Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. október 1977 7 i spegli tímans mjög góðan vitnisburð og þá ekki sízt, sá sem er beint á móti Carter — neðst tii hægri — Pet- er Colot f rá Matawan í New Jersey. Um hann segir svo m.a.: „Það er próf á morgun, strákar, hvernig væri að koma í eina skák" átti Peter Colot til að segja daginn fyrir próf, sem hann svo auð- vitað stóð sig vel í, eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Peter kemur fólki fyrir sjónir sem „kaldur og rólegur náungi", en þó er hann sérstaklega Ijúfmannlegur í viðmóti og kímnigáfa hans er frábær. Hann er geysi- lega félagslyndur á öllum sviðum og náði oft frábærum árangri á sviði íþrótta. Utanríkis- þjónusta Bandaríkjanna missir sannarlega af miklu ef hún ekki notfærir sér slikan „diplo- mat" sem Peter er. Hann á jafnt heima á íþróttavellinum, í teboðum og á hátíðlegustu sendiráðs-dansleikjum." Reyndar má segja að Peter Colot hafi orðið nokkurs konar „ambassador" fyrir land sitt, því að hann hefur farið víða um heim sem háttsettur yfirmaður í her lands síns. M.a. hef ur hann oftar en einu sinni dvalizt hér á ís- landi. Nú á Peter Colot reyndar heimili f Washington eins og James Earl Carter, Jr. skólafélagi hans. Hann er kvæntur íslenzkri konu, Auði Jónsdóttur frá Stykkishólmi, dótt- ur Sesselju Konráðsdóttur, fyrrum kennara og Jóns Eyjólfssonar, sem var kaupmaður í Stykkishólmi. Þau hjónin Auður og Peter Colot koma oft til Islands til að hitta vini og skyld- menni og eins taka þau mikinn þátt í félags- skap íslendinga í Washington. Blómstrandi Nadia AUir kannast viö Nadiu litlu C'omaneci, rúmensku stúlk- una sem fékk gullverölaun i siöustu Olympiuleikum fyrir fimleika — þá aðeins fjórtán ára. Nú hefur Nadia litla stækkaö og þroskast Hún var nýlega á sýningarferöalagi f Mexikó meö rúmenskum fimleikaflokki kvenna, og er Nadia auðvitað stjarnan i þeim flokki. Nú er hún komin á 16. árið, og Ijósmyndarar og fþróttablaöamenn höföu orð á þvi eftir sýninguna hvaö Nadia heföi þroskazt. Hún væri orðin svolitiö kvenleg i vexti, en áöur var hún eins og 10 ára stúikubarn. Þjálfari hennar hefur aðlagaö fimleika- atriöi hennar þessari breytingu, og segir hann aö flutföllin breytist töluvert I likamanum þar sem Nadia hefur stækk- að um nokkra þumlunga og bætt á sig nokkrum pundum, — en það er eitt sem ekki breytist — og þaö er aö hún er snillingur á heimsmælikvaröa i fimleikum og áhugasöm og dugleg viö æfingarnar, svo hún ætti aö geta haldiö sessi sinum í iþróttaheiminum um langan tima, sagöi þjálfari hennar við förina frá Mexikó, en þaöan hélt hópurinn til New Orleans i sýningarferð. > Ein hversstaðar á j) þessum grynningum er ílugvél hiaöin Buiií -) hvar? ■ > Svalur og Siggi^ ] hafa leitað ;foreldrum Alans^p* Zk á fyrstu eyjunni '4% 1 i l J ; $ ; Næsta eyja er aðpY Já,en hún eins minni.'e SO ) er nógu < LARGE >45 stór til þess [7 TME LAST—J að vekja jathygli flugmanns 'i nauðum.'v Gerum eins hér,Siggi... > •ég fylgaist meö ströndinni,þú með botninum © r- u's Éttu ofan i þig það sem þú sagðir, Haddi. Taktu N það aftur Þa það ég tek aftur." Tíma- spurningin — Hvernig finnst þér umferðin i bænum hafa gengið siðan lögreglan hætti eftirliti á götun- um? Birna Guðmundsdóttir, kennari: — Mjög vel. Jóna Kristjánsdóttir hjúkrunar- fræðingur: — Vel. Það hefur veriö minna um slys og óhöpp en áöur. Jóhannes Helgason rakara- meistari: — Það er alveg furðulegt hvað þetta hefur bjargazt. Slysum hef- ur heldur fækkað enda ónáöar lögreglan meira en hún hjálpar. Ég hef hvergi séð eins mikið af lögreglumönnum á stjái og hér á landi. Þeir ættu aö láta eins Iitiö á sér bera og þeir geta en ekki vera eins og smákrakkar Ibyssuleik og bófahasar. Ingólfur Þóröarson: — Ekki verr en áöur. Þó eru viss gatnamót þar sem lögreglan gegnir mikilvægu hlutverki og þar er umferöaröngþveiti algeng- ara en áöur. Tryggvi ólafsson listmálari: — Ég hef tekiö eftir þvi aö fariö er aö aka upp Austurstrætiö á næturnar og piltar eru á vélhjól- um á gangstéttunum. Sá er munurinn, sem ég sé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.