Fréttablaðið - 05.05.2006, Síða 67
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 43
MEÐ HNÍF OG GAFFLI ÞRÁINN BERTELSSON SKRIFAR
Japanskt „smörrebröd“
FRÉTTIR AF FÓLKI
Þegar tvær stórstjörnur leiða saman hesta sína veldur það fjaðrafoki
meðal slúðursneplanna og því hafa
Brad Pitt og Angelina Jolie aldeilis
kynnst. Sögur spinnast í kringum hvert
einasta skref sem þau taka og hafa þau
nú sent frá sér fréttatilkynningu sem
blöðin kalla nei-listann. Slúðurpésarnir
hafa meðal annars fjallað um að Jolie,
sem nú er ólétt af fyrsta barni þeirra
skötuhjúa, sé búin að skrifa undir
samning við Tomb Raider 3, einnig að
hún og Pitt ætli að skýra barn sitt Afríku
og að fæðingin muni eiga stað ofan í
vatni. Neita þau öllu ofantöldu. Þau
kynntust við
gerð myndar-
innar Mr. and
mrs. Smith fyrir
tæplega tveim
árum og eiga
saman tvö
ættleidd
börn frá
Kambódíu
og Afríku.
Meðlimir hljómsveitarinnar Red Hot Chilli Peppers eru í sárum eftir að
nýjasta plata þeirra félaga lak á netið.
Platan nefnist Stadium Arcadium og
á að koma út 8. maí næstkomandi.
Bassaleikarinn Flea sagðist líta á þetta
sem stuld og að honum finnist sorglegt
að fólk skuli vilja tónlist frá netinu í stað
þess að kaupa sér diska. Hljómsveitin
er þessa dagana að framfylgja plötunni
sem búin er að vera eitt og hálft ár í
fæðingu.
Rokkarinn og eiginkona Kurts Cobain heitins, Courtney Love, skaut
aðdáendum skelk í bringu þegar hún
sýndi sitt allra heilagasta á góðgerðar-
samkomu sem haldin var í Los Angeles
af samtökum homma og lesbía.
Love hefur lengi átt við
vandamál að stríða
varðandi eiturlyf og
áfengisneyslu en
er víst nýkomin úr
meðferð og mun
hafa verið edrú þegar
atburðurinn átti sér
stað. Love á eina
dóttur með Cobain og
fékk hún aftur forræð-
ið yfir henni eftir að
hafa misst það vegna
ofneyslu á síðasta ári.
Hin stórglæsi-lega leikkona
Denise Richards sem nýlega sagði
skilið við eiginmann sinn
Charlie Sheen, hefur nú
verið orðuð við meðlim
hljómsveitarinnar Bon
Jovi. Sá hinn heppni,
Richie Sambora, er einnig
nýkominn úr sambandi
við leikkonuna Heather
Locklear sem
margir þekkja
úr þáttunum
Melrose place.
Hún mun ekki
hafa tekið
þessum
fregnum vel
enda hafa
þær stöllur
eldað grátt silfur lengi.
Bon Jovi er að huga
að Evróputúr í sumar
og mun Richards
slást með í för.
Á öldinni sem leið var hádegisverðurinn
yfirleitt aðalmáltíð dagsins en tímarnir
breytast. Í staðinn eru komin mötuneyti
á vinnustöðum, skólamáltíðir – og svo
veitingahús.
Ég bauð Lísu vinkonu minni að koma
með mér og leita að góðum hádegis-
verði og hefði reyndar getað sagt mér
sjálfur hvers konar stað hún mundi velja
hafandi í huga þær þrjár voldugu leyni-
reglur sem grannvaxnar konur trúa á.
Fyrsta reglan er þessi: Eftir þrítugs-
afmælið þitt máttu aldrei framar borða
þig sadda.
Regla númer tvö: Álfakroppar eru ekki
hannaðir fyrir hádegismat.
Og þriðja reglan: Þegar álfameyjar fá
sér næringu í hádeginu narta þær í
salatblað – eða fá sér sushi.
Lísa valdi sushi. Nánar tiltekið sushi-
staðinn á loftinu yfir bókabúðinni Iðu í
Lækjargötu sem hefur undirtitilinn THE
TRAIN sem þýðir „lest“ á ensku því að
þetta er sushi-staður af því tagi sem
veitingamenn í Japan hönnuðu handa
hádegisverðarkúnnum sem nefnast
„salaryman“ í Japan sem mundi þýða
„kontóristi“ á íslensku. Í stórborgum er
nóg af slíku fólki og hefur ekki nema
fáeinar mínútur til að gleypa í sig
eldsneyti til að knýja sig áfram til kvölds.
Uppfinningin fólst í því að setja upp
færiband úr eldhúsinu og láta réttina
bruna fram hjá gestum sem rétta út
höndina eftir því sem þeim þykir girni-
legt, en kokkarnir hamast í eldhúsinu
við að bæta nýjum réttum á bandið.
„Sushi“ - ?? - samsvarar því sem Danir
kalla „smörrebröd“, nema hvað Japanir
nota hrísgrjón vætt í ediki í stað brauðs
og áleggið skal vera ferskt, mestan part
hrár fiskur eða hrátt grænmeti.
Ferskleiki hráefnis og hugkvæmni sushi-
meistarans ræður því hvernig máltíðin
heppnast.
Við Lísa settumst við færibandið. Þjónn
kom á vettvang. Hann var ekki íslensku-
mælandi svo að Lísa túlkaði fyrir mig
– en hún er frá Bandaríkjunum. Ég bað
um mísó-súpu og vatn en Lísa grænt te
(pokate).
Við helltum sojasósu í örlitlar skálar og
hrærðum wasabe út í, en það er búið
til úr dufti af sterkri piparrót. Síðan dýfir
maður sushi-réttunum í þetta og ræður
hversu sterklega sósan er krydduð.
Bitar á færibandinu kosta 200 til 350
kr. og í lok máltíðar er talið hvað maður
hefur safnað að sér mörgum undirskál-
um, mismunandi litir, mismunandi verð.
Hver snúningur á bandinu tekur þrjár
mínútur og því fljótlegt að sjá hvað
í boði er. Nýstárlegast var eitthvað
sem virtist vera túnfisksalat vafið í
þarablöðku, en það leyndi á sér því að í
salatinu reyndist vera brjósk úr kjúklingi
en það væri ábyggilega snjallræði að
rækta sækjúklinga neðansjávar og
kenna þeim að anda með tálknum til að
forðast fuglaflensu. Sem eftirrétt völdum
við fyrirtaksfrauð úr hvítu súkkulaði.
Kannski leggja sushi-meistararnir þarna
of mikla áherslu á að hafa mikið magn
á færibandinu hverju sinni því að gallinn
á máltíðinni var að ferskleikann vantaði.
Eldislaxinn var ferskastur en eldislax er
ekki æsispennandi.
Máltíðin fyrir okkur Lísu kostaði (með
virðisauka) 5.400 kr. Samtals 18 bitar.
Þetta var allt saman gott og blessað, en
verðskuldar ekki sérstaka viðurkenningu,
svo að kórónur, þjónar og kokkahúfur
bíða betri tíma.
Verði ykkur að góðu!
ÓSUSHI THE TRAIN LÆKJARGÖTU 2B 101 R 0 0 0
Þráinn metur veitngastaði út frá þremur grundvallaratriðum: umhverfi, þjónustu og vita-
skuld matnum sjálfum. Hann gefur kórónur fyrir umhverfið, þjóna fyrir þjónustuna og kokka-
húfur fyrir matseldina. Staðirnir geta mest fengið þrjú tákn í hverjum flokki og efstu stig
einkunnargjafa hans eru þá: Huggulegur staður, framúrskarandi þjónusta og frábær matur.