Fréttablaðið - 05.05.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 05.05.2006, Síða 40
■■■■ { sumartíska } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Dömusólgleraugu með hvítri umgjörð frá Max Mara kosta 17.500 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Herragleraugu eru yfirleitt með hefðbundnara sniði en hjá konun- um. Þessi sólgleraugu frá Diesel eru undantekning á því og kosta 12.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐASólgleraugu með skyggðu gleri frá Lacoste kosta 14.900 kr. hjá Linsunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Stór skreytt sólgleraugu eru í tísku. Þessi dömu- gleraugu frá Max Mara kosta 19.800 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Sólgleraugu frá Lacoste njóta vinsælda hjá báðum kynjum, enda í þeim góð geislavörn sem hentar vel fyrir útiveru í sumar. Þessi kosta 14.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Straumar og stefnur í sól- gleraugnatísku sumarsins. „Segja mætti að það sé sótt svolítið aftur í sjöunda áratuginn í hönnun sólgleraugna um þessar mundir,“ segir Sigrún Bergsteinsdóttir hjá Linsunni í Aðalstræti 9. „Hvítt og svart verður vinsælt í sumar. Einnig má búast við því að stór sólgleraugu, með skyggðu gleri, njóti áfram vin- sælda. Þau eru þó oft skreyttari en áður,“ segir Sigrún. „Auðvitað hafa ekki allir smekk fyrir svoleiðis gleraugum eða þá að andlitsgerð viðkomandi aðila hentar þeim ekki,“ bendir Sigrún á. „Það er ekki fallegt að sjá andlitssmáa konu með flennistór sólgleraugu sem þekja hálft andlit- ið. Í slíkum tilvikum má kaupa sér minni gleraugu.“ „Í karlatískunni gegnir öðru máli, þar sem sveiflur eru ekki eins mikl- ar og hjá konunum,“ segir Sigrún. „Karlar kaupa sér sjaldnar sólgler- augu heldur en konur, sem skipta þeim reglulega út. Ástæðan er sú að þeir vilja að sólgleraugun endist í ákveðinni tíma, jafnvel nokkur ár. Þetta hefur þau áhrif að karlagler- augun eru sígildari í hönnun, glerið er gjarnan kúpt og umgjörðin ein- föld og stílhrein.“ „Þess má geta að Lacoste-sólgler- augun okkar hafa notið vinsælda hjá báðum kynjum, enda í þeim góð geislavörn og því tilvalin fyrir skíða- og jeppaferðir á hálend- inu sumar.“ Innblástur frá 7. áratugnum Sumarförðunin er náttúru- leg og litirnir mjúkir. Sumarvörurnar streyma nú inn í snyrtivöruverslanirnar og það er spennandi að sjá hvað einkennir tískuna þetta sumarið. Kristín Svav- arsdóttir, förðunarfræðingur hjá Debenhams, segir að nátt- úrulegir litir og einföld förðun verði allsráðandi í sumar. „Þetta á eigin- lega bara að vera eins náttúrulegt og hægt er. Litirnir eru mjúkir og eðlilegir og dálítið út í pastel,“ segir Kristín, sem fyrir stuttu tók á móti nýju sumarlínunni frá Shiseido. Kristín segir sumarútlitið frá Shiseido byggja á léttri og mjúkri augnförðun og glossi á vörum. „Svo er líka önnur lína í gangi þar sem augun eru máluð í ljósum lit en varirnar eru hafðar meira áber- andi, og notaður til dæmis bleikur varalitur,“ segir Kristín. Farðinn er náttúrulegur og að sögn Kristínar verður meira um bronslita tóna. „Sólar púðrið í þessari línu frá Shis- eido er til dæmis dálít- ið út í brons og ekki eins glansandi og verið hefur.“ Einfaldleikinn í fyrirrúmi Kristín Svavarsdóttir förðunarfræðingur segir að förðunin eigi að vera eins náttúruleg og unnt er. FRETTABLADID/VILHELM Multi shade sólarpúð- ur frá Shiseido. Litirnir blandast saman og gefa fersklegt útlilit en þá má einnig nota hvorn í sínu lagi. Í augnskuggapallettunni eru fjórir litir, tveir heitir og tveir kaldir. Hl íða rsmára 11 • Kópavog i • s ím i 517 6460 • www.be l l adonna . i s Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Nýjar sumarvörur Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Í sumarlínunni frá Shiseido eru tvö gloss; Shimmering petal sem er kaldur tónn, dálítið út í fjólublátt, og Suntan glimmer sem er bronslitað. Útlitið er speisað á þessum gullhúðuðu kvengleraugum frá Cartier, sem kosta 28.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.