Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 20
[ ]
Miklar framkvæmdir eiga
sér stað á Hótel Borg og hluti
hótelsins er lokaður á meðan.
Þrátt fyrir miklar umbreyting-
ar verður haldið í gamla stíl-
inn, jafnt að innan sem utan.
Miklar framkvæmdir standa yfir
á Hótel Borg og í dag er gamli
hluti hótelsins einungis fokheld-
ur. „Það er verið að taka húsið í
gegn frá a til ö, allar lagnir,
glugga, húsgögn og svo framveg-
is,“ segir Ólafur Þorgeirsson,
hótelstjóri Hótel Borgar, en eins
og glöggir menn muna tók KEA
við rekstri hótelsins í fyrra.
Farið var í framkvæmdir síðast-
liðið haust og er áætlað að þeim
ljúki nú í maí. Gamla húsið er því
lokað sem stendur en búið er að
breyta þeim hluta sem er fyrir
ofan Kaffibrennsluna svo hann
helst opinn.
Breytingarnar eru höfundar-
verk arkitektsins Páls Hjaltason-
ar og þrátt fyrir mikil umskipti
verður áhersla lögð á að halda
gamla stílnum. „Það verður allt
nýtt í húsinu en þó í art deco-stíl
frá 1930. Við höldum gömlu Borg-
inni og ætlum ekki að fara að
gera neinar gloríur.“
Engar sýnilegar breytingar
verða gerðar á húsinu að utan
enda er það verndað. ,,Þakið verð-
ur hækkað örlítið upp og sjö her-
bergjum bætt þar við,“ segir
Ólafur. Baðherbergi gömlu
herbergjanna verða stækkuð og
þrefalt gler sett í alla glugga.
„Gluggarnir koma til með að líta
alveg eins út að utan en þar sem
þetta er nú miðbæjarhótel leggj-
um við mikla áherslu á hljóðein-
angrunina.“ Enn fremur verður
lobbíið, veitingasalirnir og mat-
seðillinn endurnýjað og í kjölfar
breytinganna verður Hótel Borg
orðið að fjögurra stjörnu plús
hóteli.
mariathora@frettabladid.is
www.svefn.is
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
����������������
����������������������������������
����������������������� ������
����������������������������
���������
������������������������
�������������������������
�������������������������������
�����������������
������������������������
��������������������� �����
Annar hfRekstrarverkfræðistofan
Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is
a Eignaskiptay rlýsingar
atvinnu- og íbúðahúsnæði
fyrir
Þakið á húsinu verður hækkað og á efstu hæðinni verða sjö herbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Boðið verður upp á meiri lúxus á Borginni
eftir að framkvæmdum lýkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Halda gömlu Borginni
Útlit Borgarinnar helst óbreytt að utan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ólafur Þorgeirsson er hótelstjóri Hótel Borgar. Hér sést í útsýnið sem verður frá efstu hæð-
inni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í dag er gamla hús Hótel Borgar einungis
fokhelt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sumarbústaðaferðum fer að fjölga með hækkandi sól.
Ef fara á í bústað um páskana er ekki seinna vænna að
panta.