Tíminn - 11.09.1977, Page 11

Tíminn - 11.09.1977, Page 11
Sunnudagur 11. september 1977 11 — Það þótti þvi ekki úr vegi að ráð- stafa hluta þjóðargjafarinnar til að minnka sandfok i nágrenni Þingvalla þar sem gjöfin var samþykkt. Þvi var ákveðið að reisa þessa girðingu, sem nær frá Sandkluftavatni sunnan Skjald breiðar, austur Hlöðuvelli, norður Lambahraun og i Hagavatn. En að vestanverðu er svæðið girt sauðfjár- veikigirðingum, en jöklar girða það að norðan. — Það er vitað að geysilegur upp- blástur er við Skjaldbreið og á Hlöðu- völlum, en þetta land er hluti af afrétt Þingvallasveitar,. Grimsness, og Laugardals. Það var með fullum vilja og samþykki sveitarstjórna þessara hreppa að ráðizt var i þessa girðingu og hvöttu þeir meira að segja til að þetta svæði yrði friðað, eins og ákveðið er á landgræðsluáætlun. — Landgræðslan hefur náttúrlega alltaf lagt höfuðáherzlu á að græða upp svæði i byggð, en þó er það samdóma álit þeirra sem starfa við gróðurvernd og landgræðslu, að uppblástur á f jöllum og heiðum verði lika að stöðva. — Með þvi að friða þetta svæði og sá i verstu uppblásturssvæðin vonumst við til að geta stöðvað uppblásturinn. 1 sumar var sáð melfræi við Sand- kluftavatn, og einnig dreifði áburðar- flugvélin Páll Sveinsson fræi og áburði á þau svæði, þar sem sandíokið herjar á gróið land, þ.e. á mörkum gróins og ógróins lands. I sambandi við moldrokið sem ég nefndi áðan, og sem er svo algengt hér á Suðurlandi, þá hefur litið borið á þvi undanfarin tvö sumur, þar sem þau hafa verið mjög óþurrkasöm. En komi aftur á móti þurrkasumur má búast við moldarmökkum að nýju, nema unnið verði að heftingu uppblásturs. Að endingu sagði Sveinn, að það væri eftirtektarvert, að allar girðingarfram- kvæmdir á vegum Landgræðslunnar á Suður- og Norð-Austurlandi væru unnar á mestu eldfjallasvæði landsins. Kristin Siguröardóttir er mat- ráöskona þeirra giröingar- manna, og hefur veriö sem sllk i um 15 ár, en hún hefur fylgt manni sinum Greipi Sigurössyni á giröingarleiööngrum hans. Eldhúsaöstaöa Kristlnar er ekki upp á marga fiska eins og sést á myndinni, en þaö má gera sér gott úr öllu. Biaöamenn voru umsvifalaust drifnir I mat þegar þeir komu i heimsókn. Myndin gæti heitiö „Þröngt geta svangir setiö”. Allt vatn, sem flokkurinn veröur aö nota á ferðum sinum, er sel- flutt ncðan úr byggö og þvl er ströng vatnsskömtun. T.d. fær enginn aöraka sig yfir alla vikuna.en um helgar er skroppiö niö- ur i byggö. A þessum staöþurfa átta manns að sofa, en þetta er óhitaöur svefnskáli. t horni skálans má sjá Svein Þorgeirsson kúra sig I einum svefnpokanum. Eftir miödegisveröinn er Iffinu tekiö meö ró smátima, og menn seljast og ræða málin. Taliö frá vinstrí: Greipur Sigurösson, Þorsteinn Sigurösson, Karl Kristján Bjarnason, Guömundur Hárlaugsson og Þórhallur Einarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.