Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 2
2 27. mars 2006 MÁNUDAGUR
��������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�������������
����������������������������������������������������������������
����
�����������
KABÚL, AP Dómstóll í Afganistan
felldi niður í gær mál á hendur
afgönskum manni, Abdul Rahman
að nafni, sem var múslimi en sner-
ist til kristinnar trúar.
Rahman átti yfir höfði sér líf-
látsdóm sneri hann ekki aftur til
Íslamstrúar. Dómstóllinn sagði
skort á sönnunargögnum valda
því að hann felldi málið niður.
Tilkynning um þetta barst í
kjölfar þess að þrýstingur hafði
aukist á Hamid Karzai, forseta
Afganistans, um að beita sér fyrir
því að Rahman yrði látinn laus.
Málið fer nú aftur til saksóknara
til frekari rannsókna. - gb
Kristinn Afgani:
Dómstóll felldi
niður málið
ABDUL RAHMAN Var úthrópaður sem trú-
villingur og átti yfir höfði sér líflátsdóm.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Danski forsætisráðherr-
ann Anders Fogh Rasmussen fékk
nýlega morðhótun með tölvupósti.
Morðhótunin var frá 18 ára ungl-
ingi frá Óðinsvéum. Unglingurinn
hefur verið handtekinn.
Dagblaðið Dagens Nyheter
segir að unglingurinn hafi sent
tölvupóst til forsætisráðherrans
úr félagsmiðstöð í Óðinsvéum. Í
tölvupóstinum kom fram að Fogh
Rasmussen myndi deyja innan níu
daga. - ghs
Danski forsætisráðherrann:
Fékk morðhót-
un í tölvupósti
Fyllerí á fegurðarsamkeppni Mikil
ölvun var á Akranesi í fyrrinótt í tengsl-
um við Fegurðarsamkeppni Vesturlands
sem þar var haldin. Dansleikur var
haldinn í samkomuhúsinu Breiðinni og
var lögregla með aukið eftirlit.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VARNARMÁL Bandarískar fjöl-
skyldur sem starfa fyrir varnar-
liðið og tölvubúnaður varnarliðs-
ins verður farinn af
Keflavíkurflugvelli í júnílok.
Nú þegar hefur fyrirtækið P.
Árnason verið fengið til að pakka
niður fyrir bandarísku fjölskyld-
urnar og þegar búið er að því mun
hver fjölskylda búa á hóteli uns
hún fer úr landi. Einnig verður
tvö hundruð tölvum pakkað niður
í hverjum mánuði næstu þrjá
mánuði og því verður allur sá
tækjabúnaður farinn í júnílok.
Þá hefur verið ákveðið að flýta
skólaslitum í skólunum til 18.
maí, sem er nokkrum vikum fyrr
en vanalegt er, svo fjölskyldur
geti farið fljótlega eftir það.
Í dag geta starfsmenn varnar-
liðsins náð í uppsagnarbréf sín á
skrifstofu starfsmannahalds.
Þeir sem ekki nálgast þau þar fá
þau send heim á næstu dögum.
Guðjón Arngrímsson, varafor-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Suðurnesja, segir kröfu
þeirra vera þá að íslensk stjórn-
völd semji um það við varnarliðið
að starfsmenn fái biðlaun við
starfslok. - jse
Varnarliðsmenn byrjaðir að pakka og búa sig undir að flytja á hótel:
Tæki og tól flutt fyrir júnílok
HERMENN VARNARLIÐSINS Á ÆFINGU Ef ekki kemur til nýtt fólk til að sinna vörnum lands-
ins er útlit fyrir að varnarliðssvæðið verði mannlaust í sumar.
SPURNING DAGSINS
Björn Ingi, eruð þið að detta
úr bjórfylgi í pilsnerfylgi?
Nei, þó við séum með lítið í könnunum
þá verðum við með líkjörsfylgi þegar
kemur að kosningum.
Framsóknarflokkurinn mældist með 3 pró-
senta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins.
en áfengisstyrkleiki pilsners er 2,25 prósent.
Björn Ingi Hrafnsson er efsti maður á lista
flokksins í Reykjavík.
ÚKRAÍNA, AP Samkvæmt fyrstu
útgönguspám hlaut flokkur Vikt-
ors Janúkovitsj, fyrrverandi for-
seta Úkraínu, þriðjung atkvæða í
þingkosningunum sem haldnar
voru þar í gær.
Næst mest fylgi hlaut flokkur
Júlíu Tímosjenko, eða 23 prósent,
en hún hefur aflað sér mikilla vin-
sælda og virðist nú ætla að gegna
lykilhlutverki í stjórnmálum
landsins. Flokkur Viktors Jús-
jenko forseta hlaut hins vegar
ekki nema innan við fjórtán pró-
sent atkvæða og beið því mikinn
ósigur, ef marka má þessar fyrstu
útgönguspár.
Mikil umskipti hafa því orðið í
stjórnmálum í Úkraínu, því ein-
ungis sextán mánuðir eru síðan
Janúkovitsj hrökklaðist frá völd-
um og Júsjenko tók við forseta-
embættinu af honum í „appelsínu-
gulu byltingunni“, sem svo hefur
verið nefnd.
Júsjenko verður þó áfram for-
seti, þar sem þetta voru þingkosn-
ingar, en svo virðist sem almenn-
ingur í Úkraínu hafi þótt hægt
miða í því að gera þær umbætur
sem Júsjenko hafði lofað.
Hann náði þó fram þeim umbót-
um á síðasta þingi að völd forseta
verða mun minni að kosningunum
loknum en þess í stað aukast völd
þingsins til muna. - gb
KJÖRSEÐLARNIR SKOÐAÐIR Júsjenko
forseti segir að kosningarnar, sem haldnar
voru í Úkraínu í gær, séu mun frjálsari en
landsmenn hafa áður kynnst. Flokkur for-
setans tapaði engu að síður miklu fylgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Umskipti urðu í stjórnmálum Úkraínu í þingkosningunum í gær:
Janúkovitsj vinnur stórsigur
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja-
vík stöðvaði bíl með sex manns
innanborðs um hádegisbil í gær.
Farþegar og ökumaður voru öll
undir áhrifum fíkniefna og fannst
þónokkurt magn af hassi, töflum
og marjúana í fórum þeirra. Hluti
efnanna var í söluumbúðum og
telur lögregla fíkniefnin hugsan-
lega hafa verið ætluð til sölu.
Sexmenningarnir voru látnir
sofa úr sér vímuna og stóðu yfir-
heyrslur yfir þegar blaðið fór í
prentun. ■
Fjöldahandtaka í Reykjavík:
Sex handteknir
með fíkniefni
LONDON, AP Gólf á jarðhæð í húsi í
Birmingham gaf sig þegar um sjö-
tíu manns voru staddir þar inni að
taka þátt í bænasamkomu. Mann-
fjöldinn hrapaði niður í kjallara
hússins.
Að minnsta kosti þrettán manns
voru fluttir á sjúkrahús, margir
þeirra með beinbrot en enginn þó
lífshættulega slasaður. Alls munu
um 25 manns hafa hlotið meiðsli.
Íbúar í hverfinu hafa notað húsið
sem mosku og sem fundarstað. - gb
Gólf hrynur í Englandi:
Gaf sig undan
sjötíu manns
GÓLFIÐ ER GJÖRÓNÝTT Húsið var notað
sem moska.
VARNARMÁL Fjölmargir þingmenn
í stjórnarnefnd NATO þingsins
telja það óskynsamlega ákvörðun
af hálfu Bandaríkjastjórnar að
fjarlægja Varnarliðið af Keflavík-
urflugvelli nú vegna þess að
spennan sé að aukast á milli
Bandaríkjanna og Rússlands.
Þetta segir Össur Skarphéðins-
son, formaður Íslandsdeildar
þingmannasambands NATO, en
hann var á stjórnarfundi NATO
þingsins í Gdansk í Póllandi í
fyrradag. „Menn tala nú varlega á
svona fundum en þó sagði einn
þingmanna að ef þeir færu nú þá
myndu þeir banka upp á aftur
innan 15 ára til að fá að vera hér
með varnarlið sitt,“ segir Össur.
Nýlega jókst spenna ríkjanna
eftir að bandarísk yfirvöld sökuðu
Rússa um að leka hernaðarupplýs-
ingum til Íraksstjórnar á upphafs-
dögum innrásarinnar þar.
„Það er mikil óvissa um stjórn-
málaástand í Rússlandi og óvíst
hvort þróunin þar sé í lýðræðis-
átt,“ segir Baldur Þórhallsson
stjórnmálafræðingur. „Því er það
ekkert gefið að bandarísk og
rússnesk stjórnvöld muni halda
áfram að vinna saman að alþjóða-
málum eins og þau hafa gert að
hluta til á síðustu árum eða verði
nokkrir bandamenn í framtíðinni.
Condoleezza Rice hefur sent
rússneskum stjórnmálamönnum
tóninn fyrir að brjóta mannrétt-
indi og brjóta ákveðin lýðræðis-
sjónarmið. En Rússar hafa þó ekki
mikla burði til að ógna Bandaríkj-
unum en hins vegar má það ekki
gleymast að Rússland er kjarn-
orkuveldi. Bandaríkjamenn ættu
því að taka þetta ástand í Rúss-
landi með í myndina þegar þeir
meta varnarþörf Íslands. Svo gæti
það aukið á spennuna milli þess-
ara ríkja ef Bandaríkjamenn létu
Ísland af hendi en óskuðu þess svo
að koma þangað aftur vegna stöð-
unnar gagnvart Rússum,“ segir
Baldur.
Össur sagði einnig að NATO
þingmennirnir hafi ekki vitað af
ákvörðun Bandaríkjastjórnar um
breytta tilhögun í varnarsam-
starfi við Ísland og urðu undrandi
á því hvernig að henni var staðið.
„Forseti þingsins stakk upp á
því að íslensku þingmennirnir
tækju þetta upp á aðalfundi þings-
ins í París í vor,“ segir Össur.
„Hann sagði sjálfsagt að þetta
yrði tekið þar upp í varnarmála-
nefnd sambandsins og sömuleiðis
í stjórnarnefnd ef lausn á þessu
máli hefði ekki fundist.“
jse@frettabladid.is
Undrast ákvörðun
Bandaríkjamanna
Þingmenn á stjórnarþingi NATO lýstu undrun sinni á ákvörðun Bandaríkja-
stjórnar um að fjarlægja Varnarliðið hér á landi og sögðu hana óskynsamlega
vegna þeirrar spennu sem ríkir Rússlands og Bandaríkjanna.
RÚSSLAND, AP Tveir menn réðust á
og stungu níu ára stúlku í St. Pét-
ursborg í Rússlandi á laugardag-
inn. Hún liggur nú á sjúkrahúsi og
er líðan hennar sögð þokkaleg.
Móðir stúlkunnar er rússnesk
en faðirinn frá Afríkuríkinu Malí,
og bendir allt til þess að kynþátta-
hatur liggi að baki árásinni.
Stúlkan var á leiðinni heim til
sín úr göngutúr og var rétt komin
inn í húsið þegar mennirnir réðust
á hana.
Árásin hefur vakið óhug
almennings, en einungis nokkrir
dagar eru síðan unglingspiltur var
sýknaður af árás í sömu borg á níu
ára stúlku frá Tadjikistan. - gb
Kynþáttahatur í Pétursborg:
Réðust á níu
ára stúlku
PIERRE LELLOUCHE Forseti Þingmannasambands NATO var undrandi á framgöngu Banda-
ríkjastjórnar gagnvart Íslendingum og hvatti til þess að íslenskir þingmenn tækju málið
upp á aðalfundi sambandsins í Paris í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ÖSSUR SKARPHÉÐ-
INSSON
BALDUR ÞÓRHALLS-
SON