Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 83
25. maí 2006 FIMMTUDAGUR58
LOKAUPPGJÖRIÐ
V
IN
N
IN
G
A
R
V
E
R
Ð
A
A
FH
E
N
D
IR
H
JÁ
B
T
S
M
Á
R
A
LI
N
D
.
K
Ó
P
A
V
O
G
I.
M
E
Ð
Þ
V
Í
A
Ð
T
A
K
A
Þ
Á
TT
E
R
TU
K
O
M
IN
N
Í
S
M
S
K
LÚ
B
B
.
9
9
K
R
/S
K
E
Y
TI
Ð
.
HEIMSFRUMSÝND 26×05×06
SMS LEIKU
R
SENDU SM
S SKEYTIÐ
JA XMF Á N
ÚMERIÐ
1900 OG Þ
Ú GÆTIR U
NNIÐ
MIÐA FYRI
R TVO!
9. HVER VI
NNUR!
VINNINGAR
ERU:
BÍÓMIÐAR
FYRIR TVO
DVD MYND
IR
TÖLVULEIK
IR
X_MEN VA
RNINGUR
OG MARGT
FLEIRA!
SJÁÐU MYNDINA!
SPILAÐU LEIKINN!
Tónleikar flautuleikarans Ian And-
erson, forsprakka hljómsveitarinn-
ar fornfrægu Jethro Tull, fóru fram
í Laugardalshöll í fyrrakvöld.
Voru þeir vel sóttir og þóttu
heppnast ákaflega vel. Með Ander-
son á sviðinu var Kammersveit
Reykjavíkur auk þess sem banda-
ríski fiðluleikarinn Luis Micarelli
var sérstakur gestur. Meðal annars
voru spiluð lög frá 35 ára ferli
Jethro Tull sem mörg hver eru
fyrir löngu orðin sígild í rokk-
sögunni.
Flautuleikarinn fór á kostum
MEÐ FLAUTUNA Á LOFTI Ian Anderson er þekktur fyrir flautuleik sinn og var að sjálfsögðu
með flautuna á lofti í Höllinni í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
SIGRÍÐUR OG JÓN PÁLL Sigríður Kristjáns-
dóttir og Jón Páll Grétarsson mættu á
tónleikana og skemmtu sér vel.
EMIL OG INGI Þeir félagar Emil og Ingi
Gunnar voru í góðum gír í Laugardalshöll-
inni í fyrrakvöld.
BERGLIND OG RAKEL Vinkonurnar Berglind
og Rakel létu sig ekki vanta á tónleika
goðsagnarinnar Ian Anderson.
Fyrsta 90´s-ball sumarsins verður
haldið á Bar 11 næstkomandi laug-
ardagskvöld undir yfirskriftinni
Vote 90´s - You Got The Power!
Spiluð verða vinsæl lög frá
tíunda áratugnum eftir hljómsveit-
ir á borð við Snap, 2 Unlimited, Dr.
Alban, Prodigy, KLF og Under-
world.
Kvöldið er samvinnuverkefni
listamannsins Curvers og bresku
dívunnar Kiki-Ow, sem er nýflutt
til Reykjavíkur frá London. Kiki
hefur verið fastagestur á Airwa-
ves-hátíðinni síðustu ár og hefur
hún unnið nokkuð með íslenskum
tónlistarmönnum.
„Ég hef tekið eftir því að fólk er
farið að hlusta miklu meira á tón-
list frá tíunda áratugnum núna,“
segir Kiki. „Þegar maður skellir
lögunum á fóninn sér maður að fólk
hefur öðlast nægilega fjarlægð frá
þessum tímabili til að geta fílað
lögin á nýjan leik. Síðan eru margir
tónlistarmenn sem nota lagabúta
frá tíunda áratugnum í lögum
sínum nú til dags,“ segir hún.
Hljómsveitin Sometime, sem er
meðal annarra skipuð Curver og
Danna trommara Maus, er skírð í
höfuðið á Kiki. Hún segist hafa hitt
Curver fyrst á Airwaves-hátíðinni
og síðan þá hafi þau verið góðir
vinir.
Kiki endurgerði nýverið lagið
I´m Too Sexy eftir Right Said Fred
með Viðari Hákoni Gíslasyni úr
Trabant og hefur það notið mikilla
vinsælda á dansstöðum borgarinn-
ar. Verður það gefið út á 12 tommu
á næstunni.
Partíið á laugardagskvöld hefst
á miðnætti og er frítt inn en gestir
eru hvattir til að mæta í fötum frá
fyrri hluta tíunda áratugarins.
Vinsæl lög frá
tíunda áratugnum
KIKI-OW Breska söngkonan Kiki-Ow stend-
ur fyrir 90´s-kvöldinu ásamt vini sínum
Curver. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Félagið Ísland-Palestína og UNI-
FEM á Íslandi standa fyrir sam-
stöðu- og styrktartónleikum fyrir
konur í hertekinni Palestínu á
fimmtudaginn á Grandrokk.
Tónleikarnir eru upphafið að
söfnunarátaki þar sem allur
ágóði rennur til palestínskra
kvennasamtaka sem starfa á
sviði mannúðar- og mannrétt-
indarmála á herteknu svæðun-
um.
„Við héldum mjög vel heppn-
aða tónleika í nóvember í fyrra
þar sem við vorum að styrkja
öryrkja í Palestínu. Þeir voru
mjög vel sóttir þannig að við
ákváðum að endurtaka leikinn,“
segir Eldar Ástþórsson, skipu-
leggjandi tónleikanna, en UNI-
FEM á Íslandi kemur einnig að
tónleikunum.
Eldar segir að tónleikarnir
séu haldnir bæði til að safna pen-
ing handa kvennasamtökunum í
Palestínu og til að vekja athygli á
stöðu kvenna þar í landi.
Á tónleikunum koma fram
Reykjavík!, Future Future, Wulf-
gang, Seabear og Mr. Silla. Sér-
hannaðir bolir og peysur frá
Dead og Nakta apanum verða til
sölu auk mynda eftir Hugleik
Dagsson. Einnig verða til sölu
bolir, nælur og plötur frá Félag-
inu Ísland-Palestína.
Húsið opnar klukkan 21.00 og
hefjast tónleikarnir hálftíma
síðar. Aðgangseyrir er 500
krónur.
Sungið fyrir palestínskar konur
SEABEAR Hin efnilega hljómsveit Seabear er ein þeirra sem munu troða upp á Grandrokk.
Önnur plata finnsku hljómsveitar-
innar Lordi, sem vann Eurovision-
keppnina um síðustu helgi, er
komin út hér á landi.
Platan, sem kom út í febrúar í
Finnlandi, heitir The Arockalypse
og inniheldur hið vinsæla lag Hard
Rock Hallelujah. Að auki eru þar
lög á borð við It Snows in Hell,
Who‘s Your Daddy, The Night of
the Loving Dead og Supermon-
stars (The Anthem Of The Phant-
oms).
Lordi gefur
út plötu
NÝ PLATA Nýjasta plata Lordi nefnist The
Arockalypse.
Belgíski grínistinn Lieven Scheire
verður með sitt fyrsta uppistand
hér á landi á Gauki á Stöng á
fimmtudag.
Lieven byrjaði að stunda spuna-
leiklist í Belgíu árið 2000 og fór
síðan í uppistandið ári eftir. Árið
2002 stofnaði hann grínhópinn
Neveneffecten sem gerði meðal
annars átta samnefnda gaman-
þætti fyrir belgíska sjónvarps-
stöð. Þættirnir voru í „mocument-
ary“-stíl þar sem þeir þóttust vera
frá sjónvarpsstöðinni National
Geographic að fjalla um lifnaðar-
hætti fólks um víða veröld.
Ásamt Lieven koma fram í
kvöld Rökkvi Vésteinsson og
Oddur Eysteinn Friðriksson og
verður uppistand þeirra beggja á
ensku en herlegheitin hefjast
klukkan 21.30 og kostar 500 krón-
ur inn.
Belgískur grínisti
með uppistand
LIEVEN SCHEIRE Belgíski grínist-
inn mun láta gamminn geysa á
Gauki á Stöng.