjörgunarflotinn að vera á einum stað? Ljóst er að fjölga þarf þyrlum gæslunnar svo að hún verði í stakk búin til að sinna öryggishlutverki sínu sem skyldi. Óverjandi er að allur flugbjörg- unarfloti þjóðarinnar sé staðsettur á sama stað. Mannslíf hanga oftar en ekki á bláþræði tímans þegar neyð ber að garði og því þarf að stytta viðbragðstíma þeirra sem koma að björgun og sjúkraflugi svo mikið sem kostur er. Veður og önnur náttúruvá getur hindrað að björgunarþyrlur komist á loft á einum stað á meðan flugfært er í öðrum landshluta. Því er eðlilegt að hluti flugbjörgunarflotans sé staðsettur á landsbyggðinni. Hvar á landsbyggðinni? Rökrétt er að ein björgunarþyrla hið minnsta verði á Akureyri. Þar er nú þegar miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, sólarhringsvaktir á flugvellinum og öflugt sjúkrahús. Björgunarþyrla á Akureyri myndi svara ákalli sjómanna til margra ára þess efnis að þyrla verði staðsett á landsbyggðinni. FBL-GREINING: FLUGBJÖRGUNARFLOTINN Björgunarþyrlu út á land Í skýrslu grein- ingardeildar Danske Bank er því spáð að efnahagsástand á Íslandi muni versna til muna á þessu ári. Þess- um spám hefur verið vísað til föðurhúsanna af forsvarsmönnum fjármálafyrirtækja hér á landi. Af hverju stafar þessi heift Dana í garð íslenskra fjármálafyrirtækja? Það vekur upp spurningar að Danske Bank skuli kjósa að birta skýrslu um íslenskt fjármálalíf, sem er uppfull að staðreyndavillum. Forsvarsmenn Danske Bank hafa sagt það vera til þess að upplýsa viðskiptamenn sína, en þá vaknar sú spurning hvers vegna skýrslan er einungis gefin út á ensku en ekki á dönsku, þar sem flestir viðskiptamenn bankans eru dönsku- mælandi. Getur skýrslan skaðað starfsemi íslenskra banka í Danmörku? Nei, það held ég ekki. Skýrslan vekur upp spurningar til skamms tíma um starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja, en þau þola fyllilega þá skoðun sem fylgir slíkri athygli. Til lengri tíma held ég að þetta skaði ekki starfsemi fyrirtækjana. SPURT & SVARAÐ ÍSLENSKT FJÁRMÁLALÍF Bankar þola gagnrýnina ÞÓRÐUR PÁLSSON Yfirmaður greining- ardeildar KB banka. Eftirlit komið ofan í grunnana Sex manna Útlendingaeftirlit hjá Lögreglunni í Reykjavík sinnir eftirliti með því að útlendingar séu löglegir í land- inu og á vinnumarkaði, heimsækir vinnustaði, skoðar lista yfir erlenda starfsmenn og kannar atvinnu- og dvalarleyfi þeirra. Sömu lögreglumenn sinna eftirliti með skipakomum, alþjóðaflugi og vopnaleit í kringum Reykjavíkurflugvöll. Segja má að landamæraeftirlitið sé komið ofan í byggingagrunn- anna eftir að landið var opnað jafn mikið fyrir erlendu vinnuafli og raun ber vitni. Þörf Íslendinga fyrir erlent vinnuafl hefur verið gríðarlegt og í dag skipta þeir þúsundum erlendu iðnaðar- og verkamennirnir, sem hér eru til skemmri eða lengri tíma. Sumir þeirra koma til starfa í gegnum erlendar starfsmanna- leigur, aðrir í gegnum þjónustu- samninga og enn aðrir ráða sig í beint ráðningasamband. Starf Útlendingaeftirlitsins má segja að gangi að verulegu leyti út á það að reka leigurnar inn í hólfið, sjá til þess að þær fari að lögum og reglum. Lögreglan hefur verið önnum kafin síðustu vikur við að heimsækja vinnustaði og kanna hvort erlendar starfsmannaleigur, sem hafa sent starfsmenn á þessa vinnustaði, fari eftir nýjum lögum um starfsmannaleigur sem tóku gildi í upphafi ársins. Ljóst er að í flestum tilfellum er það ókunnug- leiki, vanþekking á lögum og leik- reglum, menningarmunur og tungumálavandi sem veldur því ef ekki er farið eftir leikreglum. Eftirlit með útlendingum er í raun mun meira en inngangurinn hér að ofan gefur til kynna því að almennir lögreglumenn, hvort heldur á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi, rannsaka málefni útlendinga með einum eða öðrum hætti alla daga. Þá eru þrír lög- reglumenn í föstu starfi hjá Útlendingaeftirlitinu við að skoða rekstrar- og vínveitingaleyfi á hót- elum, skemmti- og veitingastöð- um, bakaríum og í skyldum rekstri. Þeir sinna ekki öðru á meðan. Erlendar starfsmannaleigur þurfa að starfa eftir starfsmanna- lögum og eru þeim settar tvær meginreglur. Til að þær geti end- urleigt vinnuafl sitt þurfa þær að vera með skráða starfsmannaleigu í heimalandi sínu eða einhverju hinna Evrópulandanna. Ef svo er þá geta þær ráðið í gegnum það fyrirtæki vinnuafl úr heima- landinu eða öðrum Evrópulöndum inn á íslenskan vinnumarkað. Starfsmannaleigurnar þurfa líka að uppfylla lög og reglur um tryggingamál og skattamál. Ef þær gera það eru þær í góðum málum. Ef starfsmannaleigurnar hins vegar fara ekki að leikreglum þá getur Vinnumálastofnun óskað eftir því að lögreglan stöðvi starf- semi þeirra. Lögregla hefur þannig hlutverk eftirlitsaðila, hún fylgist með því að útlendingar séu hér á landi undir réttum formerkjum og hafi allar tryggingar og leyfi. Lög- reglan heimsækir því vinnustaði og skoðar hvort þetta sé í lagi hjá hverjum og einum, fer yfir starfs- mannalista og uppfyllir þannig eftirlitsskyldu sína. Nokkuð er um það að starfs- mannaleigurnar láti hjá líða að til- kynna sig með lögformlegum hætti hjá Vinnumálastofnun, en þær eiga að tilkynna alla starfs- mennina þangað og á hvaða kjör- um þeir eru ráðnir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn leiganna talið að þetta gengi sjálfkrafa fyrir sig. Einnig hefur oft brugðist að til- kynna starfsmenn til Útlendinga- stofnunar. Í þriðja lagi eru svo skattskilin og tryggingamálin. Lögreglan fylgist með skattskilum í sam- bandi við skattstjórana í landinu og sömuleiðis að erlendir starfs- menn séu með svokallaða E101 tryggingu sem er afar mikilvæg til að þeir njóti nánast sömu heil- brigðisþjónustu og Íslendingar hér á landi. Launagreiðslur erlendra starfs- manna hafa talsvert verið til skoð- unar á vinnumarkaði. Íslensk lög segja að greiða skuli að minnsta kosti lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmanna- leigur rukka fyrirtækin, sem fá starfsmenn á leigu, en skilyrði er að starfsmönnunum sé greitt í samræmi við íslensk lög. Þar kemur lögreglan inn, það er jú hennar skylda að sjá til þess að lögum sé framfylgt og til þess þarf hún að skoða ráðningasamninga og launaseðla. LANDIÐ ER OPIÐ FYRIR ERLENDUM STARFS- MÖNNUM Erlendir verka- menn og iðnaðarmenn hafa streymt til landsins enda nóga vinnu að fá og landið í stórum dráttum opið fyrir erlendu vinnu- afli. Starfsmannaleigur þurfa þó að fara eftir reglunum og því gengur starfsemi lögreglunnar nú að miklu leyti út á að reka þær inn í girðinguna. Mennirnir á myndinni tengjast ekki efni greinar- innar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Fjöldi togara skráðir á Íslandi 2002-2005 Svona erum við 76 71 70TO G AR AR 80 ÁR 2002 2003 2004 2005 Heimild: Hagstofa Íslands ERLINGUR HELGI EINARSSON REYNDI AÐ HJÁLPA VEIKRI VINKONU SINNI „Þeir neituðu að koma“ NEITAÐ UM SJÚKRA- BÍL OG ELSA DÓ DV2x15 - lesið 26.3.2006 21:00 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.