Fréttablaðið - 25.05.2006, Side 79

Fréttablaðið - 25.05.2006, Side 79
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR54 maturogvin@frettabladid.is VERT AÐ SPÁ Í Bordeaux-vín eru á mjög hagstæðu verði hér á landi. Innflytj- endur verið duglegir að fá kvóta og álagningin verið hófleg. Í fríhöfninni gerast vart betri kaup en í gæðavínum, þar er 30 prósenta verðmunurinn farinn að skila sér. Château Cantelys kostar t.d. einungis 1.700 kr. ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› upp á alvöru jurtate frá Jurtaapóteki Kolbrúnu grasalæknis. Þar er hægt að kaupa te sem hefur hina ýmsu virkni. Sumt róar, annað frískar og kætir og enn annað eykur frjósemi. > Helltu... Kjötbollur sem upprunnar eru í eldhúsi leikkonunn- ar Sophiu Loren rata oft á matardiska hjá forverðinum Karenu Sigurkarlsdóttur. „Ég smakkaði þessar kjötbollur fyrst hjá ömmu minni en hún fékk uppskriftina úr uppskriftarbók sem Sophia Loren gaf út árið 1998,“ segir Karen sem starfar sem forvörður hjá Þjóðminjasafni Íslands. „Þessar kjötbollur hafa verið afar vinsælar í minni fjöl- skyldu enda hafa margir fengið uppskriftina. Þær eru mjög sað- samar og henta bæði börnum og fullorðnum.“ Bollurnar eru born- ar fram á ítalska vísu með spag- ettí, tómatsósu og nóg af par- mesan. „Sophia Loren býr líklega til sitt eigið spagettí en ég læt mér nægja að kaupa það tilbúið,“ segir Karen og mælir með speltspagettí frá Sollu á Grænum kosti fyrir þá sem eru að hugsa um hollustuna. Karen segist vera mjög hrifin af ítölskum og frönskum mat en undanfarið hefur hún þó aðallega verið að prófa sig áfram með bygg, spelti og aðrar hollustuvör- ur í eldhúsinu. „Svo var ég að eign- ast safapressu sem er það allra besta tæki sem komið hefur hingað inn í eldhúsið.“ Snaefridur@frettabladid.is KJÖTBOLLUR SOPHIU LOREN (fyrir 4-5) 200 gr hvítt brauð 1 b mjólk 600 gr nautahakk 1/4 b parmesanostur 2 stór egg slatti af steinselju salt, pipar og olífuolía Brauðið er tætt niður og látið liggja í mjólkinni í 30 mín. Rest- inni er síðan blandað saman við og litlar bollur eru búnar til. Boll- urnar eru gegnumsteiktar í olíu á pönnu. Borið fram með spagettí, basiltómatsósu og nóg af parmesanosti. Basil tómatsósa 6 msk af olívuolíu 5 hvítlauksrif 2 dósir niðursoðnir tómatar nóg af fersku basil salt, pipar, olífuolía Hvítlaukurinn er skorinn smátt og steiktur í olíu. Restinni af hrá- efnunum er bætt út í. Kjötbollur að hætti Sophiu Loren SAFAPRESSAN Í UPPÁHALDI Karen elskar kjötbollur Sophiu Loren en þykir ekki síður vænt um nýjasta fjölskyldumeðliminn, eðalsafapressu sem hún keypti í versluninni Kaffiboð. Á hverjum morgni pressar hún epli og engifer saman og skellir í sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lukku Láki í Grindavík minnir að mörgu leyti á krá í Villta vestrinu með sínar dökku viðarinnréttingar og bjórtunnur sem notaðar eru sem sæti við barinn. Staðurinn fékk nafn sitt þegar nýr eigandi tók við staðnum en sá hinn sami heitir Láki og því þótti nafnið Lukku Láki alveg kjörið. Á Lukku Láka er ekki bara hægt að seðja sárasta hungrið. Þar eru reglulega haldnar ýmsar uppákomur eins og böll og sportkvöld. Á góðviðrisdögum er hægt að sitja utandyra á palli fyrir fram- an húsið. Staðurinn er frábær áfangastað- ur fyrir þá sem vilja taka sunnudagsbíltúr um Suðurnesin. Skemmtilega hallæris- legur staður með sál. Matseðillinn: Matseðillinn er djúsí með góðu úrvali af fituríkri fæðu sem hentar vel fyrir svanga iðnaðar- menn og þá sem eru þunnir. Má þar nefna hamborgara, djúpsteikta ýsu, grísasamloku og kótilettur. Einnig er boðið upp á ýmsa smárétti á borð við nachos, jalapeno og kjúklinganagga. Börnin gleymast ekki heldur því þeim er boðið upp á barnahamborgara á 550 kr. Nautasteik með bakaðri kart- öflu er einnig á seðlinum vilji maður aðeins fínni mat. Verðið: Verðlagið er fínt á Lukku Láka og þjónustan góð. 9 tommu pitsa með áleggi að eigin vali kostar 1000 krón- ur og hamborgarinn er á 750 kall. Sex kjúklinganaggar eru á 550 kr. Vinsælast: Þeir sem eru í hollustuhug- leiðingum fara ekki á Lukku Láka, enda er staðurinn þekktur fyrir allt annað en sósuleysi og fituskertan mat. Prófið endilega hamborgara staðarins. Þeim, sem eru á hraðferð, er bent á að það er kjörið að stoppa á Lukku Láka þótt ekki sé nema bara fyrir einn kaffibolla. VEITINGASTAÐURINN LUKKU LÁKI, HAFNARGÖTU 6, GRINDAVÍK S. 426 9999 Villta vestrið á Suðurnesjum Ég er heldur lélegur í frönskum vínum. Skilst á vínspekingum að ég sé heldur seinþroska hvað það varðar. Enda líta þeir sem telja sig hafa vit á frönskum vínum gjarnan niður á allt annað úr hásæti sínu enda lýkur flestum samræðum um bestu vín veraldar á samdóma áliti um að enginn komist með tærnar þar sem Fransmennirnir hafa hælana. Þetta fer líklega nærri lagi en almenningur er ekki að kaupa spekina. Það sýnir undanhald franskra vína nær alls staðar í veröld- inni. Bæði hafa bestu vín Frakklands hækkað svo í verði að þau eru ekki á færi almennings og ódýrari vínin hafa vikið fyrir innrás vína frá Nýja-heiminum. Eina franska vínfyrirtækið sem hefur náð að synda á móti straumn- um í ódýrari flórunni er J.P. Chenet, markaðsdrifið fyrirtæki sem er eitt af stærstu vínfyrirtækjum heims. Að þeim frátöldum sýna fá fyrirtæki lit og slagurinn í ódýrari geiranum virðist Frökkum tapað- ur. Í betri vínum er Frakkland hins vegar alltaf Frakkland. „Upphaf og endir alls í vínheiminum“, eins og Steingrímur Sigurgeirs- son orðar það í þeirri fínu bók „Heimur vínsins“. Betri frönsku vínin eru dýr en þó má fá fyrirtaks vín frá bestu framleiðendunum á kringum tvö þúsund krónur. Fyrir þá sem vilja smakka á því besta eru franskir þemadagar bestu veitingastaðanna góður kostur. Þar er gjarnan boðið upp á glas af víni með hverjum rétti. Oft er boðið upp á nokkur vín frá sama framleiðanda en framleiðendurnir eiga flestir fleiri en eitt vínhús og eru vínin seld undir ólíkum heitum. Þetta útskýra betri vínþjónar svo skil- merkilega fyrir gestum. Slíkir dagar eru í uppsiglingu á Hótel Holti en 1. til 4. júní verða Bordeaux dagar í tilefni heimsóknar Daniel og Florence Cathiard sem eiga vínhúsið Château Smith Haut Lafitte. Daniel Cathiard var á árum áður frægur skíðakappi og meðlimur í franska ólympíulandsliðinu ásamt Jean-Claude Killy árið 1968 en hefur átt vínhúsið frá árinu 1990. Skotinn George Smith keypti það á 18. öld og gaf því nafnið en margir Bretar áttu vínhús í Bordeaux. Vínhúsin þeirra eru þrjú, Smith Haut Lafitte, Les Hauts de Smith og Château Cantelys. Skíðakappi frá Bordeaux Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég fer ekki út á morgnana fyrr en ég fæ kókapuffs og cheerios í bland. Fyrsta minning um mat? Hafragrautur í Hjörtsey. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það er klárlega steikt hrefnukjöt að hætti tengdaforeldra minna. Hrefnukjöt er stórlega vanmetin afurð hér á landi og er t.a.m. geggjað á grillið, svo ég tali nú ekki um hvað það er hollt. Athugið að það er samt bannað að steikja kjötið of mikið! Er einhver matur sem þér finnst vondur? Maður með mitt vaxtarlag hlýtur bara að borða hvað sem er! Leyndarmál úr eldhússkápnum? Vilko kakósúpa. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? Grillaðar svínalundir fylltar með piparosti koma mér alltaf í gott skap. Mér líður rosalega vel svona rétt á meðan ég borða þær, en svo líður mér geðveikt illa á eftir. Ég hef nefnilega ofnæmi fyrir svínakjöti en ég held alltaf að ég sé kominn yfir það. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf Bónusskinkuna sem amma gaf mér um síðustu jól í ísskápnum. Ég verð að fara að henda henni. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju hvað tækirðu með þér? Tengdó og hrefnubyssuna. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði sand þegar ég var tveggja ára, en annars fór ég eitt sinn á kínverskt veitingahús í Englandi og borðaði þar fjöldann allan af réttum sem ég veit ekkert hvað var. En miðað við beina- bygginguna á skepnunni í aðalréttinum þá var þetta örugglega ekki öndin sem við pöntuðum. Samt alveg ágætt. MATGÆÐINGURINN: SUMARLIÐI HELGASON HVANNDAL BASSALEIKARI Hrefnukjöt er stórlega vanmetið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.