Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 62
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR44 Árbæjarskóli hóf göngu sína árið 1956. Fram til 1966 var hann starf- ræktur í samkomuhúsi á Árbæjar- bletti þar sem kennt var í þremur deildum. Haustið 1967 flutti skólinn sig um set í nýtt húsnæði með 421 nemanda. Nemendum fjölgaði hratt næstu árin og á fimm ára afmæli skólans voru nemendur 1.081 talsins. Skólinn er í dag einsetinn en 800 nemendur sækja þangað menntun sína. Skólinn er safnskóli á ungl- ingastigi en það felur í sér að við upphaf 8. bekkjar koma nemendur Ártúnsskóla og Selásskóla til náms í Árbæjarskóla. Þorsteinn Sæberg stýrir Árbæjarskóla en honum til halds og trausts eru Guðrún Erna Þórhallsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir. ÁRBÆJARSKÓLI Steypuvinna við kalkþörunga- verksmiðjuna á Bíldudal er hafin og framkvæmdir ganga vel. Unnið er að því að reisa kalkþör- ungaverksmiðju á Bíldudal og nú nýlega hófst steypuvinna að verk- smiðjugrunninum sem er í hönd- um Trésmiðjunnar Lás ehf. Búið er að steypa helming undirstöð- unnar fyrir stálgrindina en eftir eru veggirnir og svo platan. Stefnt er á að klára verksmiðjugrunninn í byrjun maí. Aðaleigandi verksmiðjunnar sem mun rísa á Bíldudal er fyrir- tækið Celtic Sea Minerals. Fyrir- tækið á einnig kalkþörungaverk- smiðju í bænum Castletownbere á Írlandi sem hefur verið keyrð á fullum afköstum undanfarið og hefur verið fengið til þess efni úr Arnarfirði. Þegar verksmiðjan á Bíldudal kemst í gagnið mun hún bera þungann af framleiðslu Celt- ic Sea Minerals. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa seinni- part sumars. Frétt fengin af www.bb.is. Verksmiðja á Bíldudal SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýst ir kaup samn ing ar, heim ild Fast eigna mat rík is is ins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 3/2- 9/2 203 10/2- 16/2 185 17/2- 23/2 181 24/2- 2/3 206 3/3- 9/3 179 10/3- 16/3 214 Dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, er mikill náttúru- unnandi og að hans mati er það nauðsynlegt að híbýli séu í góðum tengslum við náttúruna. „Ég vil hafa breiða fjallasýn og góða sjávarsýn,“ segir Ólafur. Frá hans bæjardyrum vill hann geta fylgst með þeim breytingum á náttúrunni sem árstíðirnar hafa í för með sér. „Ég vil stöðugt verða vitni að síbreytileika náttúrunnar. Ég vil geta fylgst með ólíkum árstíðum og hvernig birtan og litbrigðin breytast í takt við þær.“ Dr. Ólafi er ekki illa við sjóinn og hann vill sjá brimið ólga og að eigin sögn hefur hann ekkert á móti, nema síður sé, að hressilegur gustur blási af hafi. „Þannig upplifi ég veðrið,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur segir sem minnst um húsið sjálft. „Það er betra að hafa það á höfuðborgarsvæðinu en annars er það ytra rýmið sem skiptir höfuðmáli.“ Hann viðurkennir þó að hann kjósi fremur að hafa rúmt um sig en þröng þægilegheit. „Jú ég vil heldur hafa vítt til veggja og hátt til lofts,“ segir Ólafur að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: DR. ÓLAFUR KVARAN SAFNSTJÓRI Staðsetningin sem skiptir máli Dr. Ólafur Kvaran vill bæði sjávar- og fjallasýn frá sínum stofuglugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.