Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.05.2006, Qupperneq 12
12 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 16 24 03 /2 00 6 Safnaðu Vildarpunktum INDJÁNAHÁTÍÐ Laura Bush, eiginkona Bandaríkjaforseta, fylgist með tveimur indjánakonum dansa á hátíð í Colorado í Bandaríkjunum, sem haldin er í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun þjóðgarðsins Mesa Verde. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÁK Íslenska kvennaliðið sigr- aði Lúxemborg með tveimur vinningi gegn einum í fjórðu umferð Ólympíuskákmótsins á Ítalíu í gær. Karlaliðið tapaði hins vegar fyrir Spánverjum með einum og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum. Að fjór- um umferðum loknum er karla- liðið í kringum tuttuguasta sæti en kvennaliðið í kringum sextug- asta. Karlaliðið hefur farið vel af stað í mótinu og var taplaust þar til í gær. Liðið er metið 27. í styrkleikaröðinni en 140 þjóðir taka þátt. Kvennaliðið hefur á hinn bóg- inn átt á brattann að sækja. Fyrir mót var það metið í 55. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson hafa báðir teflt mjög vel á mótinu og hlotið tvo og hálfan vinning í þremur skákum. Þá hefur Helgi Ólafs- son unnið báðar sínar skákir á mótinu. Guðlaug Þorsteinsdóttir hefur fengið tvo og hálfan vinning úr sínum fjórum skákum og Lenka Ptacnikova einn og hálfan úr þremur skákum. Fimmta umferðin verður tefld í dag en á föstudag er frí. Mótinu lýkur 4. júní. - bþs Karlarnir meðal efstu þjóða á Ólympíuskákmótinu en konurnar neðan við miðju: Sigur og tap í fjórðu umferð Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Hannes Hlífar Stefáns- son hefur staðið sig vel á Ólympíuskákmót- inu í Tórínó á Ítalíu. STÚDENTAR Frá og með 1. júní mun 80 prósentum nýrra íbúða á Stúd- entagörðum Félagsstofnunar stúd- enta verða úthlutað til háskóla- nema af höfuðborgarsvæðinu, en þá taka nýjar úthlutunarreglur gildi. Hingað til hafa stúdentar af landsbyggðinni haft forgang í allar íbúðir og nemar af höfuð- borgarsvæðinu því átt litla mögu- leika á úthlutun. Þessu er ætlunin er breyta og eftir breytinguna mun fyrirkomulagið haldast óbreytt „þar til eðlilegt jafnvægi næst og framboð verður fullnægj- andi“, eins og fram kemur í frétta- tilkynningu frá FS. - sh Reglum Stúdentagarða breytt: Borgarbúar fái áttatíu prósent MENNTUN Erfitt er að skýra kynja- muninn sem kom fram í Pisa-könn- uninni í stærðfræði og lestri hjá grunnskólabörnum hér á landi 2003. Strákar úti á landi voru sér- staklega lélegir í stærðfræði og lestri. Bæta þarf frammistöðu fárra stráka til að jafna muninn út. Sérfræðingar á vegum Náms- matsstofnunar hafa kannað hvers vegna stelpurnar eru svona miklu betri en strákarnir í stærðfræði og lestri. Júlíus Björnsson forstöðu- maður segir að rannsóknin sýni að strákar úti á landi séu sérstaklega slakir í stærðfræði og þeir dragi meðaltal stráka niður. „Það þarf að bæta frammistöðu fárra stráka til að jafna þennan mun út því að hóparnir eru svo litl- ir. Við þurfum að grípa til aðgerða til að hjálpa þeim sem eru lakastir, ekki endilega öllum með sama hætti þvert yfir línuna. Hæfnin er mismunandi og kannski þarf aðra aðferð til að hjálpa þeim sem eru lakastir en þeim sem eru bestir.“ Skólarnir virðast ekki skipta máli hvað árangur kynjanna varð- ar. „Ef horfum á samræmd próf í stærðfræði yfir tíu ára tímabil þá er munurinn sveiflukenndur frá ári til árs. Ef við horfum á allan áratuginn er niðurstaðan nálægt sú sama og í Pisa. Þetta gerir okkur pínulítið erfitt fyrir og er í takt við það sem skólar og kennarar segja um að árgangar séu breytilegir. En yfir lengri tíma og þvert á landið er þetta stöðugt.“ Niðurstöður Pisa-könnunarinn- ar 2003 eru í samræmi við niður- stöður samræmdra prófa. Þótt aðferðafræði við gerð prófanna sé ólík eru niðurstöður varðandi kynjamuninn svipaðar. Þetta styð- ur réttmæti beggja prófa. Guðmundur Kristmundsson, dósent við Kennaraháskólann, segir að kynjamunur komi víða fram, ekki bara í stærðfræði eða lestri. Íslendingar eigi sterka hefð í lestrarkennslu en hefðin í að kenna börnum lestur sem tæki til náms sé ekki sterk. Ástæður kynja- munar geti legið djúpt í samfélag- inu, þær geti verið menningarleg- ar og félagslegar. „Þetta er spurning um uppeldi og menntun,“ segir hann. Daníel Þorsteinsson, skólastjóri í Ölduselsskóla, segir að hugsan- lega hafi fjöldi kynjanna í hverj- um árgangi einhver áhrif. ghs@frettabladid.is Strákar lélegir í stærðfræði Erfitt er að skýra kynjamuninn í stærðfræði og lestri hjá grunnskólabörnum. Strákar á landsbyggð- inni eru lélegir í stærðfræði og lestri en aðeins þarf að bæta frammistöðu fárra til að jafna muninn út. STRÁKAR Í STÆRÐFRÆÐI Kynjamunurinn í stærðfræði og lestri er sveiflukenndur frá ári til árs en yfir lengri tíma litið og þvert yfir landið er kynjamunurinn stöðugur og skýr. Þessir strákar tengjast efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.