Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 45

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 45
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR8 Breytingar á heimilum þurfa ekki að vera miklar til að skipta máli. Huga þarf að því að hafa hluti á réttum stöðum í réttu samhengi. Undanfarin ár hefur orðið gríðar- leg breyting á heimilishaldi fólks. Aðgangur að ódýrum, fallegum og áhugaverðum hlutum er miklu auð- veldari sem þýðir að algengara er að fólk vilji breyta og bæta umhverfi sitt og hafi ráð á því. En breytingarnar þurfa ekki að vera miklar til að skipta máli. Vandlega uppstilltir hlutir, á réttum stöðum og í góðu samhengi eru gjarnan aðalatriðið. Manninum er í blóð borið að vilja reglulega gera breytingar á lífi sínu og umhverfi, þótt í mis- miklum mæli sé. Ekkert er endan- legt þegar kemur að umhverfi heimilisins. Við verðum leið á því eins og öðru, finnst heimilið, her- bergið, veggurinn eða liturinn ekki lengur vekja vellíðan. Okkur lang- ar að breyta til en vitum ekki hvernig. Staðreyndin er hins vegar sú að litlu breytingarnar, tilfæringarnar, geta gert ótrúlega mikið. Bara það að endurraða hlutum í hillu, glugga, á skenk eða á sófaborðinu gerir heilmikið og jafnvel enn meira sé ákveðið jafnvægi milli hlutanna og samhengi þeirra á milli. Hlutirnir virka ef þér líkar þeir og þú veist hvernig þú vilt hafa þá. Þetta er góð regla að hafa í huga. Flestir eiga ótal smáhluti, bækur, myndir og listmuni sem þeir vilja hafa uppi en finnst þeir ekki njóta sín. Það að blanda þess- um hlutum saman getur verið það sem þarf til að breyta því. Ákveðin samsuða er nefnilega málið – raða saman hlutum, púsla, búa til „grúppur“ og athuga hvernig þær fara saman. Hvert sjónarhorn heimilisins ætti að vekja athygli manns. hallabara@centrum.is Huga ber að samstæðum hlutum og staðsetja það ósamstæða í nálægð. Til dæmis einn háan hlut með nokkrum lágum svo hæðin verði atriði í uppstillingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR SVERRISSON. Athyglisverð sjónarhorn Varast skal að gera uppstillingar of augljósar. Finna frekar andstæður sem segja má að passi saman. Hæð, breidd, áferð og litur eru fjórir þættir sem gera uppstillingu áhugaverða. Oft getur verið betra að raða upp hlutum ef fjöldinn er oddatala. Sléttar tölur geta orðið of symmetrískar. PUNKTAR Þegar kemur að því að breyta og stilla upp hlutum er gott að hafa eftirfarandi í huga: ■ Tæma þann stað sem á að breyta, hugsa um liti, áferð og lýsingu. Velta því fyrir sér sem maður á og hvað gæti vantað. Stundum vantar bara örlítið eins og að færa einn hlut aðeins lengra frá hinum. ■ Huga að samstæðum hlutum og staðsetja það ósamstæða í nálægð. T.d. einn háan hlut með nokkrum lágum svo hæðin verði atriði í upp- stillingunni. ■ Oft er einn hlutur aðalatriðið og gott að byggja út frá honum. Varast skal að byggja of mikið og þétt. Það þarf ekki að fylla allt plássið, uppstillingin nýtur sín betur ef hún fær andrými. ■ Varast skal að gera uppstillingar of augljósar. Finna frekar andsæður sem segja má að passi saman. ■ Oft getur verið betra að raða upp hlutum ef fjöldinn er oddatala. Slétt- tölur geta orðið of symmetrískar. ■ Hæð, breidd, áferð og litur eru fjórir þættir sem gera uppstillingu áhugaverða. • Skúringafatan úr sögunni • Alltaf tilbúið til notkunar • Gólfin þorna á augabragði • Fljótlegt og þægilegt Húsasmiðjan - Byko - Daggir Akureyri - Áfangar Keflavík - Brimnes Vestmannaeyjum - Fjarðarkaup - Litabúðin Ólafsvík - Parket og gólf - Rými - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað -Byggt og búið - Takk hreinlæti. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Fyrir skemstu flutti verslunin Next sig um set í stærra hús- næði í Kringlunni. Meðal þess sem bæst hefur við er heimilis- deild. Heimilisdeildin ku vera eina Next- heimilisdeildin utan Bretlands. Samkvæmt Tinnu Jóhannsdóttur, verslunarstjóra Next, er þetta þó ekki í fyrsta sinn sem slík deild hefur verið opnuð utan Bretlands. Þeim hefur ekki gengið sem skildi og öllum verið lokað. Eigendur Next á Íslandi eru því að taka nokkra áhættu. „Þetta er ný til- raun til að láta þetta virka fyrir utan Bretland,“ segir Tinna. „Í Bretlandi fara allt að 30 prósent af gólffleti Next-búða undir heimilis- deildina. Við höfum verið að taka inn einn og einn hlut, kertastjaka, ramma og slíkt en okkur fannst rétti tíminn til að taka skrefið til fulls nú og gera hlutina fyrir alvöru.“ Úti í Bretlandi er hægt að fá sófasett og önnur húsgögn í Next en eigendur hérlendis mátu stöð- una svo að ekki væri markaður fyrir slíkt hér á landi. Það má því segja að um brot af því besta sé að ræða. „Við höfum mikið með að segja hvaða vörur við tökum inn, hvaða línur við fáum sendar. Við tökum aðallega sængurföt og handklæði og aðrar smávörur. Við erum ekki með nærri því allt sem Next bíður upp á,“ segir Tinna. - tg Eina deildin utan Bretlands Á heimilisdeildinni er að finna ýmsar smávörur, handklæði og sængurföt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.