Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 42

Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 42
FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 5 Lanvin er eitt elsta tískuhúsið í París, stofnað 1889 af Jeanne Lanvin. Svart og hvítt er þemað í sumar. Í stefnu Lanvin segir meðal annars að „Svart sé eins og strik á hvítu blaði, hreinasta form glæsileika, silúetta skuggans pöruð andstæð- um sínum“. Lanvin hefur greini- lega miklar mætur á svörtu og sést það vel á sumarlínunni. Bindi og og jafnvel slaufur eru áberandi í kventískunni. Annað sem vekur athygli eru japönsk áhrif í formi kirsuberjamunsturs, orkídea og obi-belta. Kjólarnir eiga að minna á pensilstrokur á beru skinni og silkihvirfla sem hverfa jafn skjótt og þeir mynd- ast. - tg Svart og hvítt Lanvin Bindi gerir gæfumuninn. FRÁTTABLAÐIÐ/AFP Hvítt og svart með kirsuberjablómum. Allt í anda sumartísku Lanvin. FRÁTTABLAÐIÐ/AFP Einfalt og glæsilegt. FRÁTTABLAÐIÐ/AFP SKRÚBB MEÐ TVÖFALDA VIRKNI Gommage Exfoliant Peu Neuve - Smoothing Body Scrub For a New Skin er nýtt skrúbb frá Clarins sem hreinsar húðina og nærir hana í senn. Skrúbbið er notað einu sinni til tvisvar sinnum í viku og útkoman er silkimjúk húð. Nýtt frá Clarins Nýtt skrúbb frá Clarins sem hreins- ar og nærir húðina í senn. Levi´s store - Kringlan - Smáralind Opnunartilboð 24. - 26. maí -40% af 131 Engineered Kringlan Stjörnunum leiðist ekki að sýna sig og sjá aðra á tískusýningum. Sérstaklega ekki þegar málið snýst um hönnun Karls Lager- feld. Þegar kemur að því að fá stjörnur til þess að mæta á tískusýningar trekkir enginn betur að en Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel. Í síðustu viku sýndi Lagerfeld nýja línu Chanel í New York og var margt um manninn í áhorfenda- skaranum. Leikkonan fagurhærða Julianne Moore sat við hliðina á ritstjóra Vogue-tímaritsins, Önnu Wintour. Hin upprennandi leikkona Maria Bello hafði skemmtilega sýn á hönnun Chanel. „Mér finnst ég vera óþekk í Chanel. Ég er ögrandi án þess að vera spjátrungsleg.“ Aðalstjarna þáttanna The O.C., Micha Barton, var einnig á svæð- inu og hún eins og aðrir hafði sínar skoðanir um Chanel. „Mér finnst ég alltaf vera glæsileg í Chanel. Chan- el blandar saman því kvenlega og karlmannlega afar vel,“ sagði hin spengilega Barton. - sha Stjörnufans Chanel Karli Lagerfeld leiðist ekki að vera í kring- um frægar og fallegar stjörnur. Naomi Campbell hélt risa afmælisveislu í tilefni 36 ára afmælis síns. Veislan stóð í þrjá daga en henni lauk í gær. Heiðurinn að hátíðarhöldunum átti kærasti Campbell, Badr Jafar. Veislan fór fram í Dubai á Burj Al Arab hótelinu en Campbell og föru- neyti leigðu 18 hæðir hótelsins. Frá þessu er greint í vefútgáfu Vouge. Fjöldi stjarna mætti í veisluna, meðal annars Eva Herzigova og Linda Evangelista. Veislan var þemaskipt en fyrsta daginn mættu allir í hvítu, annan daginn réð hip- hop ríkjum og lokadaginn dönsuðu allir brasilíska sömbu. Veislan er talin hafa kostað í kringum 135 milljónir. - tg Risa afmælisveisla Naomi er orðin 36 ára gömul. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.