Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 23. október 1977 áöur. Þaö hefði létt mikið á umferöaþunga heimagatna, og þar sem Hveragerði hefur ekki stórum aðilum á að skipa i skattamálum, og hefur því tak- markað fé til ráðstöfunar, þá hefði það verið til bóta. Ég man ekki betur en komið hefði til tals, að þjóðvegurinn við Selfoss yrði færður norður fyrir þorpið og könnun haf i farið fram hjá fólkinu hvort það væri þvi fylgjandi. Folkið svaraði þessu einum munni: ,,Við viljum veginn i gegnum þorpið þvi hann er lifæðin”. En hér i Hveragerði mátti hann ekki liggja i gegnum þorpið”. Garðyrkju- og lista- mannaböllin — Manstu ekki að segja okkur eitthvað frá þessum viðfrægu garðyrkju- og listamannaböllum, sem haldin voru hér i eina tið, þegar Hveragerði var ekki siður listamannabær heldur en garð- yrkjubær? ,,baö væri hægt að hafa mörg orð um þau. Ég veit ekki, hvort ég man eftir einhverju sérstöku i þessu sambandi, en hitt get ég sagt, að fólkið hérna i sveitunum i kring og jafnvel i Reykjavik, sár- öfundaði okkur af þessum böllum. Það þótti mikið til þeirra koma, vegna þess að þeir sem að þeim stóðu voru garðyrkju- og lista- menn. Listamennirnir voru margir hverjir þekkt þjóðskáld, samanber Kristmann Guðmunds- son, Jóhannes Ur Kötlum, Gunnar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk. Þessi félagsskapur listamanna- og garðyrkjumanna skreyttu samkomuhUsið að innan með blómum, fyrir hvert ball, og var það algjör nýjung i þá daga. Eins verkaði það kitlandi á fólk, að þessi skáld okkar komu með eitt- hvað frumsamið efni á hverri skemmtun, og öllum lék forvitni á að vita, hvað það yrði. Komu þau með það i reviu-stil, i bundnu eða óbundnu máli. Þetta tvennt held ég að hafi sett mestansvip á þessi garðyrkju- og listamannaböll. Holan borgaði fyrir mig „Stór þáttur i starfsemi okkar hér á hótelinu hefur verið að taka á móti erlendum ferðamönnum af skemmtiferðaskipum. Hefur það verið mjög ánægjulegt. Ég man sérstaklega eftir einum hóp ferðamanna af skemmtiferða- skipinu „Evrópu”, sem kemur hingað til lands reglulega, og hafði hér stutta viðdvöl. Þegar margt fólk er á ferðinni og á að þiggja veitingar, má ekki margt fara úrskeiðis til að illa fari. t þessari ferð var aðalfararstjóri skipsins með i förinni. Allt i einu kemur til min túlkur og segir að fararstjórinn vilji tala viö mig. Nú er eitthvað að, hugsa ég með mér, og fer að velta vöngum yfir þvi, hvað það geti verið, um leið og ég geng af stað til að hitta hann. Ég kem inn til hans. Þá er það allt annað sem hann ætlar að ræða við mig, og raunverulega litlu betra. Hann erað þakka okk- ur fyrir móttökuna á fólkinu og gefur okkur likan af skipinu. Nú, fór ég að „spuglera” i þvi á eftir, hvað ég gæti gert fyrir þennan mann i staðinn. Ég get ekkert gert. Ferðamennirnir áttu eftirað fara út á hverasvæðið, að þessari umdeildu borholu sem Þorleifur Þórðarson. forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, kallaði alltaf okkar afkvæmi, en það er nú löng saga i kringum það sem ég segi þér á eftir. Nema það að ég er alltaf að hugsa um það hvað ég geti gert fyrir þennan mann. Það var glampandi sólskin úti og mikil bliða. Ég fer að hugsa, gys nú holuskrattinn? Og ég get sagt þér það, að i þetta sinn gaus hún einhverjufallegasta gosi sem hún hefur gosið. Þetta voru sko allt þrumuskot, sem öll hittu i mark, ogþað hvart markið á fætur öðru. Holan hafði borgað fyrir mig”. Saga Glæsis „En það er þetta meö söguna af gosholunni. Þannig er, aö Hvera- gerðishreppur boraði einu sinni holu þarna og hugðist virkja hana til að hita upp þorpið meö. 1 þá daga var Jóhannes Þorsteinsson oddviti. Þegar lokið var við að Eirikur Bjarnason tekur nokkur lög á nikkuna fyrir blaðamenn bora niður á 150 m gýs hún þessu fina gosi. Þá er hún tengd og stendur til að fara að nota hana. En morguninn eftir er allt kalt. Liklega hefur hún ekki þolað álagið að pinast i gegnum leiösl- urnar. Nú það er margreynt að bæta úr þessu, en allt kemur fyrir ekkert, og að lokum gefast allir upp. Nú er ég strákur ofan úr Biskupstungum og hafði gaman af þvi að fikta i svona löguðu. Hafði raunar grúskað i þessu alla tið austur við Geysi, og var alltaf að reyna að fá hveri til að gjósa. Eitt sinn læt ég i holuna, og það er ekkert með það, hún gýs þessu þrumugosi. Þannig gat þetta gengið fram eftir öllum árum. Nú hringdir þú i mig i' dag og pantaðir gos klukkan hálf tvö daginn eftir. Þá gat ég sagt 100% já. Þetta var afskap lega mikilvægt atriði. En svo var hún náttúrulega notuð svo mikið, hefur liklega rifið sig út, og fór að gjósa oftar þannig að ekki var gott að ráða við hana. Oft gaus hún án þess að maður ætlaðist til, og það var sifellt vandamál fyrir þessa hópa sem stoppuðu stutt við. Eitt sinn kemur svo til min odd- vitinn, og segir, að nú ætli þeir að dýpka holuna og sjá hvað verður. Ég sagði honum, að ég tryði þessu ekki, hvað þeir meintu með þessu, og hvort hann væri fáan- legur til að koma með mér suður á Ferðaskrifstofu rikisins og tala við forstjóra hennar. Hann jánk- aði þvi, en þó með hálfgerðum semingi. Það varð þó úr, að við fórum til Þorleifs, en það samdist illa þeirra á milli. Ég sá hvað verða vildi. Svo heppilega vildi til, að einn ráðherra var nýbúinn að koma i heimsókn austur, með stóran hóp ferðamanna, og hafði hann fengið gott gos, Ég segi við Þorleif, að nú skuli hann tala við þennan ráð- herra, og spyrja hann, hvort hann vilji ekki liðsinna okkur eitthvað i þessu máli. En hreppurinn heföi sjálfsagt séð á eftir þeim krónum sem i' holuna fóru, og viljað fá þetta borgað til baka. Þorleifur talar við ráðherrann, og hann tekur þessari málaleitan okkar svo vel, að á næsta stjórnarfundi er það ákveðið, að Ferðaskrif- stofarikisinsborgi kostnaðinn við borun holunnar. Að þessu afstöðnu er holan skirð „Glæsir”,, og ýmislegt lappað til i kringum hana. Satt að segja hefur maður stundum verið hálf taugaveiklað- ur út af þessari holu, þegar kon- urnar eru að hringja i mann, ný- komnar úr lagningu. Helv... holan haföi gosið á þær á heimleiðinni. Nei það er ekki allt tekið út með sældinni”. Námskeið Heimilisiðnaðarfélag ís/ands I. Hnýtingar — kvöldnámsskeið. Kl. 20.00-23.00 1. námskeið stendur yfir frá 2P. okt.-23. nóv. 2. námskeið stendur yfir frá 27. okt.-24. nóv. II. Jólaföndur — Dagnámskeið Kl. 10.00-19.20 a. Stendur vfir frá 31.okt,- 3. nóv. b. Stendur yfir frá 7. nóv.-lO.nóv. c. Stendur yl'ir frá 14inóv.-17.nóv. d. Stendur yfir frá 21.nóv-24.nóv. III. Jólaföndur — kvöldnámskeið. Kl. 20.00—23.20. a. Stendur yfir frá 28. nóv,— 1. des. b. Stendur yfir frá 5. des. — 8. des. Ath. Greiðsla og innritun fer fram i Islenzkum heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3. Eftir áramót verða væntanlega námskeið i eftirtöldum greinum: Almennum vefnaði, Myndvefnaði, Hnýtingum, Barnavefnaði, Knippli, Bald- eringu og Tóvinnu. Heimilisiðnaðarfélag Islands. Höfum kaupanda að: Ford County eða hliðstæðri dráttarvél Frá Hofi Fallegt úrval af gjafavörum. Til dæmis tékkneskur kristall, Laquerware frá Tai- wan, dúkar, diska mottur, jóladúkaefni ofl. Aldrei verið meira úrval af hannyrða- vörum og garni. Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1, móti Gamla biói. C&EGEÍrE&SEÍI Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Vagnhöfða 3 Reykjavik Simi 8-52-65 Vörubila- & vinnuvélasala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.