Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 35
FLÉTTUVELLIR - HAFNARFIRÐI
Glæsilegt 226 fm einnar hæðar einbýlishús með
innbyggðum 37 fm bílskúr. Eignin afhendist rúmlega
fokheld að innan en fullbúin að utan án lóðarfrágangs.
Skv. teikningu skiptist eignin í forstofu, hol, þvottahús,
eldhús, stofu, sjónvarpsherb, fjögur svefnherbergi,
gestasnyrtingu og gott baðherbergi. Húsið er uppsteypt
og getur kaupandi strax farið að vinna í því. Verð 36 millj.
VALSHEIÐI - GLÆSIHÚS - HVERAG.
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum
bílskúr. Sjónvarpsherbergi og fjögur svefnherbergi eitt
með fataherbergi og baðherbergi inn af. Björt stofa og
borðstofa með mikilli lofthæð. Húsið er til afhendingar í
vor tilbúið undir tréverk að innan og fullbúið að utan með
grófjafnaðri lóð. Verð 37 millj.
AKURVELLIR - NÝTT - HF.
Glæsilegar nýjar 144 og 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á
þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án
gólfefna og með glæsilegum innréttingum. Stórar og
góðar svalir með íbúðum á 2 og 3. hæð og sér lóð með
íbúðum á jarðhæð. Teikingar og allar nánari upplýsingar
á skrifstofu. Verð frá 28 millj.
ÁLFTATJÖRN - YTRI NJARÐVÍK
Glæsilegt 194 fm einbýlishús á einni hæð með
innbyggðum bílskúr. Húsið sem er í byggingu afhendist
fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og búið verður að
skipta um jarðveg undir bílastæði. Að innan afhendist
húsið rúmlega fokhelt. Maghoní gluggar og hurðir. Húsið
er teiknað af Pálmari Kristmundssyni. Afhending til
áframhaldandi vinnu kaupanda er 15.03 n.k. V. 33,8 millj.
AKURHVARF - ÚTSÝNI
Vorum að fá í sölu glæsileg 210fm raðhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr.
Húsið er staðsteypt og afhendist fullbúið að utan, en tilbúið til spörlunar og málunar að innan. Búið verður að hlaða og múra alla milliveggi og hiti tengdur.
Einnig er hæt að fá húsin fullbúin án gólfefna. Lóð verður grófjöfnuð. Fallegt útsýni. Verð frá 39,5 millj.
Fr
um
Guðmundur Björn Steinþórsson
löggiltur fasteignasali
Jón Guðmundsson
sölustjóri
Geir Þorsteinsson
sölumaður
VANTAR VANTAR - atvinnuhúsnæði 2 - 3 þús. fm
A u s t u r v e g i 3 8 – S í m i 4 8 2 4 8 0 0 – w w w . a r b o r g i r . i s
Fr
um
Birgir Ásgeir
Kristjánsson
sölumaður
Anna Björg
Stefánsdóttir
ritari/sölumaður
Þorsteinn
Magnússon
sölumaður
Guðjón Ægir
Sigurjónsson hdl.
Óskar
Sigurðsson hrl.
Skipulögð hefur verið svokölluð búgarðabyggð á 570 ha
svæði milli Eyrarbakka og Selfoss, sem hefur fengið nafnið
Tjarnabyggð. Um er að ræða heildstætt skipulag, 1-6 ha
landsskika á frjósömu og góðu landi til ræktunar og beitar.
Byggðin er ætluð fyrir fólk sem hefur áhuga á friðsæld
sveitarinnar, auknu landrými, ræktun og húsdýrahaldi og er
m.a. kjörið fyrir hestaáhugafólk og getur það verið með hes-
tana sína í sumarbeit við húsin sín en heimilt er að reisa veg-
leg íbúðarhús auk útihúsa á skikunum. Jafnframt verður
þarna hitaveita sem auðveldar m.a. alla ræktun. Reiðleiðir eru
fyrirhugaðar víða um svæðið samkvæmt aðalskipulagi.
Umfram þær sem fyrir eru verða lagðar um 16 km af upp-
byggðum reiðleiðum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Árborga.
Lyngmói
Um er að ræða parhús í Fosslandi á Selfossi.
Íbúðin er 136,8 fm og bílskúr 30,0 fm, alls 166.8
fm., og telur m.a. 3 svefnherb., stofu, eldhús, bað,
þv.hús, forstofu og geymslu. Eignin selst fullbúin.
Glæsilegar nátturuflísar eru á gólfum og innréttin-
gar eru úr eik frá Innex. Húsið er timburhús, hlaðið
með hvítum múrsteini. Öll loft hússins eru
upptekin. Gluggar og hurðir eru úr mahogny nema
bílskúrshurð. Þak er með stallajárni. Glæsileg eign
sem vert er að skoða. Verð 31.500.000
Álfhólar
Björt og falleg endaíbúð í raðúsi í suðurbygðinni
á Selfossi. Íbúðin telur forstofu, hol, eldhús,
stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús
og bílskúr. Gólfefni eru mjög góð, parket á öllu
nema votrýmum en þar eru flísar. Í eldhúsi er fal-
leg innrétting með góðum tækjum. Baðherbergi
er flísalagt, bæði gólf og veggir. Gólfhiti er á baði,
forstofu, þvottahúsi og bílskur. Út frá stofu er
gengið út á timburverönd sem snýr í suður. Halogen lýsing er neðan í þakskeggi hússins. Góð eign
í göngufæri við Sunnulækjarskóla í ungu og barnvænu hverfi. Verð 27.700.000
Birkigrund
Vorum að fá í einkasölu fallegt 140,4m2 parhús í vinsælu
hverfi á Selfossi. Eignin telur; flísalagða forstofu með
stórum skáp, forstofuherbergi, eldhús með mjög fallegri
innréttingu, hjónaherbergi með skápum, barnaherbergi,
þvottahús, flísalagt baðherbergi, hol og stofu með
uppteknu lofti og parketi á gólfi. Bílskúr er 26 m2 og er
upptekið loft í honum og er búið að setja geymsluloft yfir
hluta hans. Fyrir framan húsið er stimpilsteypt stétt með
hitalögn og ljósum í. Stór sólpallur með heitum potti er á
suðurhlið hússins. Mjög snyrtileg eign á góðum stað í
grónu hverfi. Verð 25.900.000
Langamýri
Endaíbúð á 2 hæðum í 6 íbúða steinsteyptu raðhúsi. Íbúðin telur; 3 herbergi, baðherbergi, stofa, eld-
hús, forstofa og þvottahús, alls 104,9m2 (gólfflatarmál er 113,9m2). Að auki er geymsluloft yfir efri
hæðinni. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna. Innréttingar á baði og í eldhúsi og fataskápar eru í her-
bergjum. Hornbaðkar og sturta á baði. Lóð verður grófjöfnuð með mulningi í plani. verð 20,900.000
Tjarnabyggð – Búgarðabyggð í Árborg