Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 6
6 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR Græn framtíð! Við Vinstri-græn viljum að Reykjavík verði til fyrirmyndar á sviði umhverfis- mála. Við viljum flétta umhverfis- sjónarmið inn í allar ákvarðanir. Stunda nútímaleg vinnubrögð við sorpflokkun og gera það eftirsóknarvert að ferðast með strætó og nota hjólið. Forgangsröðum í þágu náttúru og umhverfis Kjósum Vinstri-græn Svandís Svavarsdóttir 1. sæti í Reykjavík KJÖRKASSINN Viltu opinbera rannsókn vegna upplýsinga um símhleranir? Já 66,5% Nei 33,5% SPURNING Í DAG Viltu að íbúðalánasjóði verði breytt í heildsölubanka? Segðu þína skoðun á visi.is MOSFELLSBÆR Fulltrúar minni- hlutaflokkanna í Mosfellsbæ mættu ekki á hefðbundinn sam- eiginlegan kosningafund í gær- kvöldi. „Sjálfstæð- ismenn vildu ráða fyrirkomulagi fundarins. Þeir kröfðust þess að D-listafulltrúar fengju að svara helmingi spurn- inga en fulltrúar hinna framboðs- listanna þriggja afganginum. Jafnframt ætluðu þeir að gera formann Sjálfstæðis- flokksfélags Mosfellsbæjar að fundarstjóra. Við þetta sættum við okkur ekki,“ segir Gerður Pálsdóttir á lista Samfylkingar- innar í Mosfellsbæ. „Við gerðum kröfu um að bæj- arbúar fengju að spyrja frambjóð- endur á fundinum en minnihluta- flokkarnir sættu sig ekki við svo lýðræðislegt fyrirkomulag. Þess í stað sendu þeir bæjarbúum bréf og sökuðu okkur um gerræði og óbilgirni,“ segir Elín Reynisdóttir hjá D-listanum í Mosfellsbæ. Samfylkingarmenn saka Ragn- heiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra um ámælisverða misnotkun á almannavaldi með því að senda íbúum í Mosfellsbæ ávísun vegna afsláttar á fasteignagjöldum, en hún er undirrituð af bæjarstjóra. Elín segir endurgreiðslu hluta fasteignagjalda bera vott um góðan fjárhag bæjarins og Ragnheiður hafi leyfi til þess að undirrita ávís- anirnar sem prókúruhafi. - jh Fulltrúar minnihlutans í Mosfellsbæ mættu ekki á hefðbundinn kosningafund: Heitt í kolunum í Mosfellsbæ ÁVÍSUN FRÁ BÆJARSTJÓRA Eigendur fasteigna í Mosfellsbæ fengu ávísun í pósti 11. maí síðastliðinn vegna afsláttar á fasteignagjöldum. Ávísunin var undirrituð af bæjarstjóra. Fulltrúar Samfylkingarinnar segja þetta grófa misnotkun á almannavaldi. BRUSSEL, AP Evrópusambandið mun sjá Spánverjum fyrir flug- vélum, varðbátum og sérþjálfuð- um viðbragðsteymum frá öðrum aðildarríkjum sambandsins til að aðstoða við að fást við vaxandi straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku til Kanaríeyja. Frá þessu greindi Franco Frattini, sem fer með dóms- og innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB. Teresa Fernandez de la Vega, varaforsætisráðherra Spánar, sagði að spænska ríkisstjórnin og héraðsyfirvöld á Kanaríeyjum réðu ekki lengur við ástandið og þyrftu á bráðaaðstoð að halda. - aa Flóttamenn á Kanaríeyjum: Spánverjar fá hjálp frá ESB VARNARSAMNINGUR „Það er ekki tímabært á þessu stigi, fyrr en við vitum hver niðurstaðan verð- ur, að segja upp varnarsamningn- um. Það er síðara tíma mál að taka þá ákvörðun. Við þurfum að ræða það meðal annars við Atl- antshafsbandalagið,“ segir Hall- dór Ásgrímsson forsætisráð- herra. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær hótaði Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra, í bréfi til George Bush Bandaríkja- forseta í júní 2003, að segja upp varnarsamningnum tækju Banda- ríkjamenn einhliða ákvörðun um brottflutning orrustuþotnanna á Keflavíkurflugvelli. Kemur þetta fram í nýrri grein Vals Ingimund- arsonar prófessors í sagnfræði í tímaritinu Skírni. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu einhliða í mars á þessu ári að orrustuþotur og herþyrlur yrðu farnar frá Íslandi fyrir lok sept- ember næst- komandi. Halldór segir að bréf Davíðs Odds- sonar hafi verið ritað í fullu samráði við hann. Engin stefnubreyting hafi orðið á stefnu íslenskra stjórnvalda í varnar- málum. Alltaf hafi verið lögð áhersla á nauðsyn loftvarna í kringum landið. Ekkert sé útilok- að í því sambandi og viðræður standi yfir. Hann muni hitta fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins í næsta mánuði meðal annars til að fara yfir þetta mál. Valur segir í grein sinni að Davíð Oddsson hafi fengið trygg- ingu fyrir því á fundi með Bush sumarið 2004 að ekki yrði gripið til einhliða ákvarðana af hálfu Bandaríkjamanna varðandi fram- tíð varnarliðsins. Beðið hafi verið með endanlega ákvörðun að kalla þoturnar á brott þangað til Davíð hvarf úr stjórnmálum. „Banda- ríkjamenn töldu sig ekki eiga Geir Haarde eða Halldóri Ásgrímssyni skuld að gjalda,“ segir Valur. „Ég veit ekki um neinar slíkar tryggingar og hef ekki séð neitt um það,“ segir Halldór. Afar ólík- legt sé að beðið hafi verið með þessa endanlegu ákvörðun þangað til Davíð hætti í stjórnmálum. ¿Ef Bandaríkjamenn vinna með þeim hætti væri það mikill álitshnekkir fyrir þá - ekki eingöngu gagnvart Íslendingum heldur á alþjóðlegum vettvangi.“ bjorgvin@frettabladid.is Ótímabært að segja upp varnarsamningi Davíð Oddsson hótaði bréflega uppsögn varnarsamningsins færu herþoturnar. Halldór Ásgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á varnarstefnu stjórnvalda. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON BROTTFÖR FRÁ KEFLAVÍK Halldór Ásgrímsson telur að herþotur geti haft hér tímabundna viðdvöl til að sinna loftvörnum. FORSETAHEIMSÓKN „Því meira sem menn vita um Ísland og því leng- ur sem sérfræðingar hafa fylgst með Íslendingum, því jákvæðari, upplýstari og bjartsýnni hafa nið- urstöður þeirra orðið,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann ávarpaði lið- lega 100 stjórnendur helstu fyrir- tækja í finnsku atvinnulífi í Hels- inki í gær. Forsetinn flutti jafnframt erindi á um 400 manna viðskipta- ráðstefnu sem KB banki efndi til í höfuðborg Finnlands í gær, en hana sóttu forystumenn úr finnsku fjármála- og atvinnulífi. Ólafur Ragnar færði rök fyrir því að smáríki gætu horft fram á velsældartíma í opnu viðskipta- umhverfi. „Mjög arðbært getur verið að afla sér fótfestu innan smáríkja fyrir nýsköpun í við- skiptalífinu. Þar er auðveldara að fylgjast með því hvernig mis- munandi grunnþættir tengjast, hvernig viðskiptum manna er hagað og hvernig þeir afla sér reynslu og upplýsinga. Smáríkin eru sem tilrauna- eða rannsókna- stofa á þeim sviðum sem ríkjandi eru í efnahagsþróun tuttugustu og fyrstu aldarinnar.“ Forseti Íslands flytur ræðu á ráðstefnu Útflutningsráðs sem haldin er í London í dag. - jh Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði forkólfa í finnsku viðskiptalífi: Smáríki sem tilraunastofur TARJA HALONEN OG ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forsetinn hitti Halonen, forseta Finnlands, í heimsókn sinni í Helsinki í fyrradag. AÞENA, AP Grísk herþota og önnur frá Tyrklandi rákust á í háloftun- um yfir Eyjahafi á þriðjudag. Tyrkir og Grikkir deila um það hvor þjóðin eigi lofthelgina á þessu svæði. Flugmanni tyrknesku þotunnar var bjargað um borð í vöruflutn- ingaskip, en hann skaut sér út úr þotunni áður en áreksturinn varð. Misvísandi fréttir bárust af örlög- um gríska flugmannsins. Utanríkisráðherrar beggja ríkjanna sögðu atvikið ekki verða til þess að auka á stirðleika milli þeirra. - gb Grísk og tyrknesk herþota: Árekstur varð í háloftunum Ók út af og brotnaði Ökumaður handleggsbrotnaði í fyrrakvöld þegar bifreið hans fór út af veginum í Vatns- dal. Tveir farþegar meiddust lítillega. Vörubíll valt í vindi Vörubíll með tengivagn fauk á hliðina á Kjalarnesi um áttaleytið á þriðjudagskvöld. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Bíllinn vó um 40 tonn, en verið var að flytja steinull og mjólkurvörur. LÖGREGLUFRÉTTIR Prodi fær stuðning þingsins Neðri deild ítalska þingsins samþykkti á þriðjudag stuðning við ríkisstjórn Romanos Prodi. Áður hafði Prodi tryggt sér stuðning efri deildarinnar, þannig að nú er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að taka til starfa. ÍTALÍA RAGNHEIÐUR RÍKARÐSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.