Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 6
6 27. mars 2006 MÁNUDAGUR
7. apríl, í Súlnasal
Hótels Sögu, kl. 19
• 3ja rétta matseðill
• Skemmtiatriði:
Ómar Ragnarsson o.fl.
• Happdrætti
• Dansleikur: Hljómsveit
Hjördísar Geirs
Dansleikur
Úrvalsfólks
Miðasala hjá Úrvali-Útsýn,
Lágmúla 4, sími 585-4039
KJÖRKASSINN
Á að halda rannsókn Baugsmáls-
ins áfram?
Já 22%
Nei 78%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Eiga Íslendingar að leita eftir
samstarfi við Norðmenn um
loftvarnir?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
VÍSINDI Jón Bragi Bjarnason
prófessor hyggst ekki flytja
fuglaflensuveiru hingað til lands
heldur fá aðstöðu til að rannsaka
hana á tilraunarstofu erlendis.
Jón Bragi er einn forsvars-
manna fyrirtækisins Ensímtækni
ehf. sem framleiðir pensím úr
þorski og húðáburðinn PENZIM
og vinnur nú að því að fá veiru
sem veldur fuglaflensu til að
mæla áhrif ensímsins á þær.
„Ég hef fengið þá í heilbrigðis-
ráðuneytinu til að aðstoða mig við
að fá sýni og aðstöðu til að rann-
saka það á tilraunastofu úti,“ segir
Jón Bragi. „Það gæti orðið hjá
heilbrigðismálastofnunni N.I.H. í
Bandaríkjunum eða hjá annarri
stofu í London en ég er í samvinnu
við markaðsfyrirtæki sem er í
samstarfi við þá þar. Báðar þess-
ar stofnanir eru með veirurnar og
veirupróteinin sem ensímið vinn-
ur á þannig að ég held að það þurfi
ekki að koma til milligöngu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
um það.“ Hann segist munu fara
til Bandaríkjanna í apríl og von-
ast til að þá komist þessi mál á
hreint.
„Það er því engin ástæða til að
óttast mig en það var eins og
sumir héldu að ég væri með
fuglaflensuveiruna í vasanum og
tóku sveig frekar en að mæta
mér,“ segir Jón Bragi og hlær við.
Davíð Á. Gunnarsson,
skirfstofustjóri í heilbrigðismála-
ráðuneytinu, segir að forsenda
þess að fá að flytja inn fugla-
flensuveiru sé að viðkomandi
vinni á öryggisrannsóknarstofu.
Að sögn Davíðs er ein slík hér á
landi og það er rannsóknarstofa
Háskólans og Landspítalans í
Ármúla. Einnig segist hann hafa
spurst fyrir um leyfi til innflutn-
ings hjá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
uninni. „Þar gáfust þau svör að
engin tök gæfust á slíku nú þar
sem þeim berast um þessar mund-
ir hundruð ef ekki þúsundir beiðna
um að skoða ýmiss konar lyf og
efni til að fást við fuglaflensuna.
Nú vísa þeir beiðnum hina hefð-
bundnu rannsóknarleið sem þýðir
að menn verða að vinna málið í
gegnum rannsóknarstofur og
þurfa að hafa birt greinar í virt-
um vísindaritum til að verða eitt-
hvað ágengt.“ jse@frettabladid.is
Hyggst ekki flytja
inn fuglaflensuveiru
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin annar ekki eftirspurn við að rannsaka lyf
sem hugsanlega gætu læknað fuglaflensu. Jón Bragi Bjarnason vill rannsaka lyf
við fuglaflensunni á tilraunastofu erlendis.
JÓN BRAGI BJARNASON Prófessorinn segir óþarfi að óttast sig því hann sé ekki með fugla-
flensuveiruna í vasanum en hafi áhuga á að rannsaka hana í tilraunastofu erlendis.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALMANNAVARNIR Um 1.500 manns,
íbúar og almannavarnarmenn,
tóku þátt í stærstu almannavarna-
ræfingu sem haldin hefur verið
hér á landi, Bergrisanum, en
henni lauk í Rangárvallasýslu
gær.
Æfð voru viðbrögð við hlaupi
sem færi til vesturs vegna goss í
Mýrdalsjökli og tóku 656 íbúar
þátt í æfingunni í gær með því að
yfirgefa heimili sín og gefa sig
fram í skráningu sem Rauði kross-
inn hafði umsjón með í fjölda-
hjálparstöðvum. Í fyrradag tóku
tæplega 200 íbúar þátt en þá var
æft í Vestur-Skaftafellssýslu.
„Þetta tókst mjög vel og það
markmið okkar að láta reyna á
kerfið gekk eftir, þökk sé mikilli
þátttöku íbúanna,“ segir Víðir
Reynisson frá Almannavarnar-
deild Ríkislögreglustjóra en hann
var æfingastjóri. „Vissulega komu
nokkrir agnúar í ljós eins og til
dæmis að það þyrfti að bjóða sjálf-
boðaliðum í stjórnstöðvum frek-
ari þjálfun og meðferð upplýsinga
reyndist ekki jafnskjót og hnit-
miðuð og við hefðum helst kosið,“
bætti hann við.
Næstu daga verða haldnir rýni-
fundir þar sem farið verður yfir
þá agnúa sem upp komu og hvern-
ig megi koma í veg fyrir þá. - jse
Um fimmtán hundruð manns æfðu viðbrögð við hugsanlegu Kötlugosi:
Fólk veit hvað ber að gera
FJÖLDAHJÁLPARMIÐSTÖÐ Í HVOLSSKÓLA Íbúar í Rangárvallasýslu létu ekki sitt eftir liggja
í Bergrisanum í gær en 656 þeirra tóku þátt og eru því íbúarnir orðnir 833 sem vita af
reynslu hvað ber að gera ef til Kötlugoss kæmi. MYND: SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR
LÖGREGLA Sjö voru handteknir í
miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt í
kjölfar húsleitar lögreglu. Tölu-
vert af fíkniefnum fannst í íbúð-
inni og í fórum fólksins.
Talið er að eiturlyfjasala hafa
verið stunduð í íbúðinni og voru
sjömenningarnir allir í mjög ann-
arlegu ástandi. Rannsókn málsins
stendur yfir. - mþþ
Sjö manns teknir við húsleit:
Grunur um
fíkniefnasölu
Burt með bílaraðir Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar vill að Alþingi og sam-
gönguyfirvöld endurskoði samgöngu-
áætlun. Binda verði enda á langar
bílaraðir sem myndast á álagstímum.
SAMGÖNGUR
LÖGREGLA Mjög ölvað par var hand-
tekið um klukkan eitt í fyrrinótt
þar sem það rölti um miðbæinn
með eins árs gamalt barn sitt í
vagni. Lögregla leitaði í vagninum
og fann þar áfengisflöskur sem
fólkið hafði lagt í vagninn, við hlið
barnsins.
Fólkið var yfirheyrt á lögreglu-
stöð í gær eftir að það hafði sofið
úr sér áfengisvímuna. Að sögn
varðstjóra hjá lögreglunni tóku
fulltrúar barnaverndaryfirvalda
barnið að sér og verður það í
umsjá þeirra á meðan rannsókn
málsins stendur yfir Ekki var
hægt að fá nánari upplýsingar hjá
lögreglu að svo stöddu. - mþþ
Ábyrgðarlausir foreldrar:
Ölvaðir með
barnið á rölti
FÉLAGSMÁL Nýstofnað Aðstand-
endafélag aldraðra á Íslandi hvet-
ur til þjóðarátaks í búsetu- og
kjaramálum aldraðra. Þetta var
meðal þess sem fram kom á stofn-
fundi félagsins sem haldinn var í
Hafnarfirði í gær.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir að nóg sé komið af
orðum, nefndum og skýrslum og
að nú þurfi aðgerðir og úrræði.
„Við trúum því að við höfum afl
til að breyta hlutunum,“ sagði
Reynir Ingibjartsson nýkjörinn
formaður félagsins. ,,Ástandið er
til skammar. Biðlistar eftir hús-
næði eru langir og meiri fjöl-
breytni skortir í valkostum. Skatt-
lagning aldraðra er þjóðarskömm.
Það skortir ekki fjármagn á Íslandi
og lífeyrissjóðirnir eiga að líta á
það sem skyldu sína að koma þess-
um málum að,“ segir Reynir.
Vel á þriðja hundrað manns
sóttu fundinn, hvert sæti var skip-
að og bæta þurfti við stólum svo
að allir kæmust að.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra mætti til fundarins. Hún
kvaðst fagna stofnun félagsins og
sagði vitundarvakningu hafa orðið
meðal landsmanna þegar kemur
að málefnum aldraðra. - mþþ
Á þriðja hundrað manns mættu á stofnfund AFA:
Skattlagningin þjóðarskömm
Á FUNDI Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í Reykjavík, tekur í hönd
Reynis Ingibjartssonar, formanns AFA.
KANADA, AP Selveiðitímabilið hófst
í Kanada um helgina. Friðunars-
innar voru mættir
til að fylgjast með
og fóru mjög í taug-
arnar á veiðimönn-
um, sem misstu
hvað eftir annað
stjórn á skapi sínu.
Einu selveiði-
skipanna var siglt á
gúmmíbát friðun-
arsinna. „Veiði-
mennirnir geta verið reiðir en það
gefur þeim engan rétt til að stofna
lífi fólks í hættu,“ sagði talsmaður
friðunarsinna. - gb
Selveiðimenn í Kanada:
Í átökum við
friðunarsinna
REIÐUR SKIP-
STJÓRI Æpir á
friðunarsinna.