Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 59
Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is
Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali
Fr
um
SUMARHÚS MÖÐRUVELLIR KJÓS
Fallegt 50 fm. hús í landi Möðruvalla, rétt ofan við Meðalfells-
vatn í Kjós. Húsinu fylgir gott 12 fm. geymsluhús. Tvö svefn-
herb, góð stofa, timburverönd, frábært útsýni. Vandað hús á
góðum stað. Verð 6,9 millj.
Hafnarfirði, Fjarðargötu 17
Sími 520 2600, Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða
www.as.is
Opið virka daga kl. 9–18
VÍKURBRAUT 42 - GRINDAVÍK
OPIÐ HÚS FIMMTUDAG – SUNNUDAGS KL. 16-20
Fr
u
m
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali
Falleg 108 fm neðri sérhæð í tvíbýli ásamt 48 fm bílskúr, sam-
tals 156 fm. SÉRINNGANGUR. Falleg og mikið endurnýjuð eign
s.s. gólfefni og innréttingar. Möguleiki þremur svefnherbergjum.
LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 17,8 millj.
Róbert og Margrét taka á móti gestum
s: 426-8679 / 869-5834
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali.
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Mjög falleg, vel
skipulögð og björt
71 fm íbúð á 3.
hæð (efstu) auk 3,1
fm geymslu á ba-
klóð. Svalir til suð-
vesturs útaf stofu.
Íbúðin skiptist í hol,
rúmgóða stofu,
stórt eldhús með
hvítum innrétting-
um, nýlega endur-
nýjað flísalagt bað-
herbergi og tvö stór
herbergi. Þvottaað-
staða í baðherbergi. Verð 17,9 millj.
Grettisgata
Góð 3ja herb. íbúð
Fr
u
m
Auglýsing um nýjar og
breyttar deiliskipulagsáætlanir í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar
tillögur að nýjum og breyttum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík.
Umferðaskipulag
Tillaga að umferðarskipulagi og stefnumörkun að uppbyggingu á svæði sem afmarkast til vesturs af
Snorrabraut, til norðurs af Borgartúni, til austurs af Höfðatúni og Mjölnisholti og til suðurs af Laugavegi milli
Höfðatúns og Mjölnisholts, Brautarholti, Stórholti og Grettisgötu austan Snorrabrautar. Reitir á svæðinu eru
skilgreindir sem miðborgarsvæði, miðsvæði og íbúðarsvæði.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum á umferðarskipulagi næstu gatna í nágrenni
Hlemms. Umferð af Laugavegi austan Höfðatúns er beint inn á Höfðatún. Gert ráð fyrir hringtorgum við
gatnamót Höfðatúns og Skúlagötu, Höfðatúns og Borgatúns og einnig er lagt til að hringtorgið sem áður
var á gatnamótum Skúlagötu, Borgatúns og Snorrabrautar, Skúlatorg, verði endurgert í breyttri mynd. Lagt
er til að gerð verði sérstök hjólrein frá Hlemmi og upp að Höfðatúni auk þess sem lögð er áhersla á gott
göngustígakerfi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Lögreglustöðvarreitur – 1.222.0
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.0, Lögreglustöðvarreit, sem afmarkast af Snorrabraut, Skúlagötu,
Rauðarárstíg og Hverfisgötu.
Í tillögunni er m.a. lagt til að heimilt verði að byggja randbyggð á öllum reitnum innan uppgefins byggingarreits,
þrjár til sex hæðir. Jafnframt verði heimilt að gera bílastæðakjallara á öllum reitnum, allt að þrjár hæðir, með
innkeyrslu frá Skúlagötu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skúlagarðsreitur vestari – 1.222.1
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.1, Skúlagarðsreit vestari, sem afmarkast af Rauðarárstíg, Skúlagötu,
Laugavegi, Hverfisgötu og til austurs af reitamörkum Skúlagarðsreits eystri.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja í skörð og stækka hús innan uppgefinna
byggingarreita. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. útbygginga og svala á þeim húsum þar
sem ekki eru svalir fyrir.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skúlagarðsreitur eystri – 1.222.2
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.222.2, Skúlagarðsreit eystri, sem afmarkast af Skúlagötu, Höfðatúni,
Laugavegi, Hverfisgötu og til vesturs af reitamörkum Skúlagarðsreits vestari.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja í skörð og stækka hús innan uppgefinna
byggingarreita. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. útbygginga og svala á þeim húsum þar
sem ekki eru svalir fyrir. Á austasta hluta svæðisins eru gerðar tillögur að breytingum á lóðamörkum nokkurra
lóða.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tryggingastofnunarreitur – 1.240.1
Tillaga að breytingu deiliskipulagi fyrir reit 1.240.1, Tryggingastofnunarreit, sem afmarkast af Laugavegi,
Rauðarárstíg, Grettisgötu og Snorrabraut.
Í fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi reitsins er m.a. gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði að
Grettisgötu 87 verði rifið og heimilt verði að reisa íbúðarhús meðfram Grettisgötu, þrjár til fjórar hæðir. Gert er
ráð fyrir bílakjallara á stórum hluta reitsins. Jafnframt er gefin heimild til minniháttar breytinga s.s. skyggni og
svalir á þeim húsum þar sem ekki eru svalir fyrir.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Bankareitur – 1.240.2
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.2, Bankareits sem afmarkast af Laugavegi, Þverholti, Stórholti og
Rauðarárstíg.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að gefin verði heimild til að reisa nýbyggingar við Stórholt og Þverholt og gera
bílakjallara undir þeim. Jafnframt er lagt til að timburhúsið sem nú stendur að Hverfisgötu 125 verði flutt yfir
á torg á sameinaðri lóð Laugavegar 122 og 124.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Hampiðjureitir – 1.240.1 og 1.241.1
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.240.1 og nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.241.1 Hampiðjureit.
Svæðin afmarkast af Laugavegi, Mjölnisholti, Brautarholti, Stórholti og Þverholti.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að lóðir við Þverholt, Brautarholt og Stakkholt, svo kallaðar Hampiðjulóðir,
verði sameinaðar og heimiluð uppbygging á sameinaðri lóð, tvær til sjö hæðir. Einnig er gert ráð fyrir að
lóðirnar Mjölnisholt 12 og 14 verði sameinaðar og heimiluð uppbygging á þeim. Gert er ráð fyrir allt að tveggja
hæða bílakjöllurum undir báðum lóðum. Jafnframt er gefin heimild til hækkunar nokkurra húsa auk þess sem
heimilt verður að gera minniháttar breytingar á húsum, s.s. skyggni, svalir og kvisti.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Laugarásbíó - Hrafnista
Tillaga að breytingu deiliskipulagi fyrir Laugarásbíó - Hrafnistu
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að byggja nýjan bíósal til austurs frá núverandi bíói, tenging við núverandi
forsal yrði um svæði þar sem salerni eru nú. Þau yrðu fjarlægð og ný reist við norðurhlið nýbyggingar.
Heildarstærð nýbyggingar verður u.þ.b. 500m². Einnig er sótt um að lækka landhæð við álmu A, D og F til að
auðvelda aðkomu fyrir sjúkrabifreiðar og aðra þjónustustarfsemi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Sundahöfn – Skarfabakki
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skarfabakka við Sundahöfn.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir móttöku og athafnasvæði fyrir ferju og smábáta, vörugeymslur, skrifstofur og
þjónustu ásamt þjónustusvæði vegna móttöku skemmtiferðaskipa. Lóðir sem falla undir þetta deiliskipulag
eru Skarfagarður 1-3, Skarfagarður 2, 4, 6 og 8 ásamt Korngarði 1-3.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3,
1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 24. maí til og með 5. júlí 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til
skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 5. júlí 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 24. maí 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI