Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 25.05.2006, Blaðsíða 92
VR gekkst fyrir könnun meðal félagsmanna sinna á að- búnaði, vellíðan, og ánægju fólks á vinnustað. Tæplega 11.000 félagsmenn tóku þátt í könnuninni; Fyrirtæki ársins. Niðurstaða könnunarinnar gerir okkur stolt og hreykin af starfi okkar. Við skjótumst upp um 60 sæti, erum þar með: Hástökkvari ársins. Við erum stolt af okkar starfi og viljum gjarnan leyfa þér að njóta þess með okkur. Virðing Réttlæti 23 82 / TA K TÍ K 2 4. 5´ 06 HÁSTÖKKVARI ÁRSINS FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, þjálf- ari Notts County í Englandi, er við það að ganga frá kaupum á fram- herjanum Peter Thorne sem kemur frá Norwich. Hinn 33 ára gamli Thorne skoraði eitt mark í 21 leik fyrir Norwich í 1. deildinni í ár. Einhverjir muna sjálfsagt eftir Thorne frá tíma hans hjá Stoke en þar lék hann einmitt í langan tíma undir stjórn Guðjóns og þótti einn albesti leikmaður 2. deildarinnar. Guðjón lýsti því einmitt sjálfur yfir í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að Thorne væri besti sóknarmaður sem hann hefði nokkurn tíma þjálfað og mun hann án efa reynast Notts County mikill liðsstyrkur. Spurning hvort Guðjón reyni að fá fleiri fyrrum lærisveina sína hjá Stoke? - vig Guðjón Þórðarson tekur til hendinni hjá Notts County þessa dagana: Farinn að elta gamla lærisveina frá Stoke City-tímablinu Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA... Guðjón sést hér vígreifur er hann tók við Stoke. FÓTBOLTI Sigurður Sæberg Þor- steinsson fékk í gær að fara frá Val yfir í 1. deildarlið HK en hann hefur samið við félagið út tímabil- ið. Sigurður er 26 ára miðjumaður en hann lék fimmtán leiki fyrir Val í Landsbankadeildinni í fyrra. Hann tilkynnti það síðan eftir tímabilið að hann væri búinn að ákveða að taka sér frí frá knatt- spyrnu af persónulegum ástæð- um. Hann er annar leikmaðurinn sem HK hefur fengið á stuttum tíma, sem hefur leikið í úrvals- deild en félagið fékk Theódór Ósk- arsson í sínar raðir fyrir stuttu. - egm 1. deildarlið HK að styrkjast: HK fær Sigurð Sæberg úr Val FÓTBOLTI Allar líkur eru á því að hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids gangi til liðs við sína gömlu félaga í Ajax í sumar. Davids hóf feril sinn hjá liðinu eftir að hafa komið upp í gegnum margrómað unglingakerfi félagsins. „Ég er búinn að tala við Edgar um að koma til okkar aftur og honum fannst það vera frábær hugmynd. Við erum með marga unga leikmenn og hann getur miðl- að af reynslu sinni til þeirra, sem myndi styrkja liðið okkar til muna. Hann getur spilað lykilhlutverk í framtíð Ajax,“ sagði Henk ten Cate, stjóri Ajax. - hþh Edgar Davids: Líklega til Ajax á nýjan leik FIMMTUDAGUR 25. maí 2006 67 1-1 Grindavíkurvöllur, áhorf: 960 Kristinn Jakobsson (7) 1–0 Jóhann Þórhallsson (33.) 1–1 Guðmundur Steinarsson, víti (37.) Grindavík Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–16 (2–5) Varin skot Helgi 4 – Ómar 1 Horn 2–4 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 1–1 KEFLAVÍK 4–3–3 Ómar 6 Geoff Miles 3 (46. Milicevic 5) Guðmundur Mete 6 Baldur Sig. 5 Guðjón Antoníus. 7 Jónas Guðni 7 Daniel Severino 6 (80. Ólafur Jón -) Hólmar Örn 8 Samuelsen 6 Magnús Sverrir 7 Guðmundur Stein. 6 (71. Stefán Örn -) *Maður leiksins GRINDA. 4–4–2 Helgi 6 Michael Jóns. 5 (63. Orri Freyr 3) David Hannah 6 Óðinn Árna. 7 Paul McShane 6 Jóhann Helgas. 6 Óli Stefán 7 (88. Eyþór Atli -) Eysteinn Húni 5 Óskar Örn 6 (82. Andri Steinn -) *Sinisa Kekic 8 Jóhann Þórhalls. 7 FÓTBOLTI Grannaliðin Grindavík og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í gær þar sem bæði mörkin voru skoruð í nokkuð líflegum fyrri hálfleik. Mounir Ahandour, sóknarmaður Grindvíkinga, tók út leikbann og Sinisa Kekic var því settur í fremstu víglínu en hann var í hjarta varnarinnar í síðasta leik. Í Keflavíkurliðinu var Þórarinn Kristjánsson enn meiddur og sömuleiðis Buddy Farah og því var Baldur Sigurðsson settur í vörnina en hann byrjaði á miðj- unni í síðasta leik. Vindurinn lék stórt hlutverk í leiknum, Keflvíkingar voru með vindi í fyrri hálfleik og nýttu sér það óspart til að skjóta. Alls áttu þeir fjórtán skot í fyrri hálfleikn- um en flest þeirra fóru talsvert langt fram hjá markinu. Heima- menn voru meira með boltann í upphafi leiks og fengu vítaspyrnu á elleftu mínútu þegar Kristinn Jakobsson taldi að Baldur hefði togað Jóhann Þórhallsson niður innan teigs. Jóhann fór sjálfur á vítapunktinn en skot hans fór í þverslána og síðan yfir markið. Guðmundur Steinarsson átti skemmtilega hjólhestaspyrnu stuttu síðar en boltinn fór beint á markvörðinn. Þegar rúmur hálf- tími var liðinn af leiknum náði Jóhann að bæta upp fyrir að hafa misnotað vítið og skoraði sitt fjórða mark í deildinni. Hann var einfaldlega miklu ákveðnari en varnarmenn Keflvíkinga og kláraði færið vel eftir hreint magnaðan undirbúning frá Kekic sem hafði komist fram hjá tveim- ur leikmönnum gestana á miðj- unni og átt frábæra fyrirgjöf á Jóhann. Keflvíkingar náðu að jafna fyrir hlé úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að markvörðurinn Helgi Már Helgason hélt ekki bolt- anum eftir skot og braut síðan klaufalega á Magnúsi Þorsteins- syni. Helgi fór síðan í vitlaust horn í vítaspyrnunni og Guðmundur skoraði. Seinni hálfleikur var ansi tíðindalítill og bragðdaufur en bæði liðin fengu þó eitt gott færi. Grindvíkingar beittu ekki sömu taktík og gestirnir í fyrri hálfleik og spöruðu skotin. Sinisa Kekic fékk besta færi heimamanna eftir góða auka- spyrnu frá Óskari en boltinn rúll- aði fram hjá markinu. Hann fékk síðan annað færi undir lok leiksins en skallaði þá beint á Ómar í mark- inu. Besta færi Keflvíkinga fékk varamaðurinn hárprúði Ólafur Jón Jónsson en skaut slöku skoti. Hreint út sagt leiðinlegur seinni hálfleikur en það helsta gerðist í viðbótartíma að einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjald- ið. Eyþór Atli Einarsson fékk sitt annað gula spjald á örfáum mínút- um eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Við ætluðum okkur að halda boltanum niðri í rokinu en það bara gekk ekki. Það var of mikið um langar sendingar fram völlinn sem voru alls ekki að virka. Þetta var mikil barátta og barningur út í eitt,“ sagði Jóhann Þórhallsson, markaskorari Grindvíkinga, og viðurkenndi að það hefði verið súrt að sjá á eftir vítaspyrnu sinni smella í þverslána í fyrri hálfleik. „Við erum aðeins á eftir áætlun með fjögur stig eftir þrjá leiki enda ætluðum við okkur alls ekki að missa nein lið of langt frá okkur í upphafi móts. Við vorum klaufar að nýta ekki góð færi og hefðum átt að vera yfir eftir fyrri hálfleik- inn, það er mjög súrt að ná ekki að nýta jafn góð færi og við fengum. Ég verð samt sem áður að hrósa báðum liðum fyrir að spila svona fínan leik við þessar erfiðu aðstæð- ur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. - egm Það var mikið fjör þegar nágrannaliðin Grindavík og Keflavík mættust: Grannarnir skildu jafnir LÍFLEGUR Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, lét vel í sér heyra í gær en lét það eiga sig að pakka dómaranum saman eftir leikinn að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.