Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 10
10 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR Tyrkland-Marmaris Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 29. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á OZAY eða Club Iilayta, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Benidorm Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 31. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Halley, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Portúgal-Albufeira Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 30. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Mirachoro, flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. Mallorca Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 30. maí. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 www.plusferdir.is 2 fyrir 1 TILBOÐ Bókaðu strax besta Plúsferðaverðið 30. maí 31. maí 29. maí 29.950kr. 29.770kr. 30. maí 29.980kr. 29.990kr. NÝTT LÍF Noni fæddist í dýragarði í Indó- nesíu um síðustu helgi. Hún sést hér í fylgd móður sinar, Intan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND Lögreglan í Nuuk á Grænlandi rannsakar mál tveggja manna sem grunaðir eru um kyn- ferðisofbeldi gegn samtals yfir fimmtíu börnum. Mennirnir tveir voru hand- teknir, en síðan hefur annar þeirra framið sjálfsvíg í fangaklefa sínum, að því er kemur fram í fréttum danska blaðsins BT. Grunur um fyrra málið vaknaði í mars þegar starfsmenn bóka- safns Nuuk heyrðu börn tala saman. Þegar farið var að rann- saka það mál vaknaði grunur um hið síðara í apríl. Börnin eru frá sex ára og upp úr, en svo virðist sem annar mað- urinn hafi fremur ráðist gegn stúlkum en hinn gegn drengjum. Yfirmaður félagsmálastofnunar í Nuuk, Vibeke Møller Jensen, segir að á milli fjörutíu og fimmtíu fjöl- skyldur tengist þessu máli á einn eða annan hátt. Møller Jensen telur líklegt að rannsóknin muni leiða í ljós að um mun fleiri börn sé að ræða. „Við frekari yfirheyrslur, og þegar athygli manna beinist frek- ar að þessum málum, munu meiri upplýsingar koma fram í dagsljós- ið,“ segir Møller Jensen. - smk Tveir grunaðir barnaníðingar á Grænlandi: Yfir 50 börn talin fórnarlömb BRETLAND, AP Fjöldi þeirra sem sóttu um breskan ríkisborgara- rétt jókst á árinu 2005 um 64 pró- sent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá breska innanríkisráðuneytinu. Fjölgunin er rakin fyrst og fremst til þess að innflytjendur hafi viljað sækja um áður en ný lög tóku gildi sem hertu skilyrðin fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Alls sóttu 217.475 manns um breskan ríkisborgararétt í fyrra. 161.780 manns fengu hann. Frá í nóvember hafa umsækj- endur þurft að gangast undir próf þar sem spurt er út í breska sögu, siði og lög. - aa Innflytjendur í Bretlandi: Aukin sókn í ríkisborgararétt STJÓRNMÁL Háskóli Íslands hélt í gær opið málþing um ráðningar hjá ríkinu. Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði, kynnti nýja rannsókn sína á tíðni pólitískra stöðuveitinga á Íslandi. Fram kom í máli Gunnars að þótt mikið hefði verið rætt um pól- itískar stöðuveitingar hér á landi vissum við samt sem áður lítið um þær. Erfitt hefur reynst að rann- saka viðfangsefnið en Gunnar tók þann pól í hæðina að rannsaka stöðuveitingar yfir ákveðið tíma- bil og máta þær inn í þrjú mis- munandi líkön yfir opinberar stöðuveitingar. Hið fyrsta kallar hann klassíska skrifræðislíkanið en það einkennist af því að opin- berir starfsmenn njóta starfsör- yggis og starfsframa en á móti kemur að starfsmennirnir binda sig hjá hinu opinbera alla starfs- ævina. Í faglega líkaninu skiptir fag- leg hæfni mestu þegar til ráðning- ar kemur en starfsaldur og reynsla hjá hinu opinbera eru síður mikil- væg og stöðuveitingar eru álíka og þekkist hjá einkageiranum. Að lokum er það pólitíska líkan- ið en samkvæmt því eru pólitískar stöðuveitingar lögmætar. Gunnar skoðaði 111 stöðuveit- ingar á árunum 2001 til 2005 til æðstu starfa hjá hinu opinbera, en 82 af þeim voru stöður forstöðu- manna ríkisstofnana. Síðan skoðaði hann hvaða líkani, oft fleiri en einu, hver stöðuveiting tilheyrði. Í ljós kom að 44 prósent stöðuveitinga til- heyrðu pólitíska líkaninu en að sögn Gunnars var það líklega van- mat. Flestar stöðuveitingarnar, 68 prósent, samrýmdust faglega lík- aninu en 57 prósent skrifræðis- líkaninu. Niðurstaðan er sú að pólitískar stöðuveitingar séu í dag á æðri stig- um en áður, en tíðni þeirra svipuð. Fyrir nokkrum áratugum voru slík- ar stöðuveitingar algengari á lægri stigum, en starf stjórnmálaflokk- anna hefur verið að breytast og þeir hafa núna minni þörf fyrir fót- gönguliða, heldur treysta meira á utanaðkomandi aðstoð við fylgis- öflun. Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar í vefritinu Stjórn- mál og stjórnsýsla, en málþigið var haldið í tilefni af útkomu nýjasta tölublaðs þess. Gudrun@frettabladid.is Pólitísk stöðuveiting er ekki á undanhaldi Ný rannsókn sýnir að pólitískum stöðuveitingum hefur ekki fækkað. Fjörutíu og fjögur prósent stöðuveitinga sem skoðaðar voru eru talin af pólitískum toga. PÓLITÍSKAR STÖÐUVEITINGAR Gunnar Helgi Kristinsson skýrði í gær frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á pólitískum stöðuveit- ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR FRÁ NUUK Íbúar í Nuuk á Grænlandi eru harmi slegnir yfir fregnum af tveimur barna- níðingum þar í bæ. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.