Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 85
Blásið verður til tónlistarveislu á Nasa föstudaginn 26. maí á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Þar mun Jon Spencer úr banda- rísku rokksveitinni Jon Spencer Blues Explosion og fyrrum með- limur Pussy Galore, koma fram með rokkabillíbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveit- inni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Einnig kemur fram danska hljómsveitin Powersolo, sem spil- aði síðast hér á landi á Iceland Air- waves síðasta haust, og The Trem- olo Beer Gut. Íslenska sveitin Fræ kemur fram sem sérstakur gestur. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Heavy Trash breytist úr dúói í kvartett þegar þeir spila á tónleikum og mun Yebo úr dönsku sveitinni Junior Senior leika á trommur og Kim úr Powersolo á kontrabassa. Þegar þeir Jon og Matt hittust í New York fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að leita til grunnsins í rokkinu og með það að leiðarljósi stofnuðu þeir Heavy Trash. Þess má geta að þegar Matt var að alast upp í Kanada hélt hann því statt og stöðugt fram við vini sína að Johnny Cash væri svalari en Kiss. Tónleikarnir á Íslandi eru þeir fyrstu í tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu. Jon Spencer hélt síðast tón- leika hér á landi árið 1999 með Jon Spencer Blues Explosion ásamt hljómsveitinni Fugazi. „Það var gaman. Við spiluðum á ein- hverjum skrítnum klúbbi. Þetta var áhugaverður staður og fólkið tók okkur vel,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til að koma aftur. Síðast þegar ég kom hafði ég ekki mikinn tíma til að líta í kringum mig en núna vona ég að félagar mínir hjá Crunchy Frog sýni mér land og þjóð betur.“ Á tónleikunum á föstudag ætlar Heavy Trash að spila af fyrstu plötu sinni auk einhverra glænýrra laga. Einnig verður Elvis-lag á boðstólnum, enda er Jon mikill aðdáandi rokkkóngsins eina og sanna. „Tónleikarnir verða villtir. Þetta verður eins og í barnaafmæli hjá 6 til 7 ára krökk- um. Allt verður á fullu en munur- inn er sá að þarna verður áfengi haft um hönd,“ segir Jon í léttum dúr. Miðasala á tónlistarveisluna á Nasa fer fram í verslunum Skíf- unnar og á miði.is. Miðaverð er 1.950 krónur. Eins og í barnaafmæli HEAVY TRASH Hljómsveitin Heavy Trash er aðalnúmer Crunchy Frog-kvöldsins á Nasa á föstudag. Söngkonan Madonna hóf sína fyrstu tónleikaferð um heiminn í tvö ár í Los Angeles á dögunum. Madonna, sem er þekkt fyrir að ögra hlustendum sínum, hékk uppi á krossi á tónleikunum, gerði lítið úr Bush Bandaríkjaforseta og hreyfði sig á kynæsandi hátt eins og hennar er von og vísa. Á meðal þeirra sem hlýddu á tónleikana í Los Angeles voru Kabbalah-gúrúinn Yehuda Berg, Nicole Richie og leikkonan Rosie O´Donnell. Madonna, sem er 47 ára, mun ferðast um Bandaríkin næstu tvo mánuðina. Eftir það heldur hún til Evrópu þar sem hún mun halda tónleika í átta borgum. Einnig eru fyrirhugaðir tónleikar í Japan um miðjan september. Talið er að miðasölutekjur af tónleikaferðinni, sem nefnist Con- fessions, muni verða yfir 14 millj- arðir króna. Um yrði að ræða tekjuhæstu tónleikaferð kvenkyns listamanns en núverandi met er í höndum Cher. Tónleikaferð Madonnu hafin MADONNA Söngkonan Madonna er byrjuð á nýrri tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Confessions on a Dancefloor. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ætlar að skrifa bók um baráttu sína við aukakílóin. Bókin verður gefin út af Simon & Schust- er og fær Oprah í sinn hlut rúmar 800 milljónir króna, sem er það mesta sem nokkur hefur fengið fyrir bók sem ekki er skáldskap- arverk. Oprah, sem er 52 ára, hefur vegið á bilinu 65 til 95 kíló í gegn- um árin og hefur margoft talað í þætti sínum um vandamál sitt. „Þetta er alltaf barátta. Mér fannst ég öruggari þegar ég var þung. Matur hefur alltaf verið mér mikil huggun,“ sagði hún í nýlegu við- tali. Bók um aukakílóin OPRAH Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ætlar að skrifa bók um baráttu sína við aukakílóin. Kvennatríóið Sleater-Kinney, sem heldur tónleika á Nasa sunnudag- inn 4. júní, hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tónleika fyrir fullu húsi í hvert sinn. Sveitin er á tónleikaferð til að kynna sína nýjustu plötu, The Woods, og verða síðustu tónleik- arnir í ferðinni hér á landi. Sleater-Kinney, sem var stofn- uð fyrir tíu árum, þykir ákaflega öflug á tónleikum og hefur hún m.a. komið fram með Pearl Jam. Sveitin kemur frá Oregon í Banda- ríkjunum. Hún hefur gefið út sjö plötur á ferli sínum og hefur nýja platan hlotið einróma lof gagnrýn- enda. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Miðaverð er 2.500 kr. auk miðagjalds. Hljómsveitirnar Skakkamanage og Jakobínarína sjá um upphitun. Stutt í Sleat- er-Kinney SLEATER-KINNEY Kvennatríóið Sleater- Kinney er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn. Starfsmenntanám vi› LBHÍ Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ - www.lbhi.is Búfræ›i * Gar›yrkja • Blómaskreytingar • Gar›yrkjuframlei›sla * • Skógur og umhverfi * • Skrú›gar›yrkja * fiessar brautir bjó›ast einnig í fjarnámi 7 júní Umsóknafrestur fyrir skólavist 2006 / 07 Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 www.lbhi.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu DA VINCI CODE kl. 5, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SKROLLA & SKELFIR Á SALTKRÁKU kl. 6 AÐEINS 400 KR. CRY WOLF kl. 8 B.I. 16 ÁRA SÍÐUSTU SÝNINGAR DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3 og 6 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 3 og 6 PRIME kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 BANDIDAS kl. 8 og 10 B.I. 10 ÁRA CRY WOLF kl. 8 B.I. 16 ÁRA THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA DA VINCI CODE kl. 1, 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA CRY WOLF kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 2 og 4 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2 og 4 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið EFTIRSÓTTUSTU BANKARAENINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MAETTIR FRÁBAER GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON ÚLFUR... ÚLFUR... ENGIN TRÚIR LYGARA - ÞÓTT HANN SEGI SATT! ÞAU BJUGGU TIL MORÐINGJA SEM SNERIST GEGN ÞEIM...! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! 50.000 MANNS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.