Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 27. mars 2006
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Þrjú afbrigði af silfurskottum
(thysanura) hafa greinst hér
á landi: Lepisma saccharina,
Ctenolepisma longicaudata
og Ctenolepisma quadriseriata.
Þá hefur einnig greinst hér á landi yl-
skotta sem er nokkuð stærri og virð-
ist loðin. Nafnið Thysanura, er komið
úr grísku, „thysano“ þýðir kögur og
„ura“ hali eða sporður (fish) og vegna
hreyfinga og litar ber hún nafnið silf-
urskotta (Silverfish). Silfurskottur eru
mjög algengar í híbýlum manna og
þar sem kjöraðstæður skapast vegna
raka og hita, s.s. í verslunum, fyrir-
tækjum, farartækjum og útihúsum.
Silfurskottan þarf 60-75% raka
til að geta fjölgað sér. Hún verður
kynþroska þriggja ára gömul. Talið er
að hún geti orðið fimm til átta ára
gömul. Á þeim stöðum sem hún
getur fjölgað sér, verpir hún 12-30
eggjum í einu. Afkvæmi einnar silfur-
skottu geta orðið allt að 600. Silfur-
skottan tekur á sig ýms litbrigði eftir
aðstæðum, hún getur verið dökk,
grá, silfruð og bláleit.
Þegar fólk verður vart við silfur-
skottu er nauðsynlegt að leita eftir
rakamyndun eða leka í rýmum.
Þær eru algengar í kjöllurum, bað-
herbergjum, eldhúsum og þar sem
rakamyndun á sér stað og dimmt er.
Fólk sér þær skjótast um gólf þegar
allt í einu er kveikt ljós í rými. Fólk
getur borið með sér skordýr og egg
í fötum, skóm eða sokkum og dreift
þeim.
Það er best að láta meindýra-
eyði úða fyrir silfurskottu. Efnið sem
meindýraeyðar nota er langvirkt
og er að öllu jöfnu 3-4 mánuði að
brotna niður.
Fólk þarf að undirbúa sig áður
en til úðunar
kemur, best
er að þrífa íbúðina
eða rýmið áður en úðað er. Ekki er
nauðsynlegt að færa hluti úr stað en
það getur samt verið betra við vissar
aðstæður.
Úðað er í alla sökkla meðfram
öllum gólflistum og um það bil 10
cm út á gólfflöt. Það er gert vegna
þess að efnið sem úðað er með
drepur ekki egg skordýra en ef dýrið
er búið að verpa, drepst ungviðið
um leið og það skríður af stað.
Það er því mjög mikilvægt að
nota aðeins ryksugu eða þurrmoppu
við þrif á þessum 10 cm fyrstu vik-
urnar eftir úðun í rýmum. Breiða þarf
yfir/verja fiskabúr.
Að undanskildu fólki með
ofnæmi, asma, öndunarörðugleika,
litlum börnum, ófrískum konum og
gæludýrum má snúa aftur til rýma 2-
4 klst eftir úðun eða þegar uppgufun
af efni er búin. Fólk með þau ein-
kenni sem upp eru talin hér að ofan
sem og gæludýr ættu að vera í burtu
í allt að átta klukkustundir.
Fólk sem þarf að fá meindýraeyði
skal óska eftir að fá að sjá starfsskír-
teini gefið út af Umhverfisstofnun
og kanna hvort meindýraeyðirinn
hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveit-
arfélagi. Ef viðkomandi er félagi í
Félagi meindýraeyða þá er fagmaður
á ferð. Fólk ætti að spyrja um þessa
hluti þegar það hefur samband við
meindýraeyði.
Heimildir: Upplýsingar og fróð-
leikur um meindýr og varnir, 2004.
University of Missouri-Columbia.
Lesendum Fréttablaðsins er vel-
komið að senda fyrirspurn á net-
fangið gudmunduroli@simnet.is.
Silfurskottur