Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.10.1977, Blaðsíða 25
rVlí! 'isáóivío wpl' Sunnudagur 23. október 1977 25 U| Margs er.... skemmtilegur gestur i Flatey. Ukkur pótti hann öllum mönnum skemmtilegri. Sjálfsagt hefur hann verið að skrifa eitthvaö þá, eins og jafnan, en hann gaf sér tima til þess að koma í húsin og tala við fólkið. Sérstaklega hændi hann að sér öll börn. Ég geri varla ráð fyrir að Halldór Lax- ness hafi haft mjög mikil penina- ráð um þetta leyti, en hann haföi samt efni á þvi að kaupa súkku- laði, og svo safnaði hann börnun- um i kringum sig og veitti þeim þetta hnossgæti á báðar hendur. Og hann gerði meira: Hann stofn- aði með börnunum,,sóleyjarleggja. konsert,” en börn i Flatey höfðu þá lært að gera sér flautu úr sól- eyjaleggjum. Það þótti Halldóri Laxness mjög merkilegt hljóð- færi, og ég man, að oft sátu mörg börn i kringum hann og léku fyrir hann á „sóleyjaflauturnar” sinar. Ég sagði áðan, að séra Halldór Kolbeins hefði safnað að sér merkilegum mönnum. Ég man eftirHalldóriLaxness,Stefáni frá Hvitadal, Jóni Bergmann, Þór- bergi Þórðarsyni o.fl. Einu sinni sagði séra Halldór Kolbeins við mig: „Hann er ákaflega gáfaður maður, hann nafni minn”, (og þar áttihannauðvitað við Halldór Laxness). „Já, hann er ákaflega gáfaður. Hann er nú búinn að skrifa tvær bækur, og ég veit, að hann á eftir að fá Nóbelsverð- launin. En hann fær þau ekki fyrir þessar tvær bækur — nei, hvor- uga þeirra —en ég veit, að hann á eftir að skrifa bækur, sem afla honum Nóbelsverðlaunanna”. — Þetta sagði séra Halldór Kol- beins, og þar reyndist hann spá- maður. — Við höfum nú rætt hér um þjóðkunna menn og jafnvel heimsfræga, eins og Nóbelsskáld- ið okkar, en hvaða einstaklingar heldur þú að þér séu minnisstæð- astir, þegar þú litur nú um öxl yf- ir þessi áttatiu ár, eða rösklega það, sem þú manst aftur i tim- ann? — Mér eru ákaflega margir menn minnisstæðir. Margir sér- stæðir og merkilegir alþýðumenn liggja óbættir hjá garði þött um suma þeirra hafiverið skrifað svo sem verðugt var. Mér er t.d. Snæbjörn i Hergils- ey mjög minnisstæður. Hann var myndarlegur maður I sjón og raun, og sægarpur mikill. Hann kenndi okkur strákunum sjó- mennsku á sinn gagnorða hátt: — j Áður en þið farið á sjóinn strákar minir, eigið þið að setja stein i ' bátinn, þó að það sé logn. Það er alltaf hægt að kasta nonum út- ’ byrðis, ef þið fiskið, en þið sækið hann ekki til lands, ef hann hvess- ir. 1 öðru lagi: Gætið þess, þegar þið siglið eftir að kominn er stormur að fækka seglunum i tima, það getur orðið of seint, ef veðrið herðir skyndilega. Og i þriðja lagi: Þegar þið eruð á sjó, skuluð þið muna að vera á háls- unum á bárunum svo að þið lend- ið ekki i brotinu. ,, Eftirminnilegasti maðurinn sem ég hef kynnzt....” — Og fleiri merkismenn, sem þú kynntist, munu véra þér minnisstæöir? — Já, sannarlega. Og merkast- ur þeirra manna, sem ég þekkti á uppvaxtarárum minum, var Ólafur Bergsveinsson, bóndi i Hvallátrum á Breiðafiröi, faðir Bergsveins augnlæknis i Reykja- vik. Ég var fyrst kúasmali hjá Ólafi, en siöar, á unglingsárum minum áöur en ég fór I Kennara- skólann, var ég heimiliskennari hjá honum. Ég kenndi flestum börnum ólafs, en þó ekki Berg- sveini, og ekki heldur önnu, sem löngu seinna varð siðari kona min. Ólafur Bergsveinsson byrjaði með litilefni i Hvallátrum. Sjálf- ur sagði hann við mig um fhitning sinn þangað: Þegar ég kom i Hvallátur, voru efni min ekki mikil. Ég átti bátinn, sem við komum á til eyjarinnar, ég og konan min og hún Anna litla á fyrsta árinu. — En Anna, sú sem ég nefndi áðan, var elzt barna Ólafs. Og auk þessara þriggja manneskjamun hafa veriðibátn- um koffort, sem geymdi aleigu fjölskyldunnar. Ólafur var svo sérstæöur og merkilegur maður, aö þáð væri efni i langan fyrirlestur að gera honum skil. Hann var ákaflega hagur maður, smiðaði fjölmarga báta — liklega mikið á annað hundrað — auk annars, sem hann lagði gjörva hönd á. Hann vildi að menn ynnu, en hann sá lika svo um, að öllum liði vel, sem hjá honum voru. Oft spurði hann mig hvort ég væri ekki votur i fætur, ogstundum þreifaði hann i skóna mina til þess að ganga úr skugga um að ég væri hvorki kaldur né votur á fótum, þvi að það sagði hann, að aldrei mætti vera. Dýravinur var Ólafur mikill. Hann gekk svo vel um útihús, að unun var að, og ég heyrði að- komumenn hafa orð á þvi, hversu öll umgengni og aðbúnaður i gripahúsum Ólafs bæri vott um á- huga hans á þvi að öllum skepn- um sem I hans umsjá voru liði sem allra bezt. Ef hart var I ári, var ólafur hin mesta hjálparhella. Harða vetur- inn 1917-’18 tók hann til sin bæði sauðfé og kýr nágranna sinna til þess að þeir þyrftu ekki að fella gripi sina. — Ekki veit ég sönnur á þvi, en sú saga var mér sögð, að árið sem Ólafur Bergsveinsson hætti að búa, hafi hann verið svo birgur að heyjum, að hann hafi fyrnt ellefu kýrfóður. Það hefur verið haft á orði, — og stendur í riti eftir Bergsvein Skúlason — að eftir að vélbátarn- ir komu til sögunnar, hafi Ólafur Bergsveinsson ekki siglt i gegn- um fuglahópana á sjónum á skell- andi vélbáti, heldur hafi hann sneitt hjá fuglunum til þess aö þurfa hvorki að styggja þá né hrella. Ólafur Bergsveinsson i Hval- látrum verður mér eftirminnileg- asti maðurinn, sem ég kynntist á ævinni. —VS Auglýsingadeiid Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Einn glæsilegasti^skemmtistaður Evrópu Smurbrauðsdomur: Björn Axelsson yf ir- matreiðslumaður Aðeins það bezta er nógu gott: Köld borð Cabarett Síldarréttir Heitir réttir Eftirréttir Brauðtertur Cocktailsnittur Kaffisnittur Sendum út veizluretti tyrir ferminga- og cocktail-veizlur Einnig bendum við ó okkar glæsilegu húsakynni sem yður stdnda til boða til hvers konar mannfagnaðar Sylvia U»pr--ir »i|im .■y— Jóhannsdóttir CnOgm^’ 'Xm* tTT^Zrr^ rm M l*rð frá itft A1 p A lífl ^ Jf fmt Gastronomisk Köbenhavn Imsland í •• * lærð frá 2-33-3302-33-35 KL.1-4 DAGLEGA Aarhus staður hinna vandlátu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.