Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 43
[ ]
Heimilislegir bollar fyrir kaffi og kakó.
Svuntur, diskaþurrkur og alls kyns smávðrur
í eldhúsið.
Franskar heimilisvörur í
rómantískum sveitastíl fást
í versluninni Nóru sem var
opnuð nýlega á Lynghálsi 4.
Nett útflúruð húsgögn, mynstrað-
ur borðbúnaður og meira að segja
sessalonar fyrir litlu sætu gælu-
dýrin eru meðal þess sem hin nýja
verslun Nóra býður upp á. Þar er
vítt úrval af alls kyns gjafavöru,
svuntum, servíettum, ilmkertum
og sápum og meira að segja geisla-
diskar með franskri tónlist í tin-
dósum. „Þetta eru rómantískar
heimilisvörur sem flestar koma
frá Frakklandi,“ segir Jakobína
Sigurðardóttir, sem er einn af eig-
endunum. „Það er dálítill hópur á
bak við Nóru,“ segir hún og gerir
nánari grein fyrir honum. „Að
hluta til er það fólk sem hittist í
rekstrar- og viðskiptanámi hjá
Endurmenntunardeild Háskólans
fyrir nokkrum árum og að hluta til
fólk sem tengist gegnum félag
kvenna í atvinnurekstri. Það eru
komin tíu til tólf ár frá því við
hófum námið í HÍ þannig að það er
nú ekki eins og hafi verið rokið í
þetta á fyrsta degi. Niðurstaðan
varð svo sú að koma þessari versl-
un á koppinn.“
Eitt af því sem athygli vekur í
Nóru er notalegt andrúmsloft,
fullt af framandi ilmi af krydd-
olíum, kaffi, kertum og sápum.
Þar er meira að segja lítið kaffi-
horn þar sem hægt er að tylla sér
niður með heitan drykk og líta í
falleg húsbúnaðarblöð sér til
dægrastyttingar. „Við vildum hafa
hér upplifun fyrir augu, lyktar-
skyn og bragðlauka fólks,“ segir
Jakobína brosandi og ekki ber á
öðru en það hafi tekist.
gun@frettabladid.is
Í baðherbergið.
Mortél, olíur og annað á eldhúsborðið.
Hnífapör í virðulegum stíl.
Upplifun fyrir lyktarskyn,
augu og bragðlauka
Gamaldags skápar á sveitasetrið.
Sessalon fyrir hvutta.
Jakobína Sigurðardóttir, einn af eigendum Nóru, og Oddný Eiríksdóttir verslunarstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tannkrem er fínasti fægilögur á silfur. Auðvitað er best að nota þar til
gerð efni en ef þau eru ekki við hendina dugar tannkremið í þetta eina
skipti.
Þil ehf., Byggingarfélag
Húsbyggingar
Getum bætt við okkur uppsteypuverkefnum.
Nýleg mót og lipur krani.
Upplýsingar í síma 893-3322.