Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 72
28 27. mars 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 24 25 26 27 28 29 30 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Keflavík mætast í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfubolta í Borgarnesi. ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Ensku mörkin á Rúv. Öll mörkin í ensku úrvalsdeildinni um helgina verða sýnd.  18.00 Þrumuskot á Enska bolt- anum.  18.50 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Tottenham og WBA.  20.00 Skólahreysti á Sýn.  20.45 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.15 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin úr ensku 1. deildinni.  21.45 Spænsku mörkin á Sýn. HANDBOLTI Alexander Petersson minnti rækilega á sig þegar hann skoraði átta mörk fyrir Gross- wallstad sem sigraði Hamburg naumlega, 28-27, í þýsku úrvals- deildinni í handbolta á laugardag. Þetta var fyrsti leikur Alexanders með liði sínu eftir að hann kjálka- brotnaði í leik með íslenska lands- liðinu á EM og er ljóst að endur- koma hans styrkir Grosswallstad mikið. Einar Hólmgeirsson bætti við sex mörkum fyrir liðið. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem vann Lubbecke, 32-31, en Þórir Ólafsson skoraði ekki fyrir Lubbecke. Arnór Atlason er enn að jafna sig eftir meiðsli og lék ekki með Magde- burg. Þá skoraði Róbert Sighvats- son tvö mörk fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Melsungen, 36-32, en Markús Máni Michaelsson náði ekki að skora fyrir Düsseldorf sem tapaði fyrir Kronau/Östrigen. - vig Þýski handboltinn: Alexander stimplar sig inn ALEXANDER PETERSSON Sýndi styrk sinn í Þýskalandi um helgina. HANDBOLTI Düsseldorf, liðið sem Markús Máni Michaelsson leikur með í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, hefur kært úrslitin í leik liðsins gegn Kronau-Östrigen á laugardagskvöldið vegna hrika- legra mistaka hjá dómurum leiks- ins. Málsatvik eru þau að í stöð- unni 10-8 fyrir Kronau skoraði Frank Berblinger fyrir Düsseld- orf og minnkaði muninn í 10-9. Starfsmenn á ritaraborðinu virð- ast hafa ýtt á vitlausan takka því á markatöflunni stóð að staðan væri 11-8, Kronau í vil. Dómar- arnir tóku eftir mistökunum og létu „leiðrétta“ markatöfluna þannig að hún sýndi að staðan væri 11-9, þrátt fyrir að hún væri í raun 10-9. Aðstandendur Düss- eldorf trúðu vart sínum eigin augum en hörð mótmæli þeirra báru engan árangur. Leikurinn hélt áfram og svo fór að Kronau sigraði með einu marki, 26-25. Düsseldorf átti kost á því að jafna metin á síðustu sek- úndu en náði ekki að nýta sína síð- ustu sókn. Ljóst er að þar sem munaði aðeins einu marki á liðun- um í leikslok voru mistök dómar- anna afar dýrkeypt og ákvað Düsseldorf því að kæra úrslit leiksins strax að honum loknum. Málið verður tekið fyrir hjá stjórn úrvalsdeildarinnar á næstu dögum. - vig Skandall í Þýskalandi: Düsseldorf kærir úrslit KÖRFUBOLTI KR-ingar áttu engin svör við stórleik Njarðvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslit- unum í gær og voru flestir þeirra eins og hver annar áhorfandi í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær. Heimamenn spiluðu sinn besta leik í langan tíma og er óhætt að fullyrða að þegar Njarðvík kemst í sama gír og í gær eru fá lið sem standa því snúning. Lokatölur urðu 101-65 í leik þar sem Njarð- víkingar juku forystu sína jafnt og þétt allan tímann. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Varnarleikurinn var frá- bær og baráttan til mikillar fyrir- myndar,“ sagði Einar Árni Jóhann- son, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Allir lærisveinar hans stóðu sig frábærlega í leiknum, hvort sem þeir byrjuðu inn á eða komu af bekknum, og gat Einar nánast skipt um leikmenn að vild án þess að veikja lið sitt. „Við erum að halda áfram að bæta okkur í þessari úrslitakeppni og það fylgja allir með í stemning- unni,“ sagði Einar Árni. Leikurinn í gær var algjör ein- stefna frá upphafi. Heimamenn náðu strax yfirhöndinni, komust í 12-7 og síðan 16-9 og í lok 1. leik- hluta settu leikmenn liðsins í fluggírinn og skoruðu sex síðustu stigin. Að fyrsta leikhluta loknum var staðan orðin 28-11 og strax komið stórt bil sem vitað var að KR-ingar myndu eiga erfitt með að brúa. Sóknarleikur KR var afleitur, eins og svo oft áður í 1. leikhluta, og það nýttu Njarðvík- ingar sér til hins ýtrasta með því að sækja hratt í gagnsóknum. Leikurinn jafnaðist eilítið út í 2. og 3. leikhluta, KR-ingar reyndu hvað þeir gátu en heimamenn voru alltaf með leikinn í hendi sér og hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér. Þegar KR náði góðum leikkafla var einfaldlega gefið í að nýju og var frábær leikkafli í upphafi 4. leikhluta gott dæmi um það. Á örskömmum tíma breyttu Njarð- víkingar stöðunni úr 67-50 í 87-53 og lauk þeim leikkafla með við- stöðulausri troðslu Egils Jónas- sonar yfir Ljubodrag Bogovax hjá KR. Stórkostleg tilþrif sem sjást ekki oft í íslenskum körfubolta. Eftir þessa útreið var allur vindur úr KR-ingum og áttu yngstu leikmenn Njarðvíkur eftir að bæta enn við forskotið áður en yfir lauk. Um var að ræða sigur liðsheildarinnar þar sem allir skil- uðu sínu, en þó ber sérstaklega að nefna þátt Friðrik Stefánssonar, sem átti frábæran leik í vörninni, og Jóhanns Árna Ólafssonar, sem skoraði 15 stig með mörgum glæsi- legum körfum. Þá var Jeb Ivey traustur að vanda. „Mér fannst við bara vera á hálfum hraða. Varnarleikurinn var enginn hjá okkur og þegar Njarðvík skorar 101 stig þá vinn- um við ekki. Það er ljóst,“ sagði Herbert Arnarsson, þjálfari KR, eftir leikinn. - vig Njarðvíkingar settu upp sýningu í Ljónagryfjunni Njarðvíkingum héldu engin bönd í fyrstu viðureign þeirra gegn KR-ingum í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Njarðvík sigraði með 36 stigum, 101-65, og gerði hreinlega lítið úr andstæðingi sínum. Ísland verður með nýja fulltrúa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili því á laugardag tryggði Reading sér loksins sæti í deild hinna bestu. Eins og kunnugt er leika þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson með liðinu og voru þeir báðir í byrjunarliðinu þegar Reading gerði jafntefli við Leicest- er á laugardag og fékk þar með stigið sem vantaði upp á til að gulltryggja sætið í úrvalsdeildinni. „Loksins er sætið í höfn,“ sagði Brynjar Björn við Fréttablaðið í gær, en Reading hefur haft mikla yfirburði í 1. deildinni í Englandi í ár og hefði það í raun verið stórslys hefði liðið ekki náð að komast upp. „Það var gaman eftir leikinn í gær, það er ekki hægt að segja annað. En þó að það hafi auðvitað verið fagnað höfð- um við samt hemil á okkur. Það eru sex leikir eftir í deildinni og við ætlum að klára þá með stæl. Því er þessi sigurtil- finning er ekki alveg sokkinn inn ennþá,“ sagði Brynjar Björn sem játti því þó að skál- að hefði verið í kampavíni að leik loknum. „Jú, jú. Það var mikið stuð í klefanum.“ Segja má að úrvalsdeildarsæti sé einnig persónulegur áfangi fyrir Brynjar Björn, sem hefur spilað með hinum ýmsu liðum í neðri deildunum í Englandi allt frá því að hann kom fyrst til Englands árið 1999 en aldrei áður verið á mála hjá félagi í úrvals- deild. „Vissu- lega er þetta náttúrulega búið að vera markmið fyrir mig í nokkur ár svo að það er ekki hægt að segja annað en að það sé gamall draumur að rætast. Þetta er mjög ljúf tilfinning,“ segir Brynjar Björn. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON OG ÍVAR INGIMARSSON HJÁ READING: SPILA Í ÚRVALSDEILDINNI AÐ ÁRI Langþráðu markmiði er loksins náð Guðjón til Bodö/Glimt Framherjinn Guðjón Baldvinsson er á leið til Bodö/Glimt í Noregi þar sem hann verður á reynslu hjá liðinu í um vikutíma. Bodö/Glimt leikur í norsku 2. deildinni en Guðjón leikur með Stjörn- unni í Garðabæ og var markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í fyrra með 14 mörk. > Bæði unnu tvöfalt Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Dagný Linda Kristjánsdóttir báru sigur úr býtum í svigkeppni Skíðamóts Íslands í gær og tryggðu sér þar með tvöfald- an sigur á mótinu því bæði urðu þau Íslandsmeistarar í stórsvigi á laugar- daginn. Rétt eins og í stórsviginu varð Kristján Uni Óskarsson að láta sér lynda annað sætið á eftir Björgvini í sviginu en hjá stúlkunum var það Salóme Tómasdóttir sem hafnaði í öðru sæti. Þá stóð Björgvin uppi sem sigurvegari í Icelandair Cup mótaröðinni sem fram fór samhliða Íslandsmótinu, en annar varð Kristján Uni og Christophe Roux frá Sviss varð þriðji. HANDBOLTI Hornamaðurinn Bjarni Fritzson átti stórleik fyrir lið sitt Créteil þegar það vann 30-26 sigur á þýska liðinu Göppingen í fyrri leik liðana í undanúrslitum EHF- keppninar. Bjarni skoraði tíu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, og var langmarkahæstur Créteil sem lék á heimavelli sínum í París. Jaliesky Garcia lék ekki með Göppingen vegna meiðsla en Andreas Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA, skoraði tvö mörk. Créteil fór illa að ráði sínu á lokamínútunum því það hafði yfir, 29-21, þegar skammt var eftir. Einbeitingarleysi á lokamínútun- um gerir það að verkum að staða Göppingen er mun betri fyrir síð- ari leikinn í Þýskalandi um næstu helgi. Sigurvegarinn mætir ann- aðhvort Gummersbach eða Lemgo í úrslitum keppninnar. - vig EHF-keppnin í handbolta: Bjarni frábær HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real eru í góðri stöðu eftir fyrri viðureign- ina gegn Flensburg í undanúr- slitum Meistaradeildarinnar sem fram fór í gær. Ciudad vann öruggan sigur á heimavelli sínum, 31-22, og skoraði Ólafur fjögur marka spænska liðsins. Flensburg sá aldrei til sólar í leiknum og sýndi stjörnum prýtt lið Ciudad allar sínar bestu hlið- ar. Enginn lék þó betur en sló- venska stórskyttan Siarhei Rutenka, en hann skoraði níu mörk. Vendipunktur leiksins kom eftir um tíu mínútna leik þegar Ciudad breytti stöðunni úr 3-3 í 11-4. Eftir það varð ekki aftur snúið og varð munurinn mest 11 mörk í síðari hálfleik. Flensburg náði aðeins að laga stöðuna áður en yfir lauk en staða liðsins fyrir síðari leikinn er engu að síður afar vond. Í hinni undanúrslitarimmunni hafði Fotéx Veszprém betur gegn Portland San Antonio á heima- velli sínum í Ungverjalandi, 29- 27, og stendur spænska liðið því nokkuð vel að vígi fyrir síðari leikinn. - vig Undanúrslit Meistaradeildarinnar í handbolta: Ciudad Real í góðri stöðu SIHAREI RUTENKA Var frábær fyrir Ciudad í gær. NORDICPHOTOS/AFP JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON Kom gríðarlega sterkur inn af bekknum í gær og skoraði 15 stig í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Hefur sé› DV í dag? flú LITLA HRYLLINGSBÚÐIN FRUMSÝND FJÓRAR STJÖRNUR Á AKUREYRI DV-2x10 26.3.2006 21:11 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.