Fréttablaðið - 05.05.2006, Síða 20
5. maí 2006 FÖSTUDAGUR20
fólkið í landinu
Garðarsson í óða önn að vigta
aflann sem kemur að landi,
nemendur fjölbrautaskólans líta
upp frá bókum og bregða sér í Esso
sjoppuna og lyftarar og pallbílar
þeysast með kör full af sjávargulli
til vinnslu. Allt er þetta eins og
lifandi og sjávarþorp á að vera en
þá lítur blaðamaður nokkuð sem
stingur skemmtilega í stúf. Við ein
gatnamótin mætir hann manni á
Jagúarbíl af árgerðinni 1955.
Skömmu síðar sést Mustanginn
fyrir framan Sögumiðstöðina í
bænum og þá gefst tækifæri til að
kynnast þeim hefðarmanni sem
fer um með slíkum stæl.
Snæfellingurinn James Bond
„Það þýðir ekkert að láta sjá sig á
einhverjum skrjóð enda hvílir sú
ábyrgð á okkur að vera sveitungar
James Bond,“ segir Ingi Hans
Jónsson, umsjónarmaður Sögu-
miðstöðvarinnar og Jagúar-
eigandi. „Já, það er ekki um það
deilt að William Stevenson, fulltrúi
bresku leyniþjónustunnar í New
York og fyrirmyndin að James
Bond, var Vestur-Íslendingur og
ekki aðeins það heldur Snæ-
fellingur,“ segir hann ákveðinn.
Svo er blaðamanni boðið á
rúntinn og má sjá lotningarsvip á
hverjum vegfaranda sem mætir
þessum eðalvagni. „Svona bílar
eiga náttúrlega alltaf réttinn,“
segir Ingi Hans kankvís þegar
hann heilsar vegfarendum.
Stígvel af frönskum landkönnuði
Eftir rúntinn er komið við á Sögu-
miðstöðinni en þar ber að líta ótal
muni sem tengjast sögu sveitar-
innar. „Þessi fallbyssa fannst árið
1995 þegar verið var að taka sand
úr fjörunni til að byggja íþrótta-
húsið í bænum en hún var á frönsk-
um hvalfangara um 1720 og þetta
er sennilega stærsta fallbyssa á
landinu,“ segir Ingi Hans. En svo
er hann rokinn að næsta grip enda
margt forvitnilegra muna í mið-
stöðinni. „Þetta stígvél fannst í
trolli árið 2001 og ég er sannfærður
um það að eigandi þess hafi verið
Jules Deblossavile en hann var
franskur landkönnuður sem hvarf
þegar hann var á leið frá Íslandi til
Grænlands árið 1823.“
Ingi Hans hefur varðveitt um
hundrað þúsund ljósmyndir sem
tengjast sögu staðarins og geta
gestir innan skamms skoðað þær á
tölvum sem þar eru. Einnig getur
að líta kvikmyndir á sérstöku breið-
tjaldi sem hann hefur hannað sjálfur.
Á setrinu er síðan svokölluð Bær-
ingsstofa sem er í senn funda- og
bíósalur en þar eru einnig varð-
veittir munir úr eigu Bærings
Cecilssonar sem var landsþekktur
ljósmyndari.
Vilja ekki verða stórkarlar fyrir
sunnan
Þá liggur leið blaðamanns á helsta
athafnasvæði bæjarins þar sem
hver fiskvinnslan liggur um aðra
þvera. Þar verður Runólfur Guð-
mundsson, stjórnarformaður sjávar-
útvegsfyrirtækisins Guðmundar
Runólfssonar, á vegi hans og leiðir
hann rakleitt inn í fiskvinnslusal.
„Við erum svo gamaldags hér í
Grundarfirði að við erum ennþá að
verka fisk,“ segir hann kankvís.
Fleiri merki um íhaldssemi Grund-
firðinga er að finna í fyrirtækinu
því þar er full verbúð en víðast
annars staðar á landinu hefur
verbúðarmenning lognast útaf.
„Það eru aðallega útlendingar sem
búa á verbúðinni og þetta er svo
gott og siðsamlegt fólk að það þarf
engar áhyggjur af því að hafa. Það
er annað en þegar skríllinn að
sunnan bjó á verbúðunum en þá
þurfti maður að hafa jötna til að
vaka yfir þeim. Enda fór það svo ef
okkur grunaði að eitthvað væri um
fíkniefni að við sendum lögguna á
þá og svo tóku þeir bara pokann og
fyrsta bíl suður,“ segir stjórnar-
formaðurinn.
„Við erum sjö systkinin og
frændi okkar að vinna í þessu nótt
sem nýtan dag. Við höfum bara
fjári gaman af því sem við erum að
gera og er annt um að halda kvót-
anum hér í bænum frekar en að
selja hann og leika svo einhverja
stórkarla fyrir sunnan. Heldur
viljum við vera litlir karlar úti á
landi, það er mun betra hlutskipti
ef þú hefur gaman af því sem þú
ert að gera.“ Runólfur og félagar
fara þó ekki hefðbundnar leiðir við
veiðar þó þeir segist vera gamal-
dags. Þeir veiða þorsk í sérstakar
gildrur sem virka þannig að hann
syndir inn í hálfgert netabúr sem
lagt hefur verið á leið hans fyrir
göngur. Þaðan er svo hægt að flytja
hann, án þess að taka hann upp úr,
í kvíar. Þetta er því nær því að vera
smalamennska en veiðar. Svo gera
þeir út tvö togskip.
Öldungurinn yngist í fiskiríi
Guðmundur Runólfsson, faðir Run-
ólfs, hóf útgerð árið 1947. „Sá gamli
getur þó ekki alveg slitið sig frá
þessu þó hann sé orðinn 86 ára,“
segir Runólfur. „Hann kemur hingað
tvisvar á dag og ef það hefur verið
mikið fiskirí og nóg um að vera
staldrar hann við og yngist um
marga áratugi. Ef það er hinsvegar
lítið að gera nennir hann ekkert að
hanga yfir þessu og fer heim jafn
gamall og árin segja til um.“ Það
var fjör í vinnslusalnum en þar
streymdu inn karfaflökin á færi-
bandinu. Þær Auður Halldórsdóttir
og Ingibjörg Fanney Pálsdóttir litu
þó upp frá þeim rauða til að spjalla
við blaðamann. „Við erum úr Hafnar-
firði en kunnum best við okkur í
slorinu úti á landi,“ segir Ingibjörg
og tekur utan um kollega sinn. „Ég
er búin að vera á Eskifirði,
Patreksfirði og víðar en það er
alveg frábært að vera hér á Grundar-
firði en þó eru aðstæður þannig að
ég þarf að fara í bæinn aftur.“
Í næstu pásu á eftir fór hún svo
upp á veitinga- og kaffihúsið Kaffi
59 til að panta stóra köku sem hún
ætlaði að kveðja félaga sína með.
Starfsfólkið þar hafði þá í nógu að
snúast því Svana Björk Steinars-
dóttir var að halda upp á sjö ára
afmæli sitt þar ásamt fjölmenni.
Blaðamaður þáði kaffisopa hjá
Örnu Mjöll Karlsdóttur á barnum á
Kaffi 59 áður en hann kvaddi þennan
föngulega barnahóp og sló í vél-
klárinn. Á leiðinni suður yljaði hann
sér við þá sannfæringu að sjávar-
þorp geti vissulega náð vopnum
sínum aftur. Það er guðspjall dags-
ins eftir dag í Grundarfirði.
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
Íbúafjöldi í desember 2005: 975
Bæjarstjóri: Björg Ágústsdóttir
Skólar: Leikskólinn Sólvellir,
Grunnskóli Grundarfjarðar,
Tónlistarskóli Grundarfjarðar,
Fjölbrautaskóli Snæfellinga.
Helstu atvinnufyrirtæki:
Guðmundur Runólfsson hf er með
fiskvinnslu, útgerð og netagerð.
Kaffi og veitingahúsið Kaffi 59,
Vöruflutningafyrirtækið Ragnar
og Ásgeir ehf,
Rækjuver Fisk-Seafood,
Djúpiklettur ehf, þjónustufyrirtæki
við sjávarútveg.
Vegalengd frá Reykjavík: 176 km
Grundarfjörður
Það er nokkuð þungbúið
yfir Grundarfirði þegar Jón
Sigurður Eyjólfsson kemur
akandi í bæinn. Fljótlega
birtir þó yfir enda er bjart
yfir bæjarbúum því smjör
drýpur af hverju strái við
Kirkjufellið.
Hvert sem litið er má sjá önnum
kafið fólk þegar ekið er um bæinn.
Við höfnina er Hafsteinn
Sveitin sem ól James Bond
RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON Hann tók
verbúðarskrílinn að sunnan engum vett-
lingatökum en hann sefur vært nú þegar
siðsamir útlendingar gista þar.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
INGI HANS JÓNSSON Vélfákur for-
stöðumannsins á Sögumiðstöðinni
er ekki af lakara taginu. Hann ekur
um á Jagúar af árgerð 1955 enda
vel við hæfi fyrir sveitunga James
Bond að hafa fararskjóta við hæfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Ýmis forvitnileg sjávardýr koma á land í Grundar-
firði. Þar á meðal eru beitikóngar en fyrirtækið
Sægarpur hefur verkað þennan kuðung um
nokkurt skeið aðallega fyrir Japansmarkað.
„Við erum með fjóra báta og verkum um tíu
til fimmtán tonn á dag,“ segir Valdís Ásgeirs-
dóttir verkstjóri meðan hún gengur frá eftir
vinnslu dagsins. „Núna starfa fimm manns við
þetta en þegar hvað mest er um að vera erum
við nær helmingi fleiri. Vinnslan er ósköp svipuð
og í rækjuvinnslu, fyrst er þetta forsoðið en
svo hreinsað og pakkað. Mér skilst að Japanir
setji þetta út á salöt en það eru fleiri sem
borða þetta því við sendum einnig eitthvað til
Frakklands og Belgíu,“ segir hún en blaðamaður
forðar sér áður en hann verður smúlaður.
Af öðrum skrýtnum verum sem landað
er í Grundarfirði má svo nefna sæbjúgu sem
einnig er kölluð hraunpussa og brosa því margir
Grundfirðingar út í annað þegar þessi útgerð er
til umræðu. Það er fyrirtækið Reykofn í Grundar-
firði sem verkar þær verur. Um þessar mundir
hafa þeir þó tekið sér frí frá verkuninni enda
eru kínversku áramótin nýafstaðin en þá leggja
Kínverjar hraunpussuna sér til munns, hefðum
samkvæmt. Starfsmenn í Reykofni í Grundar-
firði eru því einir af fáum Vesturlandabúum sem
miða starfsemi sína við kínverska dagatalið.
Að sögn Kára Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra, hefjast veiðar og vinnsla aftur innan
skamms. Í fyrra veiddu þeir 250 til 300 tonn
að sögn Kára. Hraunpussan líkist einna helst
sláturkeppi. Þessi furðulega vera er þeim eigin-
leikum búin að geta losað sig við innyfli sín án
nokkurra vandkvæða því ný fara að vaxa jafn-
óðum. Einnig er hún ekki lengi að því að græða
sárin þó skorið sé á hana myndarlegt gat.
Hún lítur ekki frýnilega út fyrir verkun en
Kári segist sjálfur hafa smakkað léttreykta og
soðna hraunpussu en hún var borin fram með
hrísgrjónum og þótti honum það hin besta
máltíð.
VALDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR MEÐ BEITIKÓNGA
ATVINNUREKANDINN: SÆGARPUR OG REYKOFN Í GRUNDARFIRÐI
Af beitikóngum og hraunpussum
Réttu tækin í þrifin
Nilfisk-ALTO háþrýsti-
dælur á tilboðsverði
Nilfisk-ALTO C 100
Þrýstingur: 100 bör
Vatnsmagn: 440 l/klst.
6.888 kr.
Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA
Þrýstingur: 150 bör
Vatnsmagn: 610 l/klst.
48.888 kr.
Vortilboð RVNilfisk-ALTO háþrýstidælur
R
V
62
06
B
Bjarnþór Þorláksson
bílstjóri RV
Tilboðið gildir út maí 2006
eða meðan birgðir endast.