Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 68
27. mars 2006 MÁNUDAGUR24
Á þessum árstíma eru flestir farnir
að þrá sól og sumaryl, sérstaklega
þegar litið er í spegilinn og við
manni blasir næpuhvítur veruleik-
inn. Frá Guerlain var að koma fersk
og fín lína í hús sem á að hressa all-
verulega upp á útlitið. Um er að
ræða létt brúnkusprey sem getur
gert kraftaverk en það framkallar
frísklegan lit, ekki gulrótarlitinn
hans Ásgeirs Kolbeins, heldur flau-
elsmjúkan og fallegan tón sem
hressir og kætir. Auðvelt
er að bera her-
leg-
heitin á sig. Sólarpúðrið frá Guerla-
in er sérlega fínt en þar sem
það er bland af nokkrum
tónum er hægt að ráða því
hversu dökkt eða ljóst púðrið
verður þegar það er komið í
kinnarnar. Best er að bera
það á sig með sérstökum
kinnalitabursta sem er svo
fallegur að vel er hægt að
hafa hann uppi í hillu á bað-
herberginu til skrauts. Í vor-
línunni frá snyrtivörumerk-
inu eru einnig fallegir
varalitir og glossar. Það
er greinilega málið að
vera með bleiklitaðar
varir í sumar! ■
VARALITIR
Í BLEIKUM
TÓNUM
Málið fyrir
sumarið.
Þessi er frá
Guerlain.
EKKI FARA
Í SPRAUTU-
LÖKKUN Ef þú
vilt ekki líta út eins
og Gillzenegger og félagar.
Spreyjaðu frekar á þig nýjasta
brúnkuspreyinu frá Guerlain og
ferskleikinn mun drjúpa af þér.
FUNHEITT GLOSS Frá
Guerlain er alger-
lega málið í
sumar.
Fallegar, frísklegar flauelsmjúkar og kinnar
ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ EIGA GÓÐAN BURSTA Í
SÓLARPÚÐRIÐ SITT Þessi er frá Guerlain.
Á GÓÐRI STUNDU Hvort einhver veiðisaga
hafi hér fengið að fljúga skal ósagt látið en
það var greinilegt að Reynolds-hjónin og
Helga Hilmarsdóttir voru í miklu stuði.
FLOTTIR FÉLAGAR Jón Ólafsson og Kevin Reynolds eru miklir vinir en þeir kynntust í kok-
teilboði hjá Mel Gibson.
FRÁ IFF Ísleifur B. Þórhallsson og Jón Þór
Eyþórsson brostu út að eyrum en Reynolds
kom hingað á vegum IFF-hátíðarinnar.
GÓÐA SKEMMTUN Gyða Lárusdóttir og
Georg Csillag skemmtu sér konunglega á
frumsýningunni.
Bandaríska Hollywood-myndin
Tristan & Isolde var frumsýnd í
Laugarásbíói að viðstöddu marg-
menni en leikstjóri myndarinnar,
Kevin Reynolds, sótti landið af því
tilefni. Um var að ræða sýningu til
styrktar samtökunum Einn af
fimm en þau vilja vekja athygli á
þunglyndi. Eins og kom fram í
Fréttablaðinu í fyrradag er leik-
stjórinn Reynolds mikill Íslands-
vinur og hefur komið hingað sjö
sinnum en hann og athafnamaður-
inn Jón Ólafsson eru miklir vinir.
Sagan af riddaranum hugprúða
Tristan og ástinni í lífi hans, Isolde,
er sígild og var víst sjálfum Shake-
speare innblástur þegar hann
skrifaði Rómeo og Júlíu.
Glæsileg frumsýn-
ing í Laugarásbíói
ÁNÆGÐIR Magnús og Gunnar Gunnarsson
hjá Laugarásbíói voru hæstánægðir með
viðtökurnar.
ÍSLANDSVINIR Reynolds-hjónin eru sannir Íslandsvinir og hafa margoft komið hingað til
lands.FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM