Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 83

Fréttablaðið - 25.05.2006, Síða 83
 25. maí 2006 FIMMTUDAGUR58 LOKAUPPGJÖRIÐ V IN N IN G A R V E R Ð A A FH E N D IR H JÁ B T S M Á R A LI N D . K Ó P A V O G I. M E Ð Þ V Í A Ð T A K A Þ Á TT E R TU K O M IN N Í S M S K LÚ B B . 9 9 K R /S K E Y TI Ð . HEIMSFRUMSÝND 26×05×06 SMS LEIKU R SENDU SM S SKEYTIÐ JA XMF Á N ÚMERIÐ 1900 OG Þ Ú GÆTIR U NNIÐ MIÐA FYRI R TVO! 9. HVER VI NNUR! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO DVD MYND IR TÖLVULEIK IR X_MEN VA RNINGUR OG MARGT FLEIRA! SJÁÐU MYNDINA! SPILAÐU LEIKINN! Tónleikar flautuleikarans Ian And- erson, forsprakka hljómsveitarinn- ar fornfrægu Jethro Tull, fóru fram í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Voru þeir vel sóttir og þóttu heppnast ákaflega vel. Með Ander- son á sviðinu var Kammersveit Reykjavíkur auk þess sem banda- ríski fiðluleikarinn Luis Micarelli var sérstakur gestur. Meðal annars voru spiluð lög frá 35 ára ferli Jethro Tull sem mörg hver eru fyrir löngu orðin sígild í rokk- sögunni. Flautuleikarinn fór á kostum MEÐ FLAUTUNA Á LOFTI Ian Anderson er þekktur fyrir flautuleik sinn og var að sjálfsögðu með flautuna á lofti í Höllinni í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON SIGRÍÐUR OG JÓN PÁLL Sigríður Kristjáns- dóttir og Jón Páll Grétarsson mættu á tónleikana og skemmtu sér vel. EMIL OG INGI Þeir félagar Emil og Ingi Gunnar voru í góðum gír í Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld. BERGLIND OG RAKEL Vinkonurnar Berglind og Rakel létu sig ekki vanta á tónleika goðsagnarinnar Ian Anderson. Fyrsta 90´s-ball sumarsins verður haldið á Bar 11 næstkomandi laug- ardagskvöld undir yfirskriftinni Vote 90´s - You Got The Power! Spiluð verða vinsæl lög frá tíunda áratugnum eftir hljómsveit- ir á borð við Snap, 2 Unlimited, Dr. Alban, Prodigy, KLF og Under- world. Kvöldið er samvinnuverkefni listamannsins Curvers og bresku dívunnar Kiki-Ow, sem er nýflutt til Reykjavíkur frá London. Kiki hefur verið fastagestur á Airwa- ves-hátíðinni síðustu ár og hefur hún unnið nokkuð með íslenskum tónlistarmönnum. „Ég hef tekið eftir því að fólk er farið að hlusta miklu meira á tón- list frá tíunda áratugnum núna,“ segir Kiki. „Þegar maður skellir lögunum á fóninn sér maður að fólk hefur öðlast nægilega fjarlægð frá þessum tímabili til að geta fílað lögin á nýjan leik. Síðan eru margir tónlistarmenn sem nota lagabúta frá tíunda áratugnum í lögum sínum nú til dags,“ segir hún. Hljómsveitin Sometime, sem er meðal annarra skipuð Curver og Danna trommara Maus, er skírð í höfuðið á Kiki. Hún segist hafa hitt Curver fyrst á Airwaves-hátíðinni og síðan þá hafi þau verið góðir vinir. Kiki endurgerði nýverið lagið I´m Too Sexy eftir Right Said Fred með Viðari Hákoni Gíslasyni úr Trabant og hefur það notið mikilla vinsælda á dansstöðum borgarinn- ar. Verður það gefið út á 12 tommu á næstunni. Partíið á laugardagskvöld hefst á miðnætti og er frítt inn en gestir eru hvattir til að mæta í fötum frá fyrri hluta tíunda áratugarins. Vinsæl lög frá tíunda áratugnum KIKI-OW Breska söngkonan Kiki-Ow stend- ur fyrir 90´s-kvöldinu ásamt vini sínum Curver. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Félagið Ísland-Palestína og UNI- FEM á Íslandi standa fyrir sam- stöðu- og styrktartónleikum fyrir konur í hertekinni Palestínu á fimmtudaginn á Grandrokk. Tónleikarnir eru upphafið að söfnunarátaki þar sem allur ágóði rennur til palestínskra kvennasamtaka sem starfa á sviði mannúðar- og mannrétt- indarmála á herteknu svæðun- um. „Við héldum mjög vel heppn- aða tónleika í nóvember í fyrra þar sem við vorum að styrkja öryrkja í Palestínu. Þeir voru mjög vel sóttir þannig að við ákváðum að endurtaka leikinn,“ segir Eldar Ástþórsson, skipu- leggjandi tónleikanna, en UNI- FEM á Íslandi kemur einnig að tónleikunum. Eldar segir að tónleikarnir séu haldnir bæði til að safna pen- ing handa kvennasamtökunum í Palestínu og til að vekja athygli á stöðu kvenna þar í landi. Á tónleikunum koma fram Reykjavík!, Future Future, Wulf- gang, Seabear og Mr. Silla. Sér- hannaðir bolir og peysur frá Dead og Nakta apanum verða til sölu auk mynda eftir Hugleik Dagsson. Einnig verða til sölu bolir, nælur og plötur frá Félag- inu Ísland-Palestína. Húsið opnar klukkan 21.00 og hefjast tónleikarnir hálftíma síðar. Aðgangseyrir er 500 krónur. Sungið fyrir palestínskar konur SEABEAR Hin efnilega hljómsveit Seabear er ein þeirra sem munu troða upp á Grandrokk. Önnur plata finnsku hljómsveitar- innar Lordi, sem vann Eurovision- keppnina um síðustu helgi, er komin út hér á landi. Platan, sem kom út í febrúar í Finnlandi, heitir The Arockalypse og inniheldur hið vinsæla lag Hard Rock Hallelujah. Að auki eru þar lög á borð við It Snows in Hell, Who‘s Your Daddy, The Night of the Loving Dead og Supermon- stars (The Anthem Of The Phant- oms). Lordi gefur út plötu NÝ PLATA Nýjasta plata Lordi nefnist The Arockalypse. Belgíski grínistinn Lieven Scheire verður með sitt fyrsta uppistand hér á landi á Gauki á Stöng á fimmtudag. Lieven byrjaði að stunda spuna- leiklist í Belgíu árið 2000 og fór síðan í uppistandið ári eftir. Árið 2002 stofnaði hann grínhópinn Neveneffecten sem gerði meðal annars átta samnefnda gaman- þætti fyrir belgíska sjónvarps- stöð. Þættirnir voru í „mocument- ary“-stíl þar sem þeir þóttust vera frá sjónvarpsstöðinni National Geographic að fjalla um lifnaðar- hætti fólks um víða veröld. Ásamt Lieven koma fram í kvöld Rökkvi Vésteinsson og Oddur Eysteinn Friðriksson og verður uppistand þeirra beggja á ensku en herlegheitin hefjast klukkan 21.30 og kostar 500 krón- ur inn. Belgískur grínisti með uppistand LIEVEN SCHEIRE Belgíski grínist- inn mun láta gamminn geysa á Gauki á Stöng.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.