Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 65

Fréttablaðið - 25.05.2006, Page 65
64 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR Baráttan um borgina Kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur á laugardag eru um margt ólíkar undanförnum þrennum kosningum í borg-inni. Fyrir það fyrsta er forystuafl borgarinnar síðan 1994, R-listinn, ekki lengur til, heldur bjóða flokkarnir sem að honum stóðu fram hver í sínu lagi að þessu sinni. Það breytir hins vegar ekki miklu um fjölda þeirra lista sem í boði eru; þannig eru listarnir fimm núna en voru sex við síðustu kosningar. Munurinn felst aðallega í því að þá buðu þrír listar fram sem aldrei gátu gert sér neinar raunhæfar vonir um að ná manni inn, en nú eru það stóru flokkarnir fimm sem berjast um sætin. Skoðana- kannanir undanfarinna vikna benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn eigi góða möguleika á að ná hreinum meirihluta í borginni í fyrsta sinn síðan 1990. Það getur hann gert þrátt fyrir að hann fái ekki meirihluta atkvæða, sökum þess að atkvæði hinna flokkana nýtast mun verr þegar þau dreifast á marga flokka. Er þá komin upp sama staða í borgarpólitíkinni og var fyrir daga R-listans. Annað sem skoðanakannanir gefa vísbendingar um er að Fram- sóknarflokkurinn stendur í fyrsta sinn frammi fyrir því að eiga það á hættu að fá ekki mann kjörinn. Þess ber þó að gæta að flokkurinn hefur yfirleitt fengið meira upp úr kjörkössunum en í könnunum. Hvað sem öllu líður er útlit fyrir verulega spennandi kosningar í höfuðborginni á laugardag. Til að gefa les- endum Fréttablaðsins kost á að bera saman stefnu flokkanna í helstu málum og málaflokkum sem borið hefur á góma í kosningabaráttunni birtast hér svör forystumanna flokkanna við spurn- ingum þeirra Sigurðar Þórs Salvarssonar og Jóhanns Haukssonar. fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu Björn Ingi Hrafnsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Dagur B. Eggertsson Svandís SvavarsdóttirÓlafur F. Magnússon Reykjavík SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 FRAMHALD Á NÆSTU OPNU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.