Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 48
FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 11 Á leið okkar að betri heilsu (hvert svo sem markmiðið er) gleymum við oft að staldra við og taka stöðuna, sérstaklega á því sem vel hefur verið gert. Auðvitað er gott að vera metn- aðargjarn og vilja frábæran árangur, en það er einnig mjög mikilvægt að fagna góðum árangri. Í stað þess að sjá alltaf það neikvæða við far okkar og útlit skulum við, hér og nú, leiða hugann að því hvað við höfum ótrúlega margt til brunns að bera. Það er ekki egóismi eða sjálfhverfa að telja upp kosti sína og segja þegar maður lítur í spegil: Mikið líturðu nú vel út! Málið er að hugsunin um okkur sjálf endurspeglast í framkomu okkar og fasi og því er erfiðara að vera geislandi glaður ef maður sér fáa af þeim frábæru eiginleikum sem maður hefur og er sífellt að óska þess að vera annar en maður er. Oft er hugs- un okkar um eigið ágæti og útlit mjög brengluð og óheilbrigð og vekur lítið annað en vanlíðan og vesæld. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hefur annað fólk áhrif á okkur í einhverjum mæli og því er mikilvægt að fyrir- myndir okkar séu af heilbrigð- um toga. Þá meina ég ekki endi- lega að fyrirmyndir okkar þurfi að vera íþróttamenn, heldur að þær séu raunverulegar. Tískuheimurinn er hættulegur Þegar við flettum erlendum slúðurblöðum sjáum við fjöld- ann allan af frægu fólki, ekki síst konum sem margar hverjar líta óaðfinnanlega út. Sérstak- lega í auglýsingum enda eru þær ekki raunverulegar heldur búnar til. Við konurnar könn- umst líklega margar hverjar við að vilja vera með einhver brjóst, rass eða læri sem við sjáum í þessum blöðum og berum okkur saman við Holly- wood-stjörnur. Margar þeirra eru reyndar allt of grannar og lifa í þeim óheilbrigða gervi- heimi að frægð og heróínlegt útlit skipti meira máli en góð heilsa, lífsgæði og langlífi. Velt- um því aðeins fyrir okkur af hverju við viljum vera þær? Hver segir að þeim líði betur en þér? Hver segir að líf þeirra sé betra? Ert það þú sjálf, af því að hún á meiri af peningum en þú og er með minni rass og stærri brjóst? Og hver segir að hamingja og velgengni felist í þessum þáttum? Byggist slíkt ekki frekar á athöfnum þínum á hverjum degi, umönnun þinni á sjálfum þér og öðrum og mátu- legri hugarró um eigið ágæti? Hættum þessu bulli og slepp- um takinu á öfundinni og nei- kvæðum hugsunum um okkur sjálf. Hrósum hvert öðru fyrir útlit, jafnt sem afrek og vin- skap, og dagurinn verður svo miklu auðveldari og skemmti- legri. Kveðja, Borghildur Slæmt að vilja vera annar en maður er Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Flestum skólabörnum á höfuð- borgarsvæðinu líður vel í skól- anum. Samvera með fjölskyldu og vinum og hrós frá kennurum skipta þau miklu máli. Rannsókn og greining gerði nýver- ið könnun á líðan um fjögur þús- und nemenda á höfuðborgarsvæð- inu. Samkvæmt niðurstöðum líður um 78 prósentum grunnskólanema í 5. til 7. bekk frekar eða mjög vel í skólanum. 15 prósent þeirra sögðust líða hvorki vel né illa. Um 62 nemendur, eða um eitt og hálft prósent sagðist líða mjög illa. Þeir þættir sem hafa mest áhrif á líðan skólabarnanna eru sam- vera með fjölskyldu annars vegar og vinum hins vegar. Samvera með vinum virtist skipta meira máli eftir því sem börnin urðu eldri. Þeir nemendur sem leið best í skólanum sögðust í yfir 90 pró- sentum tilvika vera oft eða stund- um með vinum sínum í frítíma en hlutfall þeirra barna sem leið illa var aðeins 63 prósent. Gleðitíðindin eru að miklum meirihluta skólabarna líður vel í skólanum. Einnig vakti athygli að yngri börn bæði stríða meira og verða meira fyrir stríðni og mesta stríðnin fer fram á skólalóðinni og í frímínútum. Einnig hefur hrós frá kennara mikil áhrif á líðan skólabarnanna mun meira en hrós frá öðrum fullorðnum. - joa Vellíðan skólabarna Stríðni er mest á meðal barna í yngri bekkjum og er algengust á skólalóðinni. Meirihluta skólabarna líður vel í kennslustundum og í frímínútum. WHO er með til athugunar hvort fuglaflensa hafi smitast á milli manna. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin rannsakar nú hvort átta manna fjölskylda í Indónesíu hafi smitað hvert annað af fuglaflensu. Aldrei hafa svo margir smitast af fugla- flensunni á einum og sama staðn- um. Ekki er vitað til þess að fólkið hafi komist í snertingu við sýkta fugla eða dýr og veldur það áhyggjum meðal starfsmanna Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar. Komi í ljós að veiran hafi ekki borist í fólkið gegnum sýkt dýr mun þetta verða fyrsta tilfell- ið þar sem fuglaflensuveiran hefur borist á milli manna. Áfram er leitað að mögulegum dýrasmitbera, en meðan hann finnst ekki eru veikindi fjölskyld- unnar meðhöndluð sem stökk- breytt útgáfa af fuglaflensuveir- unni, sem getur borist á milli manna. Frétt fengin af doktor.is. Óttast að smit hafi borist milli manna Fuglaflensa hefur greinst í átta manna fjölskyldu í Indónesíu. Ekki er útilokað að veiran hafi smitast milli manna. brúðkaup 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.