Fréttablaðið - 05.05.2006, Page 31

Fréttablaðið - 05.05.2006, Page 31
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 ÞAÐ SEM TIL ÞARF: 4 x 200 g steinbítsflök grill og steikarolía grófmalaður svartur pipar PIPARSÓSA: 5 sveppir saxaðir smjör til steikingar 2 dl mjólk 1 dl rjómi 30 ml sætt sérrí smjörbolla til að þykkja 1 tsk. grófmalaður svartur pipar kjötkraftur Sveppirnir eru steiktir í smjörinu í potti, mjólk og rjóma bætt út í og sósan hituð að suðu. Þá er hún tekin af hitanum og þykkt með smjörboll- unni og sett yfir hitann og suðan látin koma upp. Sósan er síðan bragðbætt með sérríi, kjötkrafti og svörtum pipar. Steinbítnum er velt upp úr grill- og steikarolíu og steiktur á þurri pönnu (best að nota teflon-pönnu) í 1 ½ mínútu á hvorri hlið og kryddað með pipar. Borið fram með piparsósu, bökuðum kartöflum og grænmeti. Steinbíts- piparsteik ÞETTA ER UPPSKRIFT STEFÁNS ÚLF- ARSSONAR EN HANN ER KOKKUR Á ÞREMUR FRÖKKUM. Steinbítspiparsteik Stefáns Úlfarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UPPSKRIFT Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Árstíðirnar, eins og margt annað í ver- öldinni, koma bæði hægt og skyndi- lega. Smám saman hefur dagsbirtan verið að vinna á en svo gerist það, allt í einu, að blessað dagsljósið verður svo sterkt og skært að píra þarf augun og verja húðina fyrir offorsi þess. Með birtunni grípur um sig ákveðið eirðarleysi og löngun til að borða léttan og fyrirhafnarlítinn mat. Þetta kjúklingasalat er fullkominn skyndibiti í byrjun sumars. Núðlurnar, sem eru notaðar ósoðnar, koma á óvart og gefa salatinu skemmtilega áferð. Sú brella er frá Önnu H.! 1 steiktur kjúklingur (kjötið tekið af beinunum og rifið í grófa bita) 1 lárpera (skorin í fleyga) 7-8 falleg jarðarber (skorin í sneiðar) 1/2 stórt höfuð ísbergsalat eða 1 lítið (gróft rifið) lúkufylli af fersku spínati 2-3 stilkar vorlaukur (skorinn í sneiðar) 1/2 -1pk 3 mínútna núðlur m/ kjúklingabragði ristuð sólblómafræ (má sleppa) 2 msk ólífuolía 2 msk balsam edik 1. Takið steikt kjúklingakjötið af bein- unum og skerið, eða rífið, í grófa bita. 2. Rífið salatið niður í stóra skál. Skerið lárperuna, graslaukinn og jarðarber- in og setjið útí ásamt kjúklingabit- unum og spínati. 3. Útbúið salatsósu úr olíunni og balsamedikinu og smakkið til með kryddinu úr kryddpokunum sem fylgja 3 mínútna núðlunum. 4. Brjótið ósoðnar núðlurnar yfir salatið. Hellið salatsósunni yfir og blandið öllu vel saman og stráið að lokum sólblómafræjunum yfir allt. Brakandi ferskt kjúklingasalat Önnum kafnir ungir menn hafa sjaldan mikinn tíma fyrir eldamennskuna. Oftar en ekki er kunnáttan af enn skornari skammti. Til að galdra fram góðan mat þarf hvorugt. Þessi réttur er einfaldur, tiltölu- lega fljótlegur og það sem best er, hollur. Hann er líka fallegur fyrir augað svo ef þú ert að fá gesti í heimsókn er hann mun betri kost- ur en örbylgjubrauð. Það sem þú þarft er eftirfarandi: Ein paprika - græn, gul eða rauð Einn laukur Hvítlauksrif Ein askja af sveppum Brokkólí Einhvers konar fræ Tvær kjúklingabringur Þá sósu sem þú finnur í ísskápnum Krydd sem til er í hillunni Byrjaðu á því að skera græn- metið niður í stóra bita. Hvítlauk- urinn er skorinn í þunnar skífur. Grænmetið er látið á pönnu og létt- steikt. Ekki steikja það of lengi því þá verður það maukað og slepju- legt og missir ferska bragðið. Skerðu kjúklinginn í grófa strimla. Saltaðu og settu það krydd sem þér líst best á á bringurnar. Svo skaltu steikja strimlana upp úr sós- unni við meðalhita, rétt eins og sósan sé olía. Við þetta fer sósu- bragðið inn í kjúklinginn, hann helst mjúkur og safaríkur og bragðast þar að auki mjög vel. Ég mæli ein- dregið með því að nota ostrusósu. Þegar allt er komið á diskinn má strá fræjunum yfir réttinn. tryggvi@frettabladid.is Kjúklingur piparsveinsins Kjúklingarétturinn er einfaldur og á færi hvers manns að elda hann. Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Egilsstöðum �� �� ��� ��� �� � www.teogkaffi.is �������� ������������� �������������� ���������� ������������ ����������� ������������� �������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.