Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 27. mars 2006 23
ZAPPA
PLAYS
ZAPPA
miðasala 2. apríl
www.rr.is
Segjum svo að manneskja standi
upp í fjölmenni og heimti athygli
viðstaddra þá er það ekki endilega
leiklistarviðburður. En ef mann-
eskjan fer upp á kassa er það í átt-
ina, gæti þó verið framboðsræða
eða predikun, jafnvel kynning á
nýrri tannkremstegund. Ef mann-
eskjan talar mjög hátt og tilgerð-
arlega, syngur og dansar eða
hreyfir sig óvenjulega, klæðist
furðulegum fötum eða bara alls
engum fötum, þá er þetta örugg-
lega leiklist. Sérstaklega ef hún er
allsber. Ef manneskjan í þokkabót
segir safaríkar lygasögur, sem
fanga athyglina, þá er þetta pott-
þétt leikari. Þó aðeins ef allir
áhorfendur samþykkja lygasög-
una sem eitthvað betra og hafið
yfir sannleikann um stundarsakir.
Leikarinn er mjög góður ef
áhorfendur gleyma því að þeir
þurfa að pissa í svona einn og hálf-
an klukkutíma. Hugmyndaflug,
innsæi og sköpunargáfur leikar-
ans kallar fram nákvæmlega
þessa sömu eiginleika í sérhverj-
um áhorfenda og úr verður það
sem kallast leiklist. Þetta samspil
er kjarninn. Til að auka áhrifa-
mátt hans og fjölbreytni hafa tveir
og svo fleiri leikarar tekið sig
saman og þá hefur þurft að stækka
kassann, jafnvel smíða upphækk-
aðan pall. Síðan hengja upp tjöld
til að fela ljótan bakgrunn, reisa
þak út af rigningu, tengja ljóskast-
ara til að vinna á myrkrinu en til
að fara hratt yfir þróunarsöguna
þá höfum við nú það sem við nefn-
um leikhús. Þar vinnur gífurlegur
fjöldi fólks að því að spinna og
vefa dýrindis klæði úr engu, líkt
og vefararnir í sögunni um nýju
fötin keisarans.
En ólíkt þeim svindlurum er
enginn að svíkja vísvitandi heldur
eru allir að reyna að gera eins vel
við leiksýninguna og hægt er. Öll
viljum við að lygasögurnar afhjúpi
sannleikann, ef það skyldi mistak-
ast væri ofboðslega frískandi ef
áhorfendur myndu taka sér barnið
úr sögunni til fyrirmyndar og
kalla hátt og snjallt yfir allan sal-
inn: „En hann er ekki í neinu!“
Í tilefni af alþjóða leiklistardeg-
inum 2006, Stígur Steinþórsson.
STÍGUR STEINÞÓRSSON LEIKMYNDAHÖF-
UNDUR
Ávarp Stígs Steinþórssonar
Harmonikan verður í öndvegi á
tónleikum í Salnum í kvöld en þá
leikur Finninn Tatu Kantomaa
nokkur af merkustu harmoniku-
verkum 20. aldarinnar sem spanna
allt frá þjóðlögum og finnskum
tangóum til innhverfrar íhugunar.
Með honum leika Sigurður Hall-
dórsson á selló, Zbigniew Dubik á
fiðlu, Eydís Franzdóttir á óbó og
Kolbeinn Bjarnason á flautur.
Tatu segir að töluverð gróska
sé í tónsmíðum fyrir harmoniku
um þessar mundir. „Á undanför-
um tuttugu árum hafa æ fleiri tón-
skáld samið verk fyrir harmoniku,
einkum á Norðurlöndunum.“ Á
tónleikunum frumflytja Tatu og
félagar verk eftir ungan Íslend-
ing, Daníel Bjarnason, sem sækir
innblástur sinn til fornra kín-
verskra ljóða. Þá leika þau verk
eftir Arne Nordheim sem var kall-
aður fyrsti módernistinn í Noregi.
„Þetta eru verk eins og ég vil
gjarnan spila,“ segir Tatu en legg-
ur áherslu á að hann leiki alls kyns
tónlist.
Tatu hefur búið á Íslandi með
hléum síðan 1996 og verið ötull við
að spila og kenna á hljóðfærið.
Hann er félagi í Rússíbönunum,
Tangósveit Lýðveldisins og
CAPUT hópnum og hefur auk þess
tekið þátt í fjölmörgum leiksýn-
ingum, í Þjóðleikhúsinu, Borgar-
leikhúsinu og víðar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
TATU KANTOMAA HARMONIKULEIKARI
Leikur ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara
og Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA
Harmonikan
í öndvegi
Geisladiskurinn „Til Máríu“ sem
inniheldur trúarlega tónlist eftir
Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld
kom út í gær, á Boðunardegi
Maríu. Á diskinum flytja Kamm-
erkór Suðurlands og einsöngvar-
arnir Hallveig Rúnarsdóttir, Anna
Sigríður Helgadóttir, Hrólfur
Sæmundsson og Sverrir Guðjóns-
son tónsmíðar Gunnars helguðum
Maríu guðsmóður en Sverrir er
jafnframt listrænn stjórnandi
verksins. Á diskinum má einnig
finna lagasmíðar Gunnars við
ærslavísur Æra-Tobba.
Útgáfutónleikar hópsins verða
haldnir 1. apríl nk. í Þjóðmenning-
arhúsinu.
Trúartónar
HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR Syngur til dýrðar
Maríu á nýjum diski.