Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 05.05.2006, Qupperneq 60
 5. maí 2006 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is Kl. 17.30 Bandaríski hiphop-tónlistarmað- urinn Spaceman heldur tónleika í Gallerí Humri eða frægð á Lauga- vegi. Kappinn kynnir nýútkomna breiðskífu, The Start of the End. ! > Ekki missa af... Skátum, Mongoose og Bobby Breiðholt í föstudagspartíi á vegum Grandmother Records á Grand Rokk í kvöld. Opnun í Gallerí Dverg á Grundarstíg á morgun. Magnús Árnason opnar sýn- inguna „Mucus“ og fremur gjörning ásamt Stefáni Halli Stefánssyni kl. 20. Manchester-tónleikum í Laugardalshöll á laugardag- inn, húfudrengurinn Badly Drawn Boy, gamlar kempur og góðir gestir frá glaum- borginni í Englandi. Fjörið hefst kl. 18.30. Á morgun svífa ævintýrin um í Háskólabíói því Sinfóníuhljómsveit Íslands býður heilladísum, kentár- um og tröllum til tónlistarveislu. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Carl Nielsen, Maurice Ravel og Prókofíev sem öll eru byggð á ævintýrum, allt frá Öskubusku til Gæsamömmu. Á tónleikunum mun ung söngkona, Valdís G. Gregory, einnig stíga sín fyrstu skref með hljómsveitinni og flytja lög úr söng- leikjunum Galdrakarlinum í Oz og Fríðu og dýrinu. „Þetta er búinn að vera draumur minn alveg síðan ég var lítil. Ég valdi lagið „Home“ úr Fríðu og dýrinu því þegar ég sá söngleik- inn ákvað ég að þetta lag myndi ég einhvern tíma syngja með Sinfóníunni,“ segir Valdís og kveðst verulega spennt fyrir tónleikunum sem vafalítið verða líka mikið ævintýri fyrir þessa liðlega tvítugu söngkonu. Valdís er í söngnámi og hyggur á framhaldsnám í Banda- ríkjunum. „Ég fer í svokallað söng- leikjanám, og læri leiklist, dans og söng,“ útskýrir hún. „Ég komst inn í nokkra skóla og valdi University of Hartford sem er með frábært prógramm, rosalega fínn skóli sem ég er mjög ánægð með.“ Hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba mun halda um tónsprot- ann á tónleikunum en kynnir verður Halla Vilhjálmsdóttir leik- kona. Ævintýrið hefst kl. 16 og eru gestir hvattir til að klæða sig í takt við tilefnið, kórónur, skikkjur og galdrahattar eru því gráupplagðir fylgihlutir. VALDÍS G. GREGORY SÖNGKONA Ævintýrabragur og ógleyman- legar stundir á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Draumarnir rætast Nemendaleikhúsið frumsýndi í gær nýtt verk sem unnið var í samvinnu við leikstjórann Ágústu Skúladótt- ur og leikskáldið Völu Þórsdóttur. Verkið heitir Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður og byggir á íslenskri þjóðsagnassyrpu þar sem fjölmargar þekktar og minna kunn- uglegar persónur mætast. „Þetta er fjölskyldusýning enda hefur fólk á öllum aldri gaman af ævintýrum, segir Ágústa Skúla- dóttir leikstjóri. „Í þessum þjóð- sögum greinir frá huldufólki, tröll- um, draugum og þorpurum svo fátt eitt sé nefnt. Sumar þeirra eru bráðfyndnar, aðrar draumkenndar og sumar hverjar eilítið skelfileg- ar. Áhorfendur geta hlegið og grátið með mörgum af frægustu persónum þjóðsagnanna ásamt ýmsum verum íslenskrar sagna- arfleifðar“. Sögur eins og Gilitrutt, Búkolla og Bláskelin rata í þennan þjóðlega bræðing en leikstíllinn vísar í teiknimyndasögur, bíómyndir og goðsögur. Í verkinu koma einnig fyrir þulur, meðal annars eftir Theodóru Thoroddsen. Ragnhild- ur Gísladóttir semur tónlistina en leikmyndina hannar Frosti Frið- riksson. Aðeins eru fyrirhugðir þrír sýn- ingardagar til viðbótar um þessa helgi svo það er vissara að sýna viðbragðsflýti ef fólk ætlar ekki að missa af þessu sviðsævintýri. - khh Bráðfyndinn sagnabræðingur SAGAN AF HELGU OG SYSTRUM HENNAR Þjóðsögurnar lifna við í Þjóðleikhúsinu. Hvað er heimili í hnatt- rænu samfélagi og hvað er heimþrá? Á morgun verður opnuð fjölþjóð- leg farandsýning sem ber heitið „HOMESICK“ en fyrsti sýningar- staður hennar er Listasafnið á Akureyri. Viðfangsefni sýningar- innar hverfist um persónulegan skilning fólks á hugtakinu „heim- ili“ og taka sjö listamenn frá fjór- um löndum þátt í verkefninu sem síðar mun ferðast til hinna „heima- landa“ þeirra: Tyrklands, Sviss og Ísrael. Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður safnsins, segist ekki vita til þess að íslenskar myndlistarstofn- anir hyggi á viðlíka strandhögg eins og Listasafn Akureyrar stend- ur nú fyrir. „Þessi sýning er gerð í samstarfi við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem er og hefur það að markmiði að kynna íslenska myndlist erlendis. Safnið nálgaðist miðstöðina og hafði frumkvæði að því að gera sýningu með alþjóðlegu viðfangsefni og fjallaði um eitthvað sem snertir okkur öll en með það að augnamiði að setja hana upp á öðrum stöð- um.“ Forstöðumaður miðstöðvar- innar, Christian Schoen, mótaði síðan verkefnið í samvinnu við safnið og mun miðstöðin hafa umsjón með ferðum sýningarinn- ar eftir að henni lýkur á Akur- eyri. Listasafn Akureyrar hefur áður sent sýningar sínar, til dæmis til safna á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlöndunum og Mið-Evrópu en nú færir stofnunin verulega út kvíarnar. „Löndin sem HOME- SICK-sýningin mun ferðast til eru allt dálitlar jaðarþjóðir, til dæmis eru þau öll utan Evrópusambands- ins,“ útskýrir Hannes. „Hugmyndin um heimili mótar grundvöll samfélagsins, það hvernig við skynjum sjálfsmynd okkar og stað í veröldinni og skil- greinir þar með tilvist okkar. Á meðan hægt er að hlutgera og benda á heimilið sem byggingu, er heimþráin hins vegar algjör- lega huglæg og persónuleg þrá eftir stað sem erfitt getur reynst að henda reiður á. Það er fróðlegt að sjá hvernig listafólk nálgast þessar hugmyndir hvert með sínum hætti, raunverulega eru allir að fást við sömu spurning- arnar,“ segir Hannes. „Heima- landið og hið pólitíska athvarf er ekki lengur til og listamennirnir hafna allir þjóðerninu og eru því ekki að reyna að bjarga því, enda er engu að bjarga.“ Listamennirnir sýna innsetn- ingar, ljósmyndir og vídeóverk á sýningunni en Hannes segir að það sé nokkur tilvistarstefnubrag- ur yfir verkunum án þess að þau séu allt of torræð. „Hver sem er getur sett sig inn í þau ef viðkom- andi gefur sér tækifæri til þess að spyrja sig hvað heimili sé fyrir honum. Þetta er áleitin spurning sem liggur í loftinu.“ Sýningin verður opnuð með pallborðsumræðum í Deiglunni á Akureyri kl. 13 á morgun en HOMESICK-sýningin stendur til 25. júní. kristrun@frettabladid.is Listamenn hugsa heim SVISSNESKA LISTAKONAN CHANTAL MICHEL SVIÐSETUR SJÁLFA SIG Í VERKUM SÍNUM „Heimili er staður þar sem ekkert og enginn truflar, þar sem ég get verið ég sjálf.“ MYND/ CHANTAL MICHEL ÞEKKTASTI SAMTÍMALISTAMAÐUR ÍSRAELS, GUY BEN-NER, BJÓ TIL EYÐIEYJU Í ELDHÚSINU Nútíma Róbinson Krúsó með heimþrá heima hjá sér. MYND/ GUY BEN-NER Þátttakendur í sýningunni HOMESICK Chantal Michel Sviss Guy Ben-Ner Ísrael/Bandaríkin Haraldur Jónsson Ísland Katrín Sigurðardóttir Ísland/Bandaríkin Nevin Aladag Tyrkland / Þýskaland Ólafur Árni Ólafsson og Libia Pérez de Siles de Castro Ísland / SpánnMike Attack „Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján“. Þorgeir Tryggvason/MBL „Það er full ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að sjá Kristján flytja sinn leiklistargjörning sem er kraft- mikill, heillandi og bráðfyndinn“. Valgerir Skagfjörð/Fréttablaðið Sunnudagana 7. maí og 14. maí klukkan 14.00. Aðeins þessar sýningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.