Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 4
4 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Íþróttafélögin í Reykja- vík fá háar greiðslur frá borginni til að reka starf sitt en umræðan undanfarið hefur beinst að því hversu mikið hvert félag fær. Styrkir til íþróttafélaga koma bæði frá Íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkur og Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur. ÍTR veit- ir framkvæmdastyrki en ÍBR veitir húsaleigu- og æfingastyrki til félaganna. Borgin fjármagnar starf þeirra að öllu leyti en ÍBR útdeilir einnig tekjum sem koma frá Íslenskri Getspá. Styrkirnir fara meðal annars eftir stærð félaganna og hvort félögin séu í húsnæði borgarinn- ar eða eigin húsnæði. Meðfylgj- andi tafla sýnir framkvæmda- styrki ÍTR til næstu ára en hún sýnir að ÍR, Valur og Fylkir fá hæstu styrkina. KR fær til að mynda styrk frá ÍTR til að byggja æfingaaðstöðu og svo styrk til að reka húsið frá ÍBR. ÍR á hins vegar ekki eigið húsnæði en notar ýmis hús á vegum borgarinnar. Að sögn Ómars Einarssonar sviðsstjóra hjá ÍTR „rekur Reykjavíkurborg húsið og ber ábyrgð á starfsmannahaldi og viðhaldi en kostnaðurinn við afnot félagsins af þessum húsum er reiknaður sem styrkur til ÍR en ÍR fær ekki þessa peninga“. Íþróttafélögin eru hætt að byggja sín eigin hús og gerir borg- in það nú og íþróttafélögin leigja síðan húsið með styrk frá borg- inni. Fyrir nokkrum árum borg- uðu íþróttafélögin hins vegar sjálf um 20 prósent á móti borginni. Reykjavíkurborg borgar einnig alla húsaleigu fyrir félögin. ÍBR eru heildarsamtök íþróttafélaganna í Reykjavík og fá styrki frá Reykjavíkurborg sem þau úthluta til félaganna. Hjá ÍBR fær Fjölnir hæsta styrkinn en það kemur til vegna þess að þeir hafa aðsetur í Egils- höll þar sem hver tími er mjög dýr. Í raun er um að ræða milli- færslu frá borginni þar sem borgin greiðir leigu til húseig- andans en það reiknast sem styrkur að sögn Þórðar Berg- mann hjá ÍBR. gudrun@frettabladid.is Fjölnir fær tvöfalt hærri styrk frá ÍBR en aðrir Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað vegna framkvæmda á æfinga- og keppnisaðstöðu íþróttafélaganna. ÍR fær hæsta styrkinn til framkvæmda frá ÍTR í áætlun til næstu þriggja ára.INDÓNESÍA, AP Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunin, WHO, lætur nú rannsaka dauða sex meðlima sömu fjölskyldunnar í Indónesíu úr fuglaflensu. Sjöundi meðlimur fjölskyldunnar liggur þungt hald- inn á sjúkrahúsi. Óttuðust vísindamenn að veiru- afbrigðið H5N1 hefði stökkbreyst og smitast manna í millum meðal fjölskyldumeðlimanna, en fyrstu rannsóknir benda ekki til þess. Slík stökkbreyting gæti orðið til þess að veiran ylli heimsfaraldri. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 124 manns farist úr flensunni síðan árið 2003. - smk Fuglaflensa í Indónesíu: Sex úr sömu fjölskyldu dóu EINN EFTIR Eini eftirlifandi meðlimur sjö manna fjölskyldu sem farist hefur úr fuglaflensu í Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍBR: STYRKIR TIL HVERFAFÉLAGANNA FYRIR ÁRIÐ 2005 Í MILLJÓNUM KRÓNA: Ármann/Þróttur 60,3 Fjölnir 117,8 Fram 34,5 Fylkir 36,2 ÍR 53,3 KR 55,7 Valur 51,3 Víkingur 43,8 ÍTR: FRAMKVÆMDASTYRKIR Á VERÐLAGI Í MAÍ 2006 Í MILLJÓNUM KRÓNA: FÉLAG 2006 2007 2008 2009 Fjölnir 10 50 150 150 Fram 10 41 45 25 Fylkir 10 60 183 150 ÍR 10 105 300 400 KR 14,2 30 32 0 Valur 250 230 0 0 Víkingur 21 21 34 0 EGYPTALAND, AP Al-Kaída leið- toginn Osama bin Laden er sagð- ur hafa sent frá sér hljóðupp- töku þar sem hann fullyrðir að hvorki Zacarias Moussaoui né nokkur þeirra fanga sem sitja í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hafi komið nálægt hryðju- verkaárásunum á Bandaríkin í september 2001. Upptakan var birt á vefsíðu seint á þriðjudagskvöld, og rann- saka nú bandarískir sérfræðingar hana í þeim tilgangi að staðfesta hvort um rödd bin Ladens sé að ræða eður ei. Reynist þetta vera bin Laden er þetta í þriðja sinn sem hann sendir frá sér skilaboð á þessu ári, en áður heyrðist afar sjaldan í foringjanum. Bandarískir sérfræðingar telja að bin Laden sé að reyna að styrkja stöðu sína sem leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins og vekja meiri athygli, því leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al- Zarqawi, hefur undanfarið notið mikillar hylli stuðningsmanna heilags stríðs. Moussaoui var nýverið dæmd- ur í ævilangt fangelsi í Banda- ríkjunum fyrir aðild að árásun- um árið 2001. Hann játaði sök, en sat í bandarísku fangelsi þegar árásirnar voru gerðar. - smk Bin Laden lætur í sér heyra um árásirnar á Bandaríkin: Moussaoui kom hvergi nærri OSAMA BIN LADEN Sendi frá sér hljóðupp- töku á þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Ökumaður slapp ómeidd- ur þegar bíll valt um einum kíló- metra austan við Námaskarð í Mývatnssveit um þrjúleytið í gær. Ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, missti stjórn á jeppabifreið sinni í krapa sem varð til þess að bíllinn snerist á veginum og valt. Lögreglan á Húsavík kom á staðinn um 40 mínútum síðar. Bíll- inn var fluttur í burtu af dráttarbíl og er mjög mikið skemmdur og jafnvel ónýtur. - sh Bílslys í Mývatnssveit: Velti jeppa en slapp ómeiddur BÆJARMÁL Samningur um sölu vatns til Garðabæjar var sam- þykktur í bæjarstjórn Kópavogs á þriðjudag. Bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar, sem situr í minni- hluta, greiddu atkvæði gegn samningnum. Samningurinn kveður á um að bærinn skuldbindur sig til að selja Garðabæ vatn næstu 40 árin. Fyrstu tíu árin greiða Garð- bæingar 3,44 krónur fyrir hvert tonn, næstu tíu árin hækkar það upp í 6,08 krónur og 20 árin þar á eftir verður tonnið á 8,1 krónur. Samningurinn er óuppsegjan- legur af hálfu Kópavogsbæjar. - sdg Bæjarstjórn Kópavogsbæjar: Vatnssamning- ur samþykktur GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 24.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,39 72,73 Sterlingspund 136,43 137,09 Evra 93,13 93,65 Dönsk króna 12,494 12,568 Norsk króna 11,908 11,978 Sænsk króna 9,994 10,052 Japanskt jen 0,648 0,6518 SDR 108,13 108,77 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,7262 FRÁ KNATTSPYRNUMÓTI YNGRI FLOKKA Fjölnir fær hæsta styrkinn frá ÍBR vegna þess hversu dýrir tímarnir eru í Egilshöll. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.