Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.03.2006, Blaðsíða 2
2 27. mars 2006 MÁNUDAGUR �������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����������� KABÚL, AP Dómstóll í Afganistan felldi niður í gær mál á hendur afgönskum manni, Abdul Rahman að nafni, sem var múslimi en sner- ist til kristinnar trúar. Rahman átti yfir höfði sér líf- látsdóm sneri hann ekki aftur til Íslamstrúar. Dómstóllinn sagði skort á sönnunargögnum valda því að hann felldi málið niður. Tilkynning um þetta barst í kjölfar þess að þrýstingur hafði aukist á Hamid Karzai, forseta Afganistans, um að beita sér fyrir því að Rahman yrði látinn laus. Málið fer nú aftur til saksóknara til frekari rannsókna. - gb Kristinn Afgani: Dómstóll felldi niður málið ABDUL RAHMAN Var úthrópaður sem trú- villingur og átti yfir höfði sér líflátsdóm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Danski forsætisráðherr- ann Anders Fogh Rasmussen fékk nýlega morðhótun með tölvupósti. Morðhótunin var frá 18 ára ungl- ingi frá Óðinsvéum. Unglingurinn hefur verið handtekinn. Dagblaðið Dagens Nyheter segir að unglingurinn hafi sent tölvupóst til forsætisráðherrans úr félagsmiðstöð í Óðinsvéum. Í tölvupóstinum kom fram að Fogh Rasmussen myndi deyja innan níu daga. - ghs Danski forsætisráðherrann: Fékk morðhót- un í tölvupósti Fyllerí á fegurðarsamkeppni Mikil ölvun var á Akranesi í fyrrinótt í tengsl- um við Fegurðarsamkeppni Vesturlands sem þar var haldin. Dansleikur var haldinn í samkomuhúsinu Breiðinni og var lögregla með aukið eftirlit. LÖGREGLUFRÉTTIR VARNARMÁL Bandarískar fjöl- skyldur sem starfa fyrir varnar- liðið og tölvubúnaður varnarliðs- ins verður farinn af Keflavíkurflugvelli í júnílok. Nú þegar hefur fyrirtækið P. Árnason verið fengið til að pakka niður fyrir bandarísku fjölskyld- urnar og þegar búið er að því mun hver fjölskylda búa á hóteli uns hún fer úr landi. Einnig verður tvö hundruð tölvum pakkað niður í hverjum mánuði næstu þrjá mánuði og því verður allur sá tækjabúnaður farinn í júnílok. Þá hefur verið ákveðið að flýta skólaslitum í skólunum til 18. maí, sem er nokkrum vikum fyrr en vanalegt er, svo fjölskyldur geti farið fljótlega eftir það. Í dag geta starfsmenn varnar- liðsins náð í uppsagnarbréf sín á skrifstofu starfsmannahalds. Þeir sem ekki nálgast þau þar fá þau send heim á næstu dögum. Guðjón Arngrímsson, varafor- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Suðurnesja, segir kröfu þeirra vera þá að íslensk stjórn- völd semji um það við varnarliðið að starfsmenn fái biðlaun við starfslok. - jse Varnarliðsmenn byrjaðir að pakka og búa sig undir að flytja á hótel: Tæki og tól flutt fyrir júnílok HERMENN VARNARLIÐSINS Á ÆFINGU Ef ekki kemur til nýtt fólk til að sinna vörnum lands- ins er útlit fyrir að varnarliðssvæðið verði mannlaust í sumar. SPURNING DAGSINS Björn Ingi, eruð þið að detta úr bjórfylgi í pilsnerfylgi? Nei, þó við séum með lítið í könnunum þá verðum við með líkjörsfylgi þegar kemur að kosningum. Framsóknarflokkurinn mældist með 3 pró- senta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. en áfengisstyrkleiki pilsners er 2,25 prósent. Björn Ingi Hrafnsson er efsti maður á lista flokksins í Reykjavík. ÚKRAÍNA, AP Samkvæmt fyrstu útgönguspám hlaut flokkur Vikt- ors Janúkovitsj, fyrrverandi for- seta Úkraínu, þriðjung atkvæða í þingkosningunum sem haldnar voru þar í gær. Næst mest fylgi hlaut flokkur Júlíu Tímosjenko, eða 23 prósent, en hún hefur aflað sér mikilla vin- sælda og virðist nú ætla að gegna lykilhlutverki í stjórnmálum landsins. Flokkur Viktors Jús- jenko forseta hlaut hins vegar ekki nema innan við fjórtán pró- sent atkvæða og beið því mikinn ósigur, ef marka má þessar fyrstu útgönguspár. Mikil umskipti hafa því orðið í stjórnmálum í Úkraínu, því ein- ungis sextán mánuðir eru síðan Janúkovitsj hrökklaðist frá völd- um og Júsjenko tók við forseta- embættinu af honum í „appelsínu- gulu byltingunni“, sem svo hefur verið nefnd. Júsjenko verður þó áfram for- seti, þar sem þetta voru þingkosn- ingar, en svo virðist sem almenn- ingur í Úkraínu hafi þótt hægt miða í því að gera þær umbætur sem Júsjenko hafði lofað. Hann náði þó fram þeim umbót- um á síðasta þingi að völd forseta verða mun minni að kosningunum loknum en þess í stað aukast völd þingsins til muna. - gb KJÖRSEÐLARNIR SKOÐAÐIR Júsjenko forseti segir að kosningarnar, sem haldnar voru í Úkraínu í gær, séu mun frjálsari en landsmenn hafa áður kynnst. Flokkur for- setans tapaði engu að síður miklu fylgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Umskipti urðu í stjórnmálum Úkraínu í þingkosningunum í gær: Janúkovitsj vinnur stórsigur LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík stöðvaði bíl með sex manns innanborðs um hádegisbil í gær. Farþegar og ökumaður voru öll undir áhrifum fíkniefna og fannst þónokkurt magn af hassi, töflum og marjúana í fórum þeirra. Hluti efnanna var í söluumbúðum og telur lögregla fíkniefnin hugsan- lega hafa verið ætluð til sölu. Sexmenningarnir voru látnir sofa úr sér vímuna og stóðu yfir- heyrslur yfir þegar blaðið fór í prentun. ■ Fjöldahandtaka í Reykjavík: Sex handteknir með fíkniefni LONDON, AP Gólf á jarðhæð í húsi í Birmingham gaf sig þegar um sjö- tíu manns voru staddir þar inni að taka þátt í bænasamkomu. Mann- fjöldinn hrapaði niður í kjallara hússins. Að minnsta kosti þrettán manns voru fluttir á sjúkrahús, margir þeirra með beinbrot en enginn þó lífshættulega slasaður. Alls munu um 25 manns hafa hlotið meiðsli. Íbúar í hverfinu hafa notað húsið sem mosku og sem fundarstað. - gb Gólf hrynur í Englandi: Gaf sig undan sjötíu manns GÓLFIÐ ER GJÖRÓNÝTT Húsið var notað sem moska. VARNARMÁL Fjölmargir þingmenn í stjórnarnefnd NATO þingsins telja það óskynsamlega ákvörðun af hálfu Bandaríkjastjórnar að fjarlægja Varnarliðið af Keflavík- urflugvelli nú vegna þess að spennan sé að aukast á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Þetta segir Össur Skarphéðins- son, formaður Íslandsdeildar þingmannasambands NATO, en hann var á stjórnarfundi NATO þingsins í Gdansk í Póllandi í fyrradag. „Menn tala nú varlega á svona fundum en þó sagði einn þingmanna að ef þeir færu nú þá myndu þeir banka upp á aftur innan 15 ára til að fá að vera hér með varnarlið sitt,“ segir Össur. Nýlega jókst spenna ríkjanna eftir að bandarísk yfirvöld sökuðu Rússa um að leka hernaðarupplýs- ingum til Íraksstjórnar á upphafs- dögum innrásarinnar þar. „Það er mikil óvissa um stjórn- málaástand í Rússlandi og óvíst hvort þróunin þar sé í lýðræðis- átt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. „Því er það ekkert gefið að bandarísk og rússnesk stjórnvöld muni halda áfram að vinna saman að alþjóða- málum eins og þau hafa gert að hluta til á síðustu árum eða verði nokkrir bandamenn í framtíðinni. Condoleezza Rice hefur sent rússneskum stjórnmálamönnum tóninn fyrir að brjóta mannrétt- indi og brjóta ákveðin lýðræðis- sjónarmið. En Rússar hafa þó ekki mikla burði til að ógna Bandaríkj- unum en hins vegar má það ekki gleymast að Rússland er kjarn- orkuveldi. Bandaríkjamenn ættu því að taka þetta ástand í Rúss- landi með í myndina þegar þeir meta varnarþörf Íslands. Svo gæti það aukið á spennuna milli þess- ara ríkja ef Bandaríkjamenn létu Ísland af hendi en óskuðu þess svo að koma þangað aftur vegna stöð- unnar gagnvart Rússum,“ segir Baldur. Össur sagði einnig að NATO þingmennirnir hafi ekki vitað af ákvörðun Bandaríkjastjórnar um breytta tilhögun í varnarsam- starfi við Ísland og urðu undrandi á því hvernig að henni var staðið. „Forseti þingsins stakk upp á því að íslensku þingmennirnir tækju þetta upp á aðalfundi þings- ins í París í vor,“ segir Össur. „Hann sagði sjálfsagt að þetta yrði tekið þar upp í varnarmála- nefnd sambandsins og sömuleiðis í stjórnarnefnd ef lausn á þessu máli hefði ekki fundist.“ jse@frettabladid.is Undrast ákvörðun Bandaríkjamanna Þingmenn á stjórnarþingi NATO lýstu undrun sinni á ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að fjarlægja Varnarliðið hér á landi og sögðu hana óskynsamlega vegna þeirrar spennu sem ríkir Rússlands og Bandaríkjanna. RÚSSLAND, AP Tveir menn réðust á og stungu níu ára stúlku í St. Pét- ursborg í Rússlandi á laugardag- inn. Hún liggur nú á sjúkrahúsi og er líðan hennar sögð þokkaleg. Móðir stúlkunnar er rússnesk en faðirinn frá Afríkuríkinu Malí, og bendir allt til þess að kynþátta- hatur liggi að baki árásinni. Stúlkan var á leiðinni heim til sín úr göngutúr og var rétt komin inn í húsið þegar mennirnir réðust á hana. Árásin hefur vakið óhug almennings, en einungis nokkrir dagar eru síðan unglingspiltur var sýknaður af árás í sömu borg á níu ára stúlku frá Tadjikistan. - gb Kynþáttahatur í Pétursborg: Réðust á níu ára stúlku PIERRE LELLOUCHE Forseti Þingmannasambands NATO var undrandi á framgöngu Banda- ríkjastjórnar gagnvart Íslendingum og hvatti til þess að íslenskir þingmenn tækju málið upp á aðalfundi sambandsins í Paris í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON BALDUR ÞÓRHALLS- SON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.