Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.05.2006, Blaðsíða 18
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Af þeim hópi fólks sem beitir aðra kynferðislegu ofbeldi hér á landi er 24 prósent yngri en 18 ára. Þá segjast 3,6 prósent framhaldsskólanema hafa fengið einhvern til kynferð- islegra athafna með einum eða öðrum hætti. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu sem Blátt áfram efndi til í gær. Ungmenni, yngri en 18 ára, sem misnota aðra kynferðislega eru allt að 24 prósent af hópi allra gerenda hér á landi. Þetta kom fram í máli Jóns Friðriks Sigurðssonar, for- stöðusálfræðings á geðsviði Land- spítala háskólasjúkrahúss, á ráð- stefnu sem Blátt áfram efndi til um kynferðisofbeldi gegn börnum í gær. Þessar tölur, sem Jón Friðrik kynnti, eru unnar upp úr rannsókn sem Barnaverndarstofa gerði ann- ars vegar og BA-verkefni sem Þor- björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri á LSH, og Jóhanna Jónsdóttir sál- fræðingur unnu hins vegar. Í fyrrnefndu rannsókninni reyndust 20 prósent gerenda í kynferðisofbeldismálum vera yngri en 18 ára. Síðari rannsóknin, sem gerð var á börnum í Barnahúsi árið 2000, leiddi í ljós, að 24 pró- sent gerenda voru á aldrinum 13-17 ára. „Við höfum verið að gera nokkuð viða- mikla rannsókn í Barnahúsi,“ sagði Jón Friðrik við Fréttablaðið. „Við erum með tölur úr mjög stóru safni. Um er að ræða meira en þúsund mál, sem eru mjög misjafnlega vaxin. Í Þeim málum sem þoland- inn þekkir gerandann eru um 30 prósent gerenda yngri en 18 ára. Þetta eru tölur sem við þekkjum erlendis frá, það er að segja 20-30 prósent af þeim, sem eru tilkynntir sem gerendur kynferðislegs ofbeldis, eru á þessum aldri.“ Illa staddur hópur Jón Friðrik nefndi einnig rannsókn sem gerð hefur verið meðal ung- menna á vegum Rannsóknar og greiningar í Háskólanum í Reykjavík, unnin að til- stuðlan Barnavernd- arstofu. Þar hefur verið lagður fyrir ungmenni spurn- ingalisti með mjög opnum spurn- ingum um kynferðislega misnotk- un. Í ljós hefur komið að 3,6 prósent framhaldsskólanema segjast hafa sannfært einhvern, þvingað eða neytt til kynferðislegra athafna. „Einkenni á þessum hópi er að hann er mjög illa staddur, félags- lega og andlega, samanborið við „normal“ hópinn,“ sagði Jón Frið- rik. „Fyrrnefndi hópurinn er meira í fíkniefnaneyslu, hefur gert fleiri sjálfsvígstilraunir, upplifað meira ofbeldi og oftar sætt kynferðislegu ofbeldi. Niðurstöðurnar eru í sam- ræmi við erlendar rannsóknir á unglingum sem beita aðra kynferðis- legu ofbeldi.“ Jón Friðrik kynnti á ráðstefn- unni teymi, sem stofnað hefur verið til að taka við málum af þessu tagi til meðhöndlunar á stofu fyrir heil- brigðisyfirvöld og réttarvörslu- kerfið. Teymið skipa sálfræðing- arnir Anna Kristín Newton og Þórarinn Viðar Hjaltason, sem bæði starfa hjá Fangelsis- málastofnun ríkisins, og Ólafur Örn Bragason sem starfar hjá embætti ríkis- lögreglustjórans, en öll hafa þau reynslu af þess- um málaflokki. Þau hafa öll verið undir handleiðslu Jóns Friðriks. Í máli hans kom einnig fram að dóms- þolar í kynferðis- brotamálum á aldr- inum 15-20 ára á síðustu 16 árum, frá 1990-2005, eru 49 talsins. Ekki er í öllum tilvikum um óskilorðs- bundinn fangels- isdóm að ræða. jss@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING JÓHANNA SIGURÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is Kröfugöngur voru víða um land vegna baráttudags verkalýðsins 1. maí. Þær voru þó ekki eins fjölmennar og áður fyrr og sums staðar voru þær felldar niður í fyrsta skipti í áratugi eins og til dæmis á Akureyri. Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir er varaforseti Alþýðusam- bands Íslands og ávarpaði göngufólk á Ingólfstorgi í Reykjavík. Hafa kröfugöngur raunverulega þýðingu? Þær geta haft það en það fer eftir því hvernig þær eru. Það fer eftir því hversu margir safnast saman því þá hljóta stjórnvöld að hlusta á þau skilaboð. Kröfuganga getur verið öflugur þrýstihópur ef fólkið er nógu margt. Þetta er verkfæri þeirra sem geta ekki keypt sér leið. Þeir sem það geta þurfa ekki kröfugöngur og nota sínar eigin aðferðir. Verður farið í kröfugöngu á Íslandi árið 2016? Það er nú beinlínis þannig að ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef sjálf verið í hópi þeirra sem myndu vilja breyta 1. maí hátíðarhöldunum í Reykjavík en ég veit ekki hvernig það verður. Þetta fer eftir því hvað gerist á næstu árum og árið 2016. Ef þetta heldur áfram eins og hefur verið, þar sem misskipting eykst og eykst, þá verður örugglega miklu meira um kröfugöngur en nú er. SPURT & SVARAÐ KRÖFUGÖNGUR Verkfæri þeirra sem eiga lítið INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR Varaforseti ASÍ ROBERT E. LONGO Var aðalfyrirlesari á ráðstefnunni. Hann hefur sérhæft sig í forvörnum gegn kynferðislegri misnotkun og meðferð þeirra sem sætt hafa kynferðis- legu ofbeldi. RÁÐSTEFNAN Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, og Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi sem var fundarstjóri á ráðstefnunni. Fjórðungur gerenda er yngri en átján ára FJÖLDI DÓMÞOLA FRÁ 1990-2005 15-17 ára = 17 mál 18-20 ára = 32 mál AFPLÁNUN Í FANGELSI FRÁ 1990-2005 15-17 ára = 3 Einstaklingar 18-20 ára = 14 Einstaklingar Viðey er í tveimur hlutum sem tengjast með eiði og mælist samtals 1,7 ferkílómetrar, sem gerir hana stærstu eyjuna í Kollafirði. Norð- vesturhlutinn er kallaður Vesturey, en stærri hlutinn, þar sem kirkjan og Viðeyjarstofa eru, heitir Heimaey. Eyjan er öll gróin og að hluta mýrlend, og hafa þar fundist 156 tegundir æðri plantna og fjöldi fugla, en talið er að allt að 30 tegundir verpi í eyjunni. Algengastir eru æðarfugl og sílamávur, en einnig verpir hrafn í eynni. Hver er saga byggðar í Viðey? Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós að eyjan var í byggð á 10. öld. Þar var kirkja byggð á 12. öld og árið 1225 var Ágústínaklaustur stofnað þar. Það stóð til 1539, þegar kon- ungsfulltrúar frá Bessastöðum rændu það og lögðu undir konung. Jón Arason Hólabiskup, síðasti kaþólski biskup landsins, fór í herför og lagði eyna undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það, en það varði skammt því siðbótinni var komið á eftir aftöku hans og öll klaustur endanlega lögð niður. Viðey var gerð að annexíu frá Bessastöðum og varð síðar aðsetur Skúla Magnússonar landfógeta. Hann lét byggja Viðeyjarstofu, fyrsta steinhús landsins, árið 1755, en kirkjan, sem er næstelsta kirkja landsins, var vígð 1774. Prentsmiðja var starfrækt í Viðey á árunum 1819 til 1844. Í upphafi 20. aldar myndaðist um 100 manna þorp í Viðey, þegar fyrsta höfn landsins fyrir millilandaskip var byggð þar og unnu flestir við fisk. Þegar Reykjavíkurhöfn var fullbúin lagðist byggð af í Viðey, og var síðast búið í Viðeyjarstofu árið 1959. Hvaða starfsemi er nú í eynni? Reykjavíkurborg lét gera upp Viðeyjarstofu og kirkjuna, og árið 1988 var opnaður veit- ingastaður í Viðeyjarstofu. Það tekur um sjö mínútur að fara yfir sundið með ferjunni og á veitingastaðnum er boðið upp á þjóðlega íslenska rétti og léttar veitingar. Hestaleiga er einnig í eyjunni á sumrin. Nú eru uppi hugmyndir um að flytja Árbæjarsafn í Viðey, en jafnframt hefur draumur nokkurra um golfvöll á eyjunni verið langlífur. FBL-GREINING: YFIRLIT YFIR SÖGU VIÐEYJAR Stærsta eyjan í Kollafirði SVONA ERUM VIÐ > Fjöldi dauðsfalla vegna sykursýki* 1 2000 2002 2004 Karlar Konur 1 4 4 2 3 Heimild: Hagstofa Íslands *Flokkun á grundvelli flokk- unarkerfis Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Á við um aldurinn 1 til 74 ára. LÉTT PEPPERONI 55% MINNI FITA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.