Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 36
36 MHKlilili) m Sunnudagur 23. október 1977 bókmenntir Gunnar Benediktsson: t flaumi lifsins fljóta. Bernsku og æskuminningar. Bókaútgáfan öm og örlygur h.f. Æskuslóðir Gunnars Benediktssonar eru svo f jarlæg- ar minum sem frekast getur orðið hér á landi. Margt er þar óliktum landslag og landshætti. Auk þess er sr. Gunnar það miklu eldri en ég, að þessi saga hans gerist að mestu fyrir mina daga. Samt finnst mér ég njóta þessarar bókar hans óvenjulega vel. Vitanlega ræður þar nokkru að höfundur er góður sögu- maður, en mestu veldur þó vissulega, að ég skil söguefnið svo einstaklega vel. Það er út af fyrir sig, að málvenja er önnur að ýmsu leyti en ég vandist. í Hornafiröi heitirinnfallþað sem við köllum aðfall og liggind það sem við nefnum liggjanda. Útfiri skilst mér að sé austur þar útfallið sjálften við tölum um mikiö eða litið útfiri eftir þvi hvaö mikið af grynningum fjarar uppi. Þvi gætum við ekki sagt eins og sr. Gunnar: „útfiri var að gefa upp öndina”. Sitthvað fleira mætti nefna sem von er. Fæstir munu búast við mikl- um nýjungum þó að komi út bernskuminningabók þeirra sem enn mega á penna halda. Svo margir eru búnir að skrifa slikt. En hér kemur tvennt til. Höfundur er óvenjulega ritfær og skyggn á það sem er frá- sagnarvert og æskuslóðir hans hafa sérstöðu sem gera þær ær- ið frábrugönar mörgu öðru. í þvi sambandi nefni ég vötnin og lúruveiðarnar. Sr. Gunnar segir i sambandi við ætijurtir: ,,Ég man aldrei eftir, aö við værum að slökkvasulti sam bandi við þetta.þetta var bara hvort tveggja i senn yndisleg afþreying i góða veðrinu og hreinasta gómsæti. Rætur túnfifilsins voru matarmiklar og hressilega rammar I munni, en gulmururæturnar uröu að disætum graut, sallamalaðar milli tannanna og mjölið hrært út I fossandi munnvatni: Hver veit, hve mikiö af likamshreyst- inni og heilbrigöinni maður hef- ur sótt i þessa fjörgjafa á bernskuárunum”. Hver veit? Lengi hafa vitrir menn vitað að fifillinn bjó yfir lækningamætti og nýlega sá ég fylgja dönsku vikublaði fræðslu- örk um læknisdóm nokkurra jurta. Þar var fifillinn með og sagður geta læknað ýmsa kvilla og glætt li'fsþrótt manna væru þeirsjálfum sér og öðrum ónóg- ir. Einn er sá þáttur þessarar bókar sem mér finnst sérstök ástæða til að minna á. Sá þáttur ætti að komast i lesbækur islenzkra unglinga. Hann er um vatnahestana og Iþróttir þeirra. Sr. Gunnar telur ,,aö hvergi á landinu muni andar manns og hests hafa innilegar runnið saman i eitt, i baráttu upp á lif og dauða. Svo mátti sums stað- arheita, að sú barátta væri einn þáttur daglegs lifs, og sú bar- átta þróaði kynslóðirnar lið fram af lið til fullkomnunar hverjum þeim eiginleika, sem eflir sigurvonir. Einn veiga- mesti þátturinn var gagnkvæm- ur skilningur og traust. Glima við vötn, dýpi þeirra, straum- köst og sandbleytur, var tvfmenningsiþrótt, þar sem samhæfingar þurfti við hverja hreyfingu og fullkomins skiln- ings tveggja, er stóðu i sam- eiginlegri styrjöld”. Og siðar eru þessi orð: „Ókunnugum getur komið þaö undarlega fyrir sjónir að sjá rigefldan hest standa að þvi er virðist hreyfingarlausan úti i flaumósa strengnum, rétt eins og ekkertsé um að vera. En það tekur sinn tima fyrir forsjálan hest að ganga úr skugga um það með áþreifingum annars framfótar um leið og jafnvægis- skyni er einbeitt gegn ofur- ana beggja megin, og var þá oft dögum saman auður áll I miðju, gekk þó saman með áframhald- andi frostum, þar til allagt var bakka i milli. I miðju varð isinn sjást engin fótum á þurru, þá hélt hann ekki strax af stað. örlitla stund vildi hann biða þess, hvort skörin væri fullkomlega örugg, og ef svo reyndist, þá var þrautin unnin, hann greikkaði sporið, og leiðin var greið þeim, sem á eft- ir vildu koma”. Það er engin furða að höfund- ur segir: „Mér finnst sem vötn þessi hafi spunnið einn meginþátt lifsreynslu minnar i uppvextin- um, og ég held, að hefði minn- ingum um þá reynslu ekki verið til að dreifa þá hefði ég aldrei farið að gera bók um uppvaxtarár min á bemsku- slóðum”. En þö að þessi kafli skipi öðru fremur autt rúm i bökmenntum okkarfer þvi fjarri aðástæða sé til að biðjast afsökunar á bók- inni að öðru leyti. Einn sá þáttur isienzkrar þjóðmenningar,eins og hún var, sem kemur mjög vel fram I þessari minningabók er hvernig skyldustörfin veittu þroska og fullnægingu. Höfundur segir t.d.: „Úr timans miklu fjarlægð lit ég nú á það sem mikil timamót i lifi minu, þegar Kristján bróðir minn flutti frá Einholti vorið 1909 og ég var tekinn gildur sem aðalstoð pabba á sviði aðdrátta og annarra útistarfa og stað- gengill hans, þegar hann þurfti að bregða ser frá. Þá var ég á 17. ári. Afstaða min til starfsins var önnur. Lifíð varð ábyrgðar- fyllra og veitti dýpri fullnægingu. Það var ánægju- legtað finna við ýmis tækifæri, að manni var treyst til að leysa æ þyngri vanda og verða þess aldrei var, að maður brygðist þvi trausti”. að Bjarni trúir Stjána fyrir þvi, að hann sé yfrið ástfanginn I Margréti systur hans, en þá var hún 17 ára að aldri. Kristján var auðvitað þrunginn af skilningi og samúð með fyrirbærinu þar sem hann stóð mitti sams konar viðfángsefni, og hvatti kunn- ingja sinn til dáða. Fer svo að lokum að Bjarni hleypir I sig kjarki og drlfur sig inn ieldhús, þegar hann veit af Grétu þar einni við elda- mennsku, og opinberar þar hug sinn, en orðbrögð við það tæki- færi hef ég enga hugmynd um. Gréta stóð við hlóðirnar, þegar þetta bar að, og var að skara i eldinn undir pottinum. Henni mun haf komið þessi atlaga mjög á óvart og skörungurinn nam staðar, þar sem hann var kominn. Einhvern veginn hefur það gerzt sannfæring min, aö hugur Grétu hafi litt staðið til giftingar um þessar mundir. Frá þvi fyrir fermingaraldur hafði hún verið ötull leikfélagi karlkynsins i jafnaldrahópi, hUn var sterkbyggður og þreklegur unglingur, var tekin með i ál- ferðir innan fermingar og þótti þar bráðlega karlmanns igildi. Hún var ódeig við að taka upp háttu, sem henni þóttu til hag- ræðis, hvað sem viðurkenndum venjum leið. Hún klæddi sig karlmannsbuxum I álferðir, en. á þeim árum þótti það ekki beinlínis kvenlegt. En það fór brátt mikið orð af henni sem vinnufélaga, dugmiklum og gáskafullum. Henni nægði ekki að bjóða hvaða karlmanni sem var Ut i kappróður, hún var lika til I að bjóða þeim I yfiraustur I flæðarmálinu. Þá kom það einn- ig fyrir, ef kuldi var í veðri og kaldsamt þóttiá Melatanganum i bið eftir innfallinu, að hún bauð einhverjum samverka- mannanna út í eina bröndótta, og valtá ýmsu, hver undir varð. Og svo stendur þessi stelpu- þunga straumsins, hvar hættu- minnst sé að stinga þessum sama fæti niður. Ef þú skyldin sitja á þessum hesti, þá skaltiT umfram allt forðast að láta hann verða þess áskynja, að þér sé óróleiki i brjósti. Við þessar aðstæður má ekki valda óþarfa stréssi þeim, sem hafa tekið á sig ábyrgð þess, að ekkert fari úrskeiðis, þvi aö hér gæti verið teflt um lifið eða dauðann”. Þetta er ekki of mælt og svo oft getur sr. Gunnar þess I minningabók þessari aö meryi hafi drukknað I vötnum að það er full sönnun þess að menn lögðu sig oft i hættu. En ósköp var það nú gaman að honum enúst aldur og vit til aö skrifa þen.ian þátt um vatnahestana. Lænurnar og vöðini önundar- firði eru ekki sambærileg við jökulfljótin skaftfellsku, en þeim er það þó að þakka, að ég skil betur en ella hve athyglin þjálfast og skerpist þegar verð- ur að nota hana. Svo sljóvgast þetta allt þegar komið er á þurran og öruggan veg. Vatna- mennirnir i Skaftafellssýslu sáu margt á straumlaginu. Það æfðist þegar lifið lá við að finna færa leið, — þó að hún reyndist ekki alltaf fær. Ég get ekki stillt mig um að taka hér upp örlitla tilvitnun enn: „Greinar hinna frjálsu iþrótta vatnahestanna og vatna- mannanna skaftfellsku voru ekki svo fáar. Eins vil ég minn- ast sem minnisstæðrar hesta- iþróttar. Það var að brjóta is. Þótt vatnavextir yllu ekki um- talsverðum farartálma, þá komu stundum til sögunnar hvimleiðir umferðaerfiðleikar, þegar vötn var aö leggja eða leysa, vöð þakini's, sem enn var ekki heldur eða var að leysast upp. tsalögnin hófst við bakk- ellimörk svo venjulega veikastur, en jafnframt dýpst vatnið undir. Hestum var mjög mislagið að brjóta sér leið yfir vötn lögð Isi, sem ekki var heldur. Sumir viðhöfðu hinn æðislegasta flumbruhátt, gösluðust út á Is- inn greiðum sporum, þar til undan brast, streittust við að halda sér lengst uppi, þar til þeir gegn vilja sinum misstu einn fótniðurum Isinn, fengu þá snertaf tryllingskasti, hentu sér áfram og brutust um á milli spanga, sem eftirstóðu, og voru allmiklar hættur bundnar þessu háttalagi. — Gamli-Skjóni var mér skýrt dæmi Iþróttahests i þessari grein.Hann gekk að viðfangsefninu með mikilli gætni, ábyrgðartilfinningu og kunnáttu. Þegar hann fann að isinn var tekinn að veikjast, þá nam hann staðar og beið þess, hvort hann vildi ekki bresta, og stóð þess albúinn að mæta þvi. Ef þess sáust engin merki, þá færði Skjóni sig áfram svo sem eina lengd sina, en nam þá stað- ará ný.og svoáfram, þar til að þvi kom, að isinn brast og Skjóni stóð sallarólegur i vökinni. Eftir nokkurra sekUndna bið hélt hann för sinni áfram og þá á þann hátt, að hann reisti sig upp á afturfæturna svo sem með þurfti til að koma framfótunum upp á ísskörina, hallaði sér siðan fram á hana með vaxandi þunga, þar til hún lét undan og brast.Þannig var fram haldið, unz þar kom, að skörin þybb- aðist við að láta undan. En þött Skjóni væri allur kominn upp á skörina og stæði sinum fjórum Hér er komið að traustum hryningarsteini Islenzkrar sveitamenningar. Og þó að þessi tilvitnun eigi við 16 ára ungling, voru það alls ekki fyrstu trúnaðarstörfin. Gæfa þessa uppeldis liggur I þvi, hve fljótt börnin eru ábyrgir þátt- takendur i lifsstarfinu. Sumir virðast halda að það sé ekkert uppeldi og allt verði að miða við veitt og meðtekið „kennslu- magn”. Það er eins og þeir viti ekkert um „kennslumagn” i skóla lifsins. Hér hefur verið minnst á það, sem alþjóð veit, að sr. Gunnar Benediktsson er ágætlega rit- fær maður. Prófarkalestur hefði mátt vera aðeins vandaðri svo sem oft vill verða. Það er t.d.slæmtaðmaðurfæddur 1892 er sagður 16 ára haustið 1910 eins og á sér stað á bls. 126. En aðeins á einum stað kann ég ekki við málfarið. Það er þar sem segir: „En mig minnir fastlega, að það ekki vera spenvolga mjólkin úr kúnum, sem fengum, heldur væri hún flóuð”. I minni sveit hygg ég að hefði verið sagt: „að það væri ekki”. Enn langar mig til að taka upp li'tinn sögukafla þar sem sr. Gunnar er að ræða um ráðahag systkina sinna: „Bjarni var á likum aldri og elztu systkini min, og þeir voru beztu kunningjar Kristján og hann. — Þegar llða tekur að vordögum 1903, þá er trúnaður þeirra i millikominn á það stig, glanni allt i einu frammi fyrir þeim ósköpum, að löguleg- heitamaður stendur frammi fyrirhenni Ibiðilsbuxunum. Hér varð ekki komið við neinum þeim gllmubrögðum eða öðrum atlotum, sem hún hafði tamið sér i viðskiptum við karlkyniö. Mér þætti það hreint ekkert ósennilegt, að henni hafi aldrei dottið neittsvona lagað i hug, þó að auðvitað hafi hún litið á það sem sjálfsagt mál, að einhvern tima giftist hún og færi að eiga börn, eins og lög lifsins gerðu ráð fyrir. Og aldrei þessu vant verður Grétu systur minni orð- fall. Hún starir I eldstóna og vis ar biðlinum að leita eftir áliti foreldra hennar. Engar sögur fóru af þvi, hvort þessum fátæk- legu umræðum við eldstóna lauk með kossi, en ég leyfi mér að efast stórlega um, að svo hafi verið, þvi að enn voru þau ekki trúlofuð”. Það munu nú vera fullar 30 bækur sem sr. Gunnar hefur skrifað. Þær eru margs konar að efni og gerð. Sumar eru um pólitfsk deilumál og slikar bæk- ur verða oft fljótt úreltar. Þær eru þáttur i baráttu liðandi stundar og fjara uppi þegar straumur timans fellur á nýjar brautir. Það er vandi að sjá fram i timann og allar spár skyldu gerðar af varúð. En trúað gæti ég að þessi siðasta bók Gunnars Benediktssonar ætti sér lengra lif fyrir höndum en margt ann- arra rita hans. Persónulega finnst mér hún auk annars, hafa sér til ágætis hugljúfan þokka, sem er I senn hressandi og svalandi. H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.