Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 17 ZAPPA PLAYS ZAPPA miðasala 2. apríl www.rr.is 1. Horfa ber á málið frá byrjunar- reit, núllpunkti. 2. Meta skal hvort þörf sé her- varna nú, þótt þeirra hafi verið þörf 1941 og 1951. Vanda verður það mat, leita m.a. álits trúverð- ugra sérfræðinga um hervarnir. 3. Ákveða verður, að fengnu mark- tæku mati, að afstaðinni pólitískri umræðu heima fyrir, hvort ástæða sé til: a) að halda við varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951. b) halda áfram aðild að NATO. Á þetta verður að leggja rökstutt, fordómalaust efnismat. Spyrja verður m.a.: Vegur varnarsamn- ingurinn þyngra en aðild að NATO (eins og þau samtök hafa þróast)? 4. Ef ekki telst þörf hervarna í lík- ingu við það sem álitið hefur verið síðan 1951, þá er runnin upp sú stund að Íslendingar eiga að segja upp varnarsamningnum. Og ekki nóg með það: Þeir eiga líka að segja sig úr NATO. 5. Þá væri í raun horfið til þess hlutleysisástands, sem var í upp- hafi fullveldis Íslands 1918, en lauk að segja má 1941, þegar fyrri herverndarsamningurinn við Bandaríkin var gerður á tíma heimsstyrjaldar. Eftir það var hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 nafnið tómt, liðin tíð. Nú kann að vera tímabært að lýsa yfir hlut- leysi að nýju. Í því felst þó ekki að íslenska ríkið hirði ekki um varnar- og öryggismál sín. Slíkt sæmir ekki auðugri, fullvalda þjóð, þótt lítil sé. Að vera hlut- laus merkir ekki að þjóðin sé óvirk og sinnulaus um öryggi sitt, vörslu brýnustu þjóðarhags- muna, m.a. landhelgisgæslu í víðum skilningi, almannavörn- um, björgunarstarfsemi á landi og sjó o.s.frv. Íslendingar hafa næg efni til þess að halda uppi heimavörnum og öryggisgæslu sem hentar vopnlausri smáþjóð. 6. Hitt er annað mál að Íslending- ar (ráðamenn þjóðarinnar) verða að koma sér saman um skilgrein- ingu orða, svo að ljóst sé hvað felst í því að þeir ráði sjálfir heima- vörnum sínum og öryggisgæslu. Í þeirri umræðu duga ekki hálf- kveðnar vísur eða útúrsnúningar. Þá er stóra spurningin enn og aftur: Eru hervarnir óhjákvæmi- legar? Snýst allt málið um fjórar herþotur („sýnilegar loftvarnir“)? Kemur ekki eitthvað annað til greina? Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. Minnisblað um varnar- og öryggismál UMRÆÐAN VARNAR OG ÖRYGGISMÁL INGVAR GÍSLASON Ef ekki telst þörf hervarna í líkingu við það sem álitið hefur verið síðan 1951, þá er runnin upp sú stund að Íslendingar eiga að segja upp varnarsamningn- um. Og ekki nóg með það: Þeir eiga líka að segja sig úr NATO. Sigurrós Baldvinsdóttir skrifar: Nú get ég ekki orða bundist. Ég er ekki ein af þeim sem sest niður í tíma og ótíma, að láta ljós mitt skína ef mér líkar ekki þetta eða hitt. En 24. mars skrifaði Bergsteinn Sigurðsson pistil í Fréttablað- ið. Hans fína smekk var stórlega misboð- ið. Og það var að Ríkissjónvarpið leyfði sér að senda þessa endemis lágkúru frá sér eins og hann orðaði það, miðviku- dagsþættina Tískuþrautir. Andleysi og doði - ekki vantaði orðmælgi. Ég er víst ein af þeim sem hef gaman af þessari andleysisvitleysu og vil hér með færa Ríkissjónvarpinu mínar bestu þakkir fyrir þetta framlag. Helgi hringdi: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ kappkostar nú, eins og skiljanlegt er, að skapa störf á Reykjanesskaga eftir að herinn fer. Hann vill fá álver í Helgu- vík, en hann vill líka að hinar og þessar ríkisstofnanir verði fluttar í bæjarfélagið sitt. Hefur hann spurt hvað það myndi allt saman kosta. Það er ekki lítið fyrir- tæki að færa hinar og þessar stofnanir út um allar trissur. Þá held ég að betur sé heima setið en af stað farið. BRÉF TIL BLAÐSINS Þekktu óvin þinn En hver er þá hættan sem steðjar að Íslendingum nútímans? Mun grænlenski herinn einn daginn mæta hingað með hvalskutla sínar og sveðjur eða verða það kannski sportklæddir Norðmenn sem sjá tækifæri í varnarleysi landsins, skíða yfir okkur - minnugir fornra yfirráða? Eða Danir sem öfunda okkur svo mikið þessa dagana? Danski herinn hefur jú reynsl- una af því að bombardéra sumarbústaði Þjóðverja við Jótlandsstrendur. Eða þá einhverjar þjóðir sem eru miklu lengra í burtu, og við vitum kannski ekki hvað heita en hafa illt í hyggju? Er furða þótt maður sé fullur af kvíða? Þekktu óvin þinn, stendur á vísum stað, en hvað á sá að gera sem á alls engan óvin. Egill Helgason á visir.is Misbeiting verkalýðsfélaga Eftir síendurtekna misbeitingu sumra verkalýðsfélaga á aðstöðu sinni hlýtur að fara að koma að því að verkalýðsfélögin verði svipt þessari aðstöðu og látin sjálf um að afla sér félagsmanna og tekna. Ef sú væri raunin er næsta víst að þau færu varlegar í pólitískri baráttu sinni en létu sér nægja að beita sér fyrir hagsmuna- málum félagsmanna sinna. Ef þau hins vegar héldu pólitísku baráttunni áfram þá gerði það ekkert til, launamenn gætu þá bara sagt skilið við félögin og hætt að styðja málstað sem þeim líkaði ekki. Vefþjóðviljinn á andriki.is AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.