Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 22
 27. mars 2006 MÁNUDAGUR PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur Pólýhúðun á alla málma Langsterkasta lakkhúð sem völ er á Það getur verið að sumum þyki gaman að pensla en hinir lát okkur PÓLÝHÚÐA og þurfa svo ALDREI að pensla Forseti Framtíðarinnar leitar í smiðju fortíðar þegar hann er inntur eftir uppáhaldshúsi sínu. Byggingin sem hann heldur mest upp á er skólahús Menntaskólans í Reykjavík. Fannar Freyr Ívarsson er formað- ur Framtíðarinnar, annars af tveimur nemendafélögum innan MR. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann velji Skólahús MR sem uppáhaldsbygginguna sína. „Hér er æðislegt að vera og gott að læra,“ segir Fannar. „Andi liðinna tíma fyllir húsið og byggingin sjálf finnst mér sjarmerandi.“ Skólahúsið var vígt árið 1846 og var þá stærsta húsið á Íslandi. Þá hlaut skólinn nafnið Reykjavíkur lærði skóli, en var einnig kallaður Reykjavíkurskóli (Schola Reykja- vicensis á latínu), Lærði skólinn eða Latínuskólinn. Núverandi nafn sitt hlaut hann á millistríðsárun- um, nánar tiltekið árið 1937. Aðspurður hvort Fannar óttist ekki um öryggi sitt í byggingu sem margir telja að hruni komin svarar Fannar hlæjandi: „Okkar árlegi gangaslagur er ágætis prófsteinn á húsið. Þá eru þröngir gangarnir við að springa út af troðningi og húsið nötrar allt. Slagnum verður viðhaldið þangað til húsið hrynur en það hangir uppi ennþá svo ég hef litlar áhyggjur.“ Fannari líkaði vel við bygging- una frá fyrstu kynnum. Þegar hann var í 10. bekk og komið var að því að velja framhaldsskóla fór hann í kynnisferðir um ýmsa skóla. „Fyrirfram langaði mig mest í MR en ég hafði svolitla fordóma gagn- vart honum vegna þess að hann var gamli skólinn,“ segir Fannar. „Þegar ég hins vegar kom fyrst hérna inn fann ég að hér ætti ég að vera, hér ætti ég heima. Húsið bara býður mann einhvern veginn velkominn.“ Framundan hjá Framtíðinni og Fannari eru kosningar og grímu- ball. Efst á baugi er þó úrslitavið- ureign Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans í Hamrahlíð í ræðukeppni Morfís 31. mars næst- komandi. Fréttablaðið óskar báðum liðum góðs gengis í viður- eigninni en Fannar lofar góðri keppni enda ætlar ræðuliðið að bæta upp fyrir slakt gengi spurn- ingaliðs MR í Gettu betur í ár. tryggvi@frettablaðið.is Fékk strax góða tilfinn- ingu fyrir skólahúsinu Fannar og skólabygging Menntaskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Rafstillanleg rúm 120x200sm með svæðaskiptri pokafjaðradýnu Rétt verð kr. 118.000. Tilboðsverð kr. 94.400.- Opið: virka daga 11-18 • laugardaga 11-16. Langholtsvegi 111,104 Rvk. • S. 568 7900 Fermingartilboð Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti. Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni, svæðisskiptri pokafjaðradýnu og lúxus yfirdýnu með hrosshárum (án höfðagafls).120x200. Verð kr. 110.600. Tilboðsverð kr. 88.480.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.